Hörð barátta framundan um formennsku í breska Íhaldsflokknum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júlí 2016 05:00 Theresa May etur kappi við Michael Gove og fleiri um formannsembættið. Nordicphotos/AFP Dómsmálaráðherrann Michael Gove og innanríkisráðherrann Theresa May lýstu í gær yfir framboði sínu til embættis formanns Íhaldsflokksins í Bretlandi. David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, mun láta bæði af embætti formanns flokksins og forsætisráðherra í september og nýr formaður taka við. May barðist fyrir áframhaldandi veru í Evrópusambandinu en laut í lægra haldi fyrir fylkingu Goves og Boris Johnson sem börðust fyrir Brexit, aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudag síðustu viku. Auk Gove og May eru vinnumálaráðherrann Stephen Crabb, orkumálaráðherrann Andrea Leadsom og fyrrverandi varnarmálaráðherrann Liam Fox í framboði. „Ég vildi hjálpa til við að byggja upp framboð Boris Johnson svo stjórnmálamaður sem mælti fyrir aðskilnaði frá Evrópusambandinu gæti leitt okkur inn í betri framtíð,“ sagði Gove þegar hann tilkynnti um framboð sitt í gær. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Boris getur ekki veitt okkur þá leiðsögn sem þarf.“ Við tilkynningu sína sagði May að Bretland þyrfti sterka og reynda stjórn til að stýra landinu í gegn um efnahagslega og pólitíska óvissu. May, sem var andvíg Brexit, sagði þó að hún myndi ekki hundsa niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Veðbankar töldu þingmanninn og Brexit-sinnann Boris Johnson líklegastan en er Johnson tilkynnti um ákvörðun sína í gær sagði hann að næsti leiðtogi íhaldsmanna myndi þurfa að sameina flokksmenn og tryggja stöðu Bretlands í heiminum. „Eftir að hafa ráðfært mig við samstarfsmenn mína og í ljósi aðstæðna á þinginu hef ég dregið þá ályktun að ég geti ekki gert það,“ sagði Johnson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016 Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Dómsmálaráðherrann Michael Gove og innanríkisráðherrann Theresa May lýstu í gær yfir framboði sínu til embættis formanns Íhaldsflokksins í Bretlandi. David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, mun láta bæði af embætti formanns flokksins og forsætisráðherra í september og nýr formaður taka við. May barðist fyrir áframhaldandi veru í Evrópusambandinu en laut í lægra haldi fyrir fylkingu Goves og Boris Johnson sem börðust fyrir Brexit, aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudag síðustu viku. Auk Gove og May eru vinnumálaráðherrann Stephen Crabb, orkumálaráðherrann Andrea Leadsom og fyrrverandi varnarmálaráðherrann Liam Fox í framboði. „Ég vildi hjálpa til við að byggja upp framboð Boris Johnson svo stjórnmálamaður sem mælti fyrir aðskilnaði frá Evrópusambandinu gæti leitt okkur inn í betri framtíð,“ sagði Gove þegar hann tilkynnti um framboð sitt í gær. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Boris getur ekki veitt okkur þá leiðsögn sem þarf.“ Við tilkynningu sína sagði May að Bretland þyrfti sterka og reynda stjórn til að stýra landinu í gegn um efnahagslega og pólitíska óvissu. May, sem var andvíg Brexit, sagði þó að hún myndi ekki hundsa niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Veðbankar töldu þingmanninn og Brexit-sinnann Boris Johnson líklegastan en er Johnson tilkynnti um ákvörðun sína í gær sagði hann að næsti leiðtogi íhaldsmanna myndi þurfa að sameina flokksmenn og tryggja stöðu Bretlands í heiminum. „Eftir að hafa ráðfært mig við samstarfsmenn mína og í ljósi aðstæðna á þinginu hef ég dregið þá ályktun að ég geti ekki gert það,“ sagði Johnson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira