Reynir Leósson er hættur þjálfun 1. deildarliðs HK eftir nokkurra mánaða starf. Reynir hætti að eigin ósk. Þetta kemur fram á heimasíðu HK.
Jóhannes Karl Guðjónsson tekur við starfi Reynis en hann var áður spilandi aðstoðarþjálfari hjá HK.
HK er í 10. sæti Inkasso-deildarinnar með 11 stig eftir 11 umferðir. Liðið hefur aðeins unnið tvo deildarleiki í sumar.
HK varð svo fyrir miklu áfalli í síðustu viku þegar markahæsti leikmaður liðsins, Sveinn Aron Guðjohnsen, gekk í raðir Vals.
Næsti leikur HK er gegn Keflavík á útivelli á fimmtudaginn.
Reynir hættur hjá HK
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið








Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn

Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti
