Benedikt Jóhannesson fer sjálfur fram í komandi kosningum Jakob Bjarnar skrifar 18. júlí 2016 11:23 Benedikt hefur hvorki rætt við Höllu né Pál um hugsanlegt framboð þeirra tveggja. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur ekkert rætt við Höllu Tómasdóttur né Pál Magnússon um hugsanlegt sæti á lista. Eins og fullyrt hefur verið. „Já, ég las það á Eyjunni,“ segir Benedikt um að Halla Tómasdóttir, athafnakona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, ætli að taka taka við forystu í flokknum og verða forsætisráðherraefni Viðreisnar. Þetta hefur Eyjan eftir öruggum heimildum, og að til umræðu sé að Páll Magnússon útvarpsmaður verði í framboði fyrir Viðreisn á Suðurlandi.Ekkert rætt um hugsanleg framboðsmál Höllu og Páls Allt þetta hefur þá verið ákveðið án samráðs við formanninn sem veltir því nú fyrir sér, meira í gamni en alvöru, að um sé að ræða valdaránstilraun. „Ég hef ekkert við hana rætt. Né hún við mig. Ég hef rætt við Pál Magnússon. Ræddi við hann í viðtali á Bylgjunni, þá spurði hann mig um ýmis mál en hann ræddi ekkert sín framboðsmál.“ Benedikt segir að ágætlega gangi saman að setja saman lista fyrir komandi alþingiskosningar. En, þetta sé ferli, uppstillingarnefndir setja saman listana og segir Benedikt að ekki sé einu sinni búið að skipa þær allar, og hann telur rétt að ganga frá því áður en listarnir eru settir saman. „Það fer líka eftir því hvenær kosningar verða. Ef þær verða 20. október þyrfti þetta væntanlega að vera tilbúið í byrjun september. En, fólk er að melda sig þessa dagana, og reyndar talsvert.Ragnheiður í uppreisn en ekki Viðreisn Melda sig, segir formaðurinn og þá verður ekki komist hjá því að spyrja hann út í þá sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur Viðreisnar í komandi kosningum, svo sem Vilhjálm Bjarnason og Ragnheiði Ríkarðsdóttir? „Við Vilhjálmur tölum mjög oft saman, en aldrei um pólitík. Ragnheiður er fín manneskja. En, hún segist vera í uppreisn en ekki Viðreisn.“Nú getur ekki talist óeðlilegt að horft sé til einstaklinga innan Sjálfstæðisflokksins, þeirra sem ekki þramma flokkslínuna og eru kannski ekkert mjög ánægðir með þróun mála? „Jájá, en þetta er nú ekki Sjálfstæðisflokkurinn, þetta er Viðreisn. En, þú mátt greina frá því að mjög líklegt er að ég verði í framboði. Þar er þá komið eitt nafn sem hægt er að staðfesta.“ Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur ekkert rætt við Höllu Tómasdóttur né Pál Magnússon um hugsanlegt sæti á lista. Eins og fullyrt hefur verið. „Já, ég las það á Eyjunni,“ segir Benedikt um að Halla Tómasdóttir, athafnakona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, ætli að taka taka við forystu í flokknum og verða forsætisráðherraefni Viðreisnar. Þetta hefur Eyjan eftir öruggum heimildum, og að til umræðu sé að Páll Magnússon útvarpsmaður verði í framboði fyrir Viðreisn á Suðurlandi.Ekkert rætt um hugsanleg framboðsmál Höllu og Páls Allt þetta hefur þá verið ákveðið án samráðs við formanninn sem veltir því nú fyrir sér, meira í gamni en alvöru, að um sé að ræða valdaránstilraun. „Ég hef ekkert við hana rætt. Né hún við mig. Ég hef rætt við Pál Magnússon. Ræddi við hann í viðtali á Bylgjunni, þá spurði hann mig um ýmis mál en hann ræddi ekkert sín framboðsmál.“ Benedikt segir að ágætlega gangi saman að setja saman lista fyrir komandi alþingiskosningar. En, þetta sé ferli, uppstillingarnefndir setja saman listana og segir Benedikt að ekki sé einu sinni búið að skipa þær allar, og hann telur rétt að ganga frá því áður en listarnir eru settir saman. „Það fer líka eftir því hvenær kosningar verða. Ef þær verða 20. október þyrfti þetta væntanlega að vera tilbúið í byrjun september. En, fólk er að melda sig þessa dagana, og reyndar talsvert.Ragnheiður í uppreisn en ekki Viðreisn Melda sig, segir formaðurinn og þá verður ekki komist hjá því að spyrja hann út í þá sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur Viðreisnar í komandi kosningum, svo sem Vilhjálm Bjarnason og Ragnheiði Ríkarðsdóttir? „Við Vilhjálmur tölum mjög oft saman, en aldrei um pólitík. Ragnheiður er fín manneskja. En, hún segist vera í uppreisn en ekki Viðreisn.“Nú getur ekki talist óeðlilegt að horft sé til einstaklinga innan Sjálfstæðisflokksins, þeirra sem ekki þramma flokkslínuna og eru kannski ekkert mjög ánægðir með þróun mála? „Jájá, en þetta er nú ekki Sjálfstæðisflokkurinn, þetta er Viðreisn. En, þú mátt greina frá því að mjög líklegt er að ég verði í framboði. Þar er þá komið eitt nafn sem hægt er að staðfesta.“
Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira