Púðluhelgin mikla berglind pétursdóttir skrifar 18. júlí 2016 07:00 Í æsku dreymdi mig, eins og kannski flesta krakka, um að eiga hund og ég horfði á myndina um Emil og Skunda ótal sinnum. Ég skildi þennan Emil. Hann fékk ekki hund svo hann strauk að heiman, skemmtileg mynd, flott flétta. Aldrei eignaðist ég þó hund, fékk í staðinn fugla sem ég skilaði í dýrabúðina skömmu síðar. Þeir voru leiðinlegir og vandasamt að fara með þá út í göngutúra. Árin liðu og aldrei eignaðist ég hund, gleymdi þessu svo bara. En svo eignaðist ég barn. Þá heltók hundalöngunin mig á nýjan leik, mig langaði að sjá hundinn bera barnið á bakinu eins og knapa og sjá vináttu þeirra þróast með árunum. Þess vegna var ég glöð að taka við tveimur púðlum í helgarpössun nýlega. Pössunin gekk vonum framar. Púðlurnar hegðuðu sér eins og sannir herramenn, nöguðu ekki skóna mína á daginn og biðu hlýðnir fyrir utan kjörbúðina meðan ég verslaði handa þeim hundakex. Eitt setti þó strik í þennan hundapössunarreikning. Ég er svo svakalega óvön því að hafa átta aukafætur trítlandi um heimilið að ég var meira og minna í áfalli alla helgina. Í hvert sinn sem krullaðir líkamar þeirra birtust í herberginu hrökk ég í kút. Eins þegar ég lá í baði og slakaði á eftir vinnudaginn og púðluhöfuð birtist skyndilega við baðbrúnina. Þá varð uppi fótur og fit og allt varð rennandi blautt. Á nóttunni stukku þeir svo eins og flugmýs upp í rúmið og hringuðu sig saman eins og litlar eðlur svo að sofandi heimilismenn ráku upp gól. Held ég fái mér ekki hund fyrr en ég hætti að vera svona hvumpin og ég óska púðlunum alls hins besta í sálfræðimeðferðinni sem þær þurfa að sækja eftir þessa helgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun
Í æsku dreymdi mig, eins og kannski flesta krakka, um að eiga hund og ég horfði á myndina um Emil og Skunda ótal sinnum. Ég skildi þennan Emil. Hann fékk ekki hund svo hann strauk að heiman, skemmtileg mynd, flott flétta. Aldrei eignaðist ég þó hund, fékk í staðinn fugla sem ég skilaði í dýrabúðina skömmu síðar. Þeir voru leiðinlegir og vandasamt að fara með þá út í göngutúra. Árin liðu og aldrei eignaðist ég hund, gleymdi þessu svo bara. En svo eignaðist ég barn. Þá heltók hundalöngunin mig á nýjan leik, mig langaði að sjá hundinn bera barnið á bakinu eins og knapa og sjá vináttu þeirra þróast með árunum. Þess vegna var ég glöð að taka við tveimur púðlum í helgarpössun nýlega. Pössunin gekk vonum framar. Púðlurnar hegðuðu sér eins og sannir herramenn, nöguðu ekki skóna mína á daginn og biðu hlýðnir fyrir utan kjörbúðina meðan ég verslaði handa þeim hundakex. Eitt setti þó strik í þennan hundapössunarreikning. Ég er svo svakalega óvön því að hafa átta aukafætur trítlandi um heimilið að ég var meira og minna í áfalli alla helgina. Í hvert sinn sem krullaðir líkamar þeirra birtust í herberginu hrökk ég í kút. Eins þegar ég lá í baði og slakaði á eftir vinnudaginn og púðluhöfuð birtist skyndilega við baðbrúnina. Þá varð uppi fótur og fit og allt varð rennandi blautt. Á nóttunni stukku þeir svo eins og flugmýs upp í rúmið og hringuðu sig saman eins og litlar eðlur svo að sofandi heimilismenn ráku upp gól. Held ég fái mér ekki hund fyrr en ég hætti að vera svona hvumpin og ég óska púðlunum alls hins besta í sálfræðimeðferðinni sem þær þurfa að sækja eftir þessa helgi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun