Rauf bandaríska einokun með sögulegri frammistöðu Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júlí 2016 06:00 Henrik Stenson kyssir Silfurkönnuna á Royal Troon-vellinum í Skotlandi eftir sigurinn sögulega þar sem hann bætti tvö stærstu metin á Opna breska. vísir/Getty Svíinn Henrik Stenson varð í gær fyrsti sænski karlinn sem vinnur risamót í golfi en hann hafði betur á Opna breska meistaramótinu í mögnuðu einvígi gegn Bandaríkjamanninum Phil Mickelson. Pútterinn hjá Stenson var svo heitur að það sætir furðu að maðurinn þyrfti ekki ofnhanska til að halda um hann á Royal Troon-vellinum í Skotlandi í gær. Stenson fór lokahringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari og kláraði hringina fjóra á 264 höggum eða 20 höggum undir pari. Þetta er einfaldlega besta frammistaða sögunnar á þessu virtasta og stærsta risamóti hvers árs. Svíinn bætti 16 ára gamalt met Tigers Woods sem vann Opna breska á 19 höggum undir pari árið 2000 og einnig eru þetta fæstu högg í sögunni en metið átti Ástralinn Greg Norman. Hann vann Opna breska á 267 höggum árið 1993.Spilaði fyrir látinn vin sinn Tilfinningarnar voru við það að bera Stenson ofurliði þegar hann tileinkaði sigurinn góðvini sínum Mike Gerbich, 74 ára gömlum Bandaríkjamanni sem lést á miðvikudaginn, degi áður en Opna breska meistaramótið hófst. Stenson spilaði með sorgarband á fyrsta degi til minningar um þennan mikla vin sinn sem hann kynntist í Dúbaí. „Ég missti góðan vin á miðvikudaginn sem barðist við krabbamein. Hann var með mér alla vikuna. Þetta er fyrir Mike,“ sagði Stenson er hann kyssti Silfurkönnuna, sigurlaunin á Opna breska, og hóf hana á loft í minningu vinar síns.Rauf bandaríska einokun Það kom fáum á óvart að Bandaríkjamenn röðuðu sér mjög snemma á mótinu í öll efstu sætin og að hinn bandaríski Phil Mickelson væri í baráttunni til síðustu holu. Bandaríkjamönnum hefur nefnilega liðið mjög vel á Royal Troon-vellinum. Í síðustu fimm skipti fyrir síðustu helgi sem spilað var á vellinum bar Bandaríkjamaður sigur úr býtum. Síðast vann Todd Hamilton Opna breska þegar það fór fram á Royal Troon en síðasti kylfingurinn sem er ekki frá Bandaríkjunum til að vinna Opna breska á Royal Troon á undan Stenson var Suður-Afríkumaðurinn Bobby Locke. Stenson kom fram smá hefndum í gær en hann og Mickelson börðust um sigurinn á Opna breska fyrir þremur árum. Þá hafði sá bandaríski betur. Nú var komið að þeim sænska. tomas@365.is Golf Tengdar fréttir Bætti sextán ára gamalt met Tiger og 23 ára gamalt met Norman Kylfingurinn Henrik Stenson skrifaði sig í sögubækurnar er hann varð fyrsti sænski kylfingurinn til að vinna eitt af risamótunum í golfi en hann bætti með því 16 ára gamalt met Tiger Woods og 23 ára gamalt met Greg Norman. 17. júlí 2016 17:34 Henrik Stenson fyrsti Svíinn sem vinnur risamót Bætti tvö stærstu metin á opna breska meistaramótinu á leið sinni að sínum fyrsta sigri á risamóti. 17. júlí 2016 17:30 Stenson kyssti könnuna og tileinkaði sigurinn vini sínum sem lést rétt fyrir mót Svíinn missti góðan vin daginn fyrir opna breska meistaramótið. 17. júlí 2016 17:59 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Svíinn Henrik Stenson varð í gær fyrsti sænski karlinn sem vinnur risamót í golfi en hann hafði betur á Opna breska meistaramótinu í mögnuðu einvígi gegn Bandaríkjamanninum Phil Mickelson. Pútterinn hjá Stenson var svo heitur að það sætir furðu að maðurinn þyrfti ekki ofnhanska til að halda um hann á Royal Troon-vellinum í Skotlandi í gær. Stenson fór lokahringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari og kláraði hringina fjóra á 264 höggum eða 20 höggum undir pari. Þetta er einfaldlega besta frammistaða sögunnar á þessu virtasta og stærsta risamóti hvers árs. Svíinn bætti 16 ára gamalt met Tigers Woods sem vann Opna breska á 19 höggum undir pari árið 2000 og einnig eru þetta fæstu högg í sögunni en metið átti Ástralinn Greg Norman. Hann vann Opna breska á 267 höggum árið 1993.Spilaði fyrir látinn vin sinn Tilfinningarnar voru við það að bera Stenson ofurliði þegar hann tileinkaði sigurinn góðvini sínum Mike Gerbich, 74 ára gömlum Bandaríkjamanni sem lést á miðvikudaginn, degi áður en Opna breska meistaramótið hófst. Stenson spilaði með sorgarband á fyrsta degi til minningar um þennan mikla vin sinn sem hann kynntist í Dúbaí. „Ég missti góðan vin á miðvikudaginn sem barðist við krabbamein. Hann var með mér alla vikuna. Þetta er fyrir Mike,“ sagði Stenson er hann kyssti Silfurkönnuna, sigurlaunin á Opna breska, og hóf hana á loft í minningu vinar síns.Rauf bandaríska einokun Það kom fáum á óvart að Bandaríkjamenn röðuðu sér mjög snemma á mótinu í öll efstu sætin og að hinn bandaríski Phil Mickelson væri í baráttunni til síðustu holu. Bandaríkjamönnum hefur nefnilega liðið mjög vel á Royal Troon-vellinum. Í síðustu fimm skipti fyrir síðustu helgi sem spilað var á vellinum bar Bandaríkjamaður sigur úr býtum. Síðast vann Todd Hamilton Opna breska þegar það fór fram á Royal Troon en síðasti kylfingurinn sem er ekki frá Bandaríkjunum til að vinna Opna breska á Royal Troon á undan Stenson var Suður-Afríkumaðurinn Bobby Locke. Stenson kom fram smá hefndum í gær en hann og Mickelson börðust um sigurinn á Opna breska fyrir þremur árum. Þá hafði sá bandaríski betur. Nú var komið að þeim sænska. tomas@365.is
Golf Tengdar fréttir Bætti sextán ára gamalt met Tiger og 23 ára gamalt met Norman Kylfingurinn Henrik Stenson skrifaði sig í sögubækurnar er hann varð fyrsti sænski kylfingurinn til að vinna eitt af risamótunum í golfi en hann bætti með því 16 ára gamalt met Tiger Woods og 23 ára gamalt met Greg Norman. 17. júlí 2016 17:34 Henrik Stenson fyrsti Svíinn sem vinnur risamót Bætti tvö stærstu metin á opna breska meistaramótinu á leið sinni að sínum fyrsta sigri á risamóti. 17. júlí 2016 17:30 Stenson kyssti könnuna og tileinkaði sigurinn vini sínum sem lést rétt fyrir mót Svíinn missti góðan vin daginn fyrir opna breska meistaramótið. 17. júlí 2016 17:59 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bætti sextán ára gamalt met Tiger og 23 ára gamalt met Norman Kylfingurinn Henrik Stenson skrifaði sig í sögubækurnar er hann varð fyrsti sænski kylfingurinn til að vinna eitt af risamótunum í golfi en hann bætti með því 16 ára gamalt met Tiger Woods og 23 ára gamalt met Greg Norman. 17. júlí 2016 17:34
Henrik Stenson fyrsti Svíinn sem vinnur risamót Bætti tvö stærstu metin á opna breska meistaramótinu á leið sinni að sínum fyrsta sigri á risamóti. 17. júlí 2016 17:30
Stenson kyssti könnuna og tileinkaði sigurinn vini sínum sem lést rétt fyrir mót Svíinn missti góðan vin daginn fyrir opna breska meistaramótið. 17. júlí 2016 17:59