Spieth lauk loksins hring á stórmóti undir pari Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. júlí 2016 16:28 Spieth slær upphafshöggið á þriðju holu fyrr í dag. Vísir/Getty Kylfingurinn Jordan Spieth lék loksins hring undir pari á stórmóti í golfi í dag er hann lauk leik á Opna breska meistaramótinu eftir 10 hringi í röð yfir pari. Hinn 22 árs gamli Spieth vakti mikla athygli á síðasta ári þegar hann bar sigur úr býtum á fyrstu tveimur stórmótum ársins. Spieth var í raun ekki langt frá því að vinna öll fjögur stórmótin en hann lenti í 4. sæti á Opna breska í fyrra og í 2. sæti á PGA-meistaramótinu. Spilamennskan hefur ekki verið sú sama í ár en allt frá öðrum hring á Masters-mótinu í vor var Spieth búinn að leika yfir pari alla hringi á stóru mótunum. Spieth sagðist ætla að byggja á spilamennsku dagsins sem innihélt þrjá fugla og einn örn fyrir PGA-meistaramótið en hann hefur tilkynnt að hann muni ekki keppa á Ólympíuleikunum í Ríó vegna ótta við Zika-veiruna. Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfingurinn Jordan Spieth lék loksins hring undir pari á stórmóti í golfi í dag er hann lauk leik á Opna breska meistaramótinu eftir 10 hringi í röð yfir pari. Hinn 22 árs gamli Spieth vakti mikla athygli á síðasta ári þegar hann bar sigur úr býtum á fyrstu tveimur stórmótum ársins. Spieth var í raun ekki langt frá því að vinna öll fjögur stórmótin en hann lenti í 4. sæti á Opna breska í fyrra og í 2. sæti á PGA-meistaramótinu. Spilamennskan hefur ekki verið sú sama í ár en allt frá öðrum hring á Masters-mótinu í vor var Spieth búinn að leika yfir pari alla hringi á stóru mótunum. Spieth sagðist ætla að byggja á spilamennsku dagsins sem innihélt þrjá fugla og einn örn fyrir PGA-meistaramótið en hann hefur tilkynnt að hann muni ekki keppa á Ólympíuleikunum í Ríó vegna ótta við Zika-veiruna.
Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira