Stenson leiðir óvænt fyrir lokahringinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. júlí 2016 18:45 Henrik stillir upp fyrir pútt á flöt í dag. Vísir/Getty Sænski kylfingurinn Henrik Stenson náði forskotinu rétt fyrir lok þriðja hrings og leiðir fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi en hann er með eins högga forskot á Phil Mickelson. Mickelson leiddi fyrir þriðja hringinn hring en hann fór hægt af stað með einn fugl á fyrstu níu á meðan Stenson sem deildi ráshóp með honum byrjaði af krafti. Stenson fékk þrjá fugla á fyrstu fjórum holunum en fylgdi því eftir með tveimur skollum á 6. og 8. braut vallarins og voru þeir því jafnir að níu holum loknum. Mickelson náði aldrei flugi á seinni níu holunum en hann fékk tvo skolla og tvo fugla. Á sama tíma fékk Stenson tvo fugla og var skollalaus og náði með því forskotinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Stenson leiðir að þremur hringjum loknum á stórmóti í golfi en það verður fróðlegt að fylgjast með rimmu þeirra á lokahringnum á morgun. Stenson hefur aldrei borið sigur úr býtum á einu af stóru fjóru mótunum í golfi en hann getur sömuleiðis orðið fyrsti Svíinn sem sigrar Opna breska meistaramótið. Bill Haas kemur næstur á sex höggum undir pari en hann átti högg dagsins þegar hann setti vipp beint í holuna úr glompunni á 8. holu vallarins. Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson náði forskotinu rétt fyrir lok þriðja hrings og leiðir fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi en hann er með eins högga forskot á Phil Mickelson. Mickelson leiddi fyrir þriðja hringinn hring en hann fór hægt af stað með einn fugl á fyrstu níu á meðan Stenson sem deildi ráshóp með honum byrjaði af krafti. Stenson fékk þrjá fugla á fyrstu fjórum holunum en fylgdi því eftir með tveimur skollum á 6. og 8. braut vallarins og voru þeir því jafnir að níu holum loknum. Mickelson náði aldrei flugi á seinni níu holunum en hann fékk tvo skolla og tvo fugla. Á sama tíma fékk Stenson tvo fugla og var skollalaus og náði með því forskotinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Stenson leiðir að þremur hringjum loknum á stórmóti í golfi en það verður fróðlegt að fylgjast með rimmu þeirra á lokahringnum á morgun. Stenson hefur aldrei borið sigur úr býtum á einu af stóru fjóru mótunum í golfi en hann getur sömuleiðis orðið fyrsti Svíinn sem sigrar Opna breska meistaramótið. Bill Haas kemur næstur á sex höggum undir pari en hann átti högg dagsins þegar hann setti vipp beint í holuna úr glompunni á 8. holu vallarins.
Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira