Sagan var líka skrifuð hér heima á Íslandi í júnímánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2016 06:00 grafík/fréttablaðið Íslenska knattspyrnusagan var ekki bara endurskrifuð á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi í júnímánuði því þá féll einnig glæsilegt met hér í deildinni heima. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, stýrði þá FH-liðinu til sigurs í 121. sinn í efstu deild og bætti met Ásgeirs Elíassonar. Ásgeir var sumarið 1997 fyrsti þjálfarinn til að vinna hundrað leiki í efstu deild og hafði sex árum fyrr bætt met Óla B. Jónssonar yfir flesta unna leiki sem þjálfari í efstu deild.16. júní 2016 Ásgeir var því búinn að eiga metið í 25 ár þegar Heimir tók það af honum 16. júní síðastliðinn. Það fór ekki mikið fyrir Pepsi-deildinni í júní enda átti Evrópumótið í Frakklandi hug þjóðarinnar en þegar betur var að gáð kom í ljós að Heimir hefði komist á toppinn. Svo skemmtilega vill til að Heimir Guðjónsson bætti metið með því að vinna sinn gamla læriföður Ólaf Jóhannsson. Ólafur og Heimir unnu þrjá Íslandsmeistaratitla, tvo þegar Heimir var fyrirliði Ólafs og einn þegar Heimir var aðstoðarþjálfari Ólafs. Heimir tók síðan við FH-liðinu fyrir 2008-tímabilið og hefur stýrt því síðan. Ólafur gæti aftur á móti náð tímamótum í sumar og orðið sjötti þjálfarinn til að vinna hundrað leiki í efstu deild. Ólafi vantar nú bara þrjá sigra upp á að ná því og enn eru tólf leikir eftir af Íslandsmótinu. Emil Pálsson tryggði Heimi metsigurinn með því að skora sigurmarkið á móti Val en Emil skoraði einnig sigurmarkið í leiknum á undan þegar Heimir jafnaði met Ásgeirs þegar FH vann 1-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum.grafík/fréttablaðiðEmil skorar söguleg sigurmörk Emil Pálsson hefur verið duglegur við að skora dýrmæt sigurmörk fyrir Heimi upp á síðkastið en það var einmitt Emil sem tryggði FH-liðinu Íslandsmeistaratitilinn síðasta haust. Það var fjórði Íslandsmeistaratitill Heimis sem þjálfari FH og sjöundi Íslandsmeistaratitill hans með félaginu en hann vann einnig tvo sem leikmaður og einn sem aðstoðarþjálfari. Heimir hefur því unnið alla leiki sína sem þjálfari FH og var fyrir nokkru búinn að slá metið yfir flesta sigurleiki með einu liði í efstu deild. Hann er líka sá eini sem hefur unnið hundrað leiki með sama félagi. Ásgeir Elíasson þjálfaði á sínum tíma þrjú félög, eða FH, Þrótt og Fram. Hann vann flesta sigrana sem þjálfari Fram eða 96 þeirra. Ásgeir vann síðan 19 sigra sem þjálfari Þróttar og 5 sigra sem þjálfari FH sumarið 1980 en það var hans fyrsta þjálfarastaða í efstu deild. Enginn leikmaður FH-liðsins hefur verið með í öllum sigurleikjunum en Atli Guðnason er ekki langt frá því. Atli Guðnason hefur spilað 116 af þessum 122 sigurleikjum Heimis sem þjálfara FH. Atli Guðnason (178 leikir) er einn af fjórum leikmönnum sem hafa náð að spila yfir hundrað deildarleiki fyrir Heimi en Davíð Þór Viðarsson (99 leikir) bætist í þann hóp í næsta leik sínum fyrir FH. Hinir þrír eru Atli Viðar Björnsson (151), Pétur Viðarsson (127) og Björn Daníel Sverrisson (108). Heimir Guðjónsson er bara rétt að byrja í boltum. Metið er komið í hús en með sama áframhaldi eru mun meiri líkur á því að hann vinni tvö hundruð leiki í efstu deild heldur en að einhverjum öðrum þjálfara takist að ná þessu meti af honum.grafík/fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Íslenska knattspyrnusagan var ekki bara endurskrifuð á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi í júnímánuði því þá féll einnig glæsilegt met hér í deildinni heima. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, stýrði þá FH-liðinu til sigurs í 121. sinn í efstu deild og bætti met Ásgeirs Elíassonar. Ásgeir var sumarið 1997 fyrsti þjálfarinn til að vinna hundrað leiki í efstu deild og hafði sex árum fyrr bætt met Óla B. Jónssonar yfir flesta unna leiki sem þjálfari í efstu deild.16. júní 2016 Ásgeir var því búinn að eiga metið í 25 ár þegar Heimir tók það af honum 16. júní síðastliðinn. Það fór ekki mikið fyrir Pepsi-deildinni í júní enda átti Evrópumótið í Frakklandi hug þjóðarinnar en þegar betur var að gáð kom í ljós að Heimir hefði komist á toppinn. Svo skemmtilega vill til að Heimir Guðjónsson bætti metið með því að vinna sinn gamla læriföður Ólaf Jóhannsson. Ólafur og Heimir unnu þrjá Íslandsmeistaratitla, tvo þegar Heimir var fyrirliði Ólafs og einn þegar Heimir var aðstoðarþjálfari Ólafs. Heimir tók síðan við FH-liðinu fyrir 2008-tímabilið og hefur stýrt því síðan. Ólafur gæti aftur á móti náð tímamótum í sumar og orðið sjötti þjálfarinn til að vinna hundrað leiki í efstu deild. Ólafi vantar nú bara þrjá sigra upp á að ná því og enn eru tólf leikir eftir af Íslandsmótinu. Emil Pálsson tryggði Heimi metsigurinn með því að skora sigurmarkið á móti Val en Emil skoraði einnig sigurmarkið í leiknum á undan þegar Heimir jafnaði met Ásgeirs þegar FH vann 1-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum.grafík/fréttablaðiðEmil skorar söguleg sigurmörk Emil Pálsson hefur verið duglegur við að skora dýrmæt sigurmörk fyrir Heimi upp á síðkastið en það var einmitt Emil sem tryggði FH-liðinu Íslandsmeistaratitilinn síðasta haust. Það var fjórði Íslandsmeistaratitill Heimis sem þjálfari FH og sjöundi Íslandsmeistaratitill hans með félaginu en hann vann einnig tvo sem leikmaður og einn sem aðstoðarþjálfari. Heimir hefur því unnið alla leiki sína sem þjálfari FH og var fyrir nokkru búinn að slá metið yfir flesta sigurleiki með einu liði í efstu deild. Hann er líka sá eini sem hefur unnið hundrað leiki með sama félagi. Ásgeir Elíasson þjálfaði á sínum tíma þrjú félög, eða FH, Þrótt og Fram. Hann vann flesta sigrana sem þjálfari Fram eða 96 þeirra. Ásgeir vann síðan 19 sigra sem þjálfari Þróttar og 5 sigra sem þjálfari FH sumarið 1980 en það var hans fyrsta þjálfarastaða í efstu deild. Enginn leikmaður FH-liðsins hefur verið með í öllum sigurleikjunum en Atli Guðnason er ekki langt frá því. Atli Guðnason hefur spilað 116 af þessum 122 sigurleikjum Heimis sem þjálfara FH. Atli Guðnason (178 leikir) er einn af fjórum leikmönnum sem hafa náð að spila yfir hundrað deildarleiki fyrir Heimi en Davíð Þór Viðarsson (99 leikir) bætist í þann hóp í næsta leik sínum fyrir FH. Hinir þrír eru Atli Viðar Björnsson (151), Pétur Viðarsson (127) og Björn Daníel Sverrisson (108). Heimir Guðjónsson er bara rétt að byrja í boltum. Metið er komið í hús en með sama áframhaldi eru mun meiri líkur á því að hann vinni tvö hundruð leiki í efstu deild heldur en að einhverjum öðrum þjálfara takist að ná þessu meti af honum.grafík/fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira