Mickelson setti vallarmet og er með þriggja högga forystu á Opna breska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2016 20:20 Mickelson var hársbreidd frá því að leika fyrsta hringinn á 62 höggum. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er með þriggja högga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. Leikið er á Royal Troon Golf Club í Ayrshire í Skotlandi.Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag lék Mickelson fyrsta hringinn á 63 höggum, eða átta undir pari. Mickelson jafnaði metið yfir fæst högg á einum hring á risamóti frá upphafi og setti vallarmet í leiðinni. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed og Þjóðverjinn Martin Keymar koma næstir á 66 höggum, eða fimm undir pari. Átta af 11 efstu kylfingum eftir fyrsta hring á Opna breska koma frá Bandaríkjunum. Ástralinn Jason Day, efsti maður heimslistans, fann sig ekki á fyrsta degi mótsins og lék á tveimur höggum yfir pari. Næstu menn á heimslistanum, Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Jordan Spieth, léku báðir á 71 höggi í dag, eða á pari vallarins. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er með þriggja högga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. Leikið er á Royal Troon Golf Club í Ayrshire í Skotlandi.Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag lék Mickelson fyrsta hringinn á 63 höggum, eða átta undir pari. Mickelson jafnaði metið yfir fæst högg á einum hring á risamóti frá upphafi og setti vallarmet í leiðinni. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed og Þjóðverjinn Martin Keymar koma næstir á 66 höggum, eða fimm undir pari. Átta af 11 efstu kylfingum eftir fyrsta hring á Opna breska koma frá Bandaríkjunum. Ástralinn Jason Day, efsti maður heimslistans, fann sig ekki á fyrsta degi mótsins og lék á tveimur höggum yfir pari. Næstu menn á heimslistanum, Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Jordan Spieth, léku báðir á 71 höggi í dag, eða á pari vallarins.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira