Fordómar í fermingu Hildur Björnsdóttir skrifar 15. júlí 2016 07:00 Ég var stödd í fermingarveislu. Hann vatt sér upp að mér og hvíslaði lágum rómi. „Sérðu konuna þarna? Þú veist að hún er með geðhvarfasýki?“ Undirtónninn uppfullur af fordómum og ummælin viðhöfð í æsifréttastíl. Ég svaraði um hæl. „Sérðu manninn þarna? Þú veist að hann er með nýrnasteina?“ Ég set mig ekki á háan hest. Annan dag undir öðrum kringumstæðum hefði tilsvar mitt kannski verið annað. Ég hefði kannski tekið undir fordómana. Ég hefði kannski sýnt sögunni áhuga. En þennan dag undir þessum kringumstæðum blasti fáránleikinn við mér. Fordómar í garð geðsjúkra eru gamalþekkt fyrirbæri. Um geðsjúkdóma eru notuð fjölmörg hversdagsleg skammaryrði og mýmörg niðrandi ummæli. Þrátt fyrir mikla umræðu og aukinn skilning virðast fordómarnir enn flögra í umræðunni. Undanliðna áratugi hefur skilningur á eðli geðsjúkdóma stóraukist. Fjölmörg árangursrík úrræði standa til boða og meðferðarmöguleikarnir eru margir. Gjarnan má því engan mun finna á geðsjúkdómum og öðrum sjúkdómum – að lokinni greiningu má finna viðeigandi meðferð eða lækningu. Sjúklingarnir verða aftur eins og venjulegt fólk - með öllum sínum kostum og göllum. Við höfum náð gríðarlegum árangri í umræðu og uppfræðslu um geðsjúkdóma, en umræðan verður að halda áfram. Fáfræðina verður að uppræta. Fordómunum verður að eyða. Fermingarveislur eru ekki vettvangur til yfirferðar á heilsufarssögu boðsgesta. Almennt hefur enginn áhuga á kíghósta móðurömmunnar eða nýrnasteinum náfrændans. Að sama skapi ætti gömul saga geðsjúkdóma ekki að sæta tíðindum. Njótum bara brauðtertunnar og hættum þessum kjaftagangi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Ég var stödd í fermingarveislu. Hann vatt sér upp að mér og hvíslaði lágum rómi. „Sérðu konuna þarna? Þú veist að hún er með geðhvarfasýki?“ Undirtónninn uppfullur af fordómum og ummælin viðhöfð í æsifréttastíl. Ég svaraði um hæl. „Sérðu manninn þarna? Þú veist að hann er með nýrnasteina?“ Ég set mig ekki á háan hest. Annan dag undir öðrum kringumstæðum hefði tilsvar mitt kannski verið annað. Ég hefði kannski tekið undir fordómana. Ég hefði kannski sýnt sögunni áhuga. En þennan dag undir þessum kringumstæðum blasti fáránleikinn við mér. Fordómar í garð geðsjúkra eru gamalþekkt fyrirbæri. Um geðsjúkdóma eru notuð fjölmörg hversdagsleg skammaryrði og mýmörg niðrandi ummæli. Þrátt fyrir mikla umræðu og aukinn skilning virðast fordómarnir enn flögra í umræðunni. Undanliðna áratugi hefur skilningur á eðli geðsjúkdóma stóraukist. Fjölmörg árangursrík úrræði standa til boða og meðferðarmöguleikarnir eru margir. Gjarnan má því engan mun finna á geðsjúkdómum og öðrum sjúkdómum – að lokinni greiningu má finna viðeigandi meðferð eða lækningu. Sjúklingarnir verða aftur eins og venjulegt fólk - með öllum sínum kostum og göllum. Við höfum náð gríðarlegum árangri í umræðu og uppfræðslu um geðsjúkdóma, en umræðan verður að halda áfram. Fáfræðina verður að uppræta. Fordómunum verður að eyða. Fermingarveislur eru ekki vettvangur til yfirferðar á heilsufarssögu boðsgesta. Almennt hefur enginn áhuga á kíghósta móðurömmunnar eða nýrnasteinum náfrændans. Að sama skapi ætti gömul saga geðsjúkdóma ekki að sæta tíðindum. Njótum bara brauðtertunnar og hættum þessum kjaftagangi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun