Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 12:41 Haydn Porteous byrjar vel í Skotlandi. vísir/getty Haydn Porteous, 22 ára gamall Suður-Afríkumaður, er í forystu á opna breska meistaramótinu í golfi en hann er á sex höggum undir pari eftir fyrri níu á fyrsta keppnisdegi. Porteous á fjóra sigra á atvinnumótaröðum að baki en hann hefur aldrei keppt á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum sem er sú sterkasta. Hann byrjaði daginn á einum erni á fyrstu fimm holunum en svo fór allt af stað. Hann nældi sér í annan örn á sjöttu holu og svo tvo fugla í röð á sjöundu og áttundu holu. Porteous er aðeins búinn að pútta þrettán sinnum á fyrstu níu holunum og er að hitta 89 prósent flatanna. Nú er spurning hvernig honum gengur á seinni níu. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er með bestan árangur þeirra sem eru búnir að klára fyrsta hringinn en hann fór Royal Troon-völlinn í Skotlandi á 66 höggum í dag eða fimm höggum undir pari. Samlandi hans, Justin Thomas, er á fjórum höggum undir pari eftir 18 holur en Bandaríkjamenn hafa unnið á Royal Troon síðustu fimm skipti sem opna breska hefur verið haldið þar. Rory McIlroy er á tveimur höggum undir pari eftir 15 holur og Bubba Watson, sem byrjaði frábærlega, er á einu höggi yfir eftir 15 holur.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending frá fyrsta hring stendur yfir á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Haydn Porteous, 22 ára gamall Suður-Afríkumaður, er í forystu á opna breska meistaramótinu í golfi en hann er á sex höggum undir pari eftir fyrri níu á fyrsta keppnisdegi. Porteous á fjóra sigra á atvinnumótaröðum að baki en hann hefur aldrei keppt á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum sem er sú sterkasta. Hann byrjaði daginn á einum erni á fyrstu fimm holunum en svo fór allt af stað. Hann nældi sér í annan örn á sjöttu holu og svo tvo fugla í röð á sjöundu og áttundu holu. Porteous er aðeins búinn að pútta þrettán sinnum á fyrstu níu holunum og er að hitta 89 prósent flatanna. Nú er spurning hvernig honum gengur á seinni níu. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er með bestan árangur þeirra sem eru búnir að klára fyrsta hringinn en hann fór Royal Troon-völlinn í Skotlandi á 66 höggum í dag eða fimm höggum undir pari. Samlandi hans, Justin Thomas, er á fjórum höggum undir pari eftir 18 holur en Bandaríkjamenn hafa unnið á Royal Troon síðustu fimm skipti sem opna breska hefur verið haldið þar. Rory McIlroy er á tveimur höggum undir pari eftir 15 holur og Bubba Watson, sem byrjaði frábærlega, er á einu höggi yfir eftir 15 holur.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending frá fyrsta hring stendur yfir á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira