Franski ferðamaðurinn sem leitað var í Sveinsgili í fyrrinótt- og í gær er látinn. Þetta staðfestir Lögreglan á Suðurlandi í samtali við Vísi en maðurinn var fæddur árið 1989.
Maðurinn var á göngu ásamt samlanda sínum um svæðið Fjallabak nyrðra. Þeir voru í dagsferð og höfðu lagt af stað frá Landmannalaugum. Maðurinn rann af snjóbrú og út í á sem rann undir hjarnið.
Björgunarsveitir áttu ekki hægt um vik að staðsetja manninn en það tókst á tíunda tímanum í gær.
Björgunarsveitir náðu að losa lík mannsins sem var skorðað undir snjóhengjunni og hefur það verið flutt til byggða.
Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. Haft hefur verið samband við franska sendiráðið hér á landi sem vinnur að því að hafa samband við ættingja mannsins.
Ferðamaðurinn í Sveinsgili látinn

Tengdar fréttir

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina
Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi.

Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni
Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið.