Hlustendur Útvarps Sögu Þjóðfylkingarfólk upp til hópa Jakob Bjarnar skrifar 12. júlí 2016 10:29 Könnun Útvarps Sögu hafa Þjóðfylkingarmenn til marks um mikinn meðbyr. Útvarpsstöðin Útvarp Saga efndi til skoðanakönnunar á vef sínum um fylgi flokka dagana 8. til 11. júlí og þar var langefst á blaði Íslenska þjóðfylkingin og mældist hún með 34 prósent.Kannski ekki þverskurður þjóðarinnar en samtÁ Facebook-síðu flokksins, sem hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum, er þessu tekið sem vísbendingu um mikinn meðbyr. Jón Valur Jensson, sem hefur verið virkur meðlimur flokksins sem og virkur álitsgjafi á Sögu, segir reyndar að trauðla verði því haldið fram að skoðanakannanir á vef Útvarps Sögu gefi rétta mynd af þverskurði þjóðarinnar.Hlustendur Arnþrúðar Karlsdóttur eru, samkvæmt einum þriðja, stuðningsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar.ekg„Þessi niðurstaða endurspeglar líklega afstöðu tölvuvæddra hlustenda þessarar útvarpsstöðvar. Vitað er, að vinstri flokkarnir hafa glatað miklu trausti meðal landsmanna, þótt Vinstri græn hafi sótt nokkuð á á ný að undanförnu. En ljóst er af ofangreindu, að meðal þátttakenda í þessari nýjustu könnun Útvarps Sögu verma gömlu vinstri flokkarnir botnsætin,“ segir Jón Valur bjartsýnn.Gegn skoðanakúgun og þöggunSamkvæmt könnuninni kemur Sjálfstæðisflokkurinn næstur með tæp 18 prósent, Framsóknarflokkurinn þá með rúm 12 prósent, Píratar með 10, Flokkur fólksins með tæp sjö, Viðreisn með 6, Samfylkingin er með rúm 3, VG tæp 3 prósent og aðrir minna.Grunnstefna ÍÞ og kennir þar ýmissa grasa.Formaður flokksins, Helgi Helgason, tekur undir með Jóni Val: „Síðustu kannanir á miðlum eins og þessum og Hringbraut gefa mjög sterkar vísbendingar um ágætt fylgi og hljómgrunn við málflutning okkar sem meðal annars er gegn skoðanakúgun og þöggun.“Hert innflytjendalöggjöfÍÞ hefur gefið út grunnstefnu og þar er meðal annars hert innflytjendalöggjöf boðuð, flugvöllurinn skal vera til frambúðar í Vatnsmýrinni, búrkur skulu bannaðar og því hafnað að moskur rísi á Íslandi. Þessi netkönnun Útvarps Sögu er reyndar ekki í nokkur einasta samhengi við aðrar kannanir sem gerðar hafa verið að undanförnu um fylgi stjórnmálaflokkanna, svo sem vikugamla könnun sem MMR – market and media resarch birti fyrir um viku en þá sú könnun tekur til dagana 27. júlí til 4. júlí. Þar kemst Íslenska þjóðfylkingin ekki svo mikið sem á blað. Hins vegar mælist Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi þar með ein tvö prósent. En, það er önnur saga. Sturla horfði að einhverju leyti til kannana Útvarps Sögu í forsetakosningunum, hvar hann fór með himinskautum, en það reyndist ávísun á vonbrigði; niðurstaða kosninga var ekki í nokkru samhengi við fyrirheitin sem þar voru gefin. Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Útvarpsstöðin Útvarp Saga efndi til skoðanakönnunar á vef sínum um fylgi flokka dagana 8. til 11. júlí og þar var langefst á blaði Íslenska þjóðfylkingin og mældist hún með 34 prósent.Kannski ekki þverskurður þjóðarinnar en samtÁ Facebook-síðu flokksins, sem hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum, er þessu tekið sem vísbendingu um mikinn meðbyr. Jón Valur Jensson, sem hefur verið virkur meðlimur flokksins sem og virkur álitsgjafi á Sögu, segir reyndar að trauðla verði því haldið fram að skoðanakannanir á vef Útvarps Sögu gefi rétta mynd af þverskurði þjóðarinnar.Hlustendur Arnþrúðar Karlsdóttur eru, samkvæmt einum þriðja, stuðningsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar.ekg„Þessi niðurstaða endurspeglar líklega afstöðu tölvuvæddra hlustenda þessarar útvarpsstöðvar. Vitað er, að vinstri flokkarnir hafa glatað miklu trausti meðal landsmanna, þótt Vinstri græn hafi sótt nokkuð á á ný að undanförnu. En ljóst er af ofangreindu, að meðal þátttakenda í þessari nýjustu könnun Útvarps Sögu verma gömlu vinstri flokkarnir botnsætin,“ segir Jón Valur bjartsýnn.Gegn skoðanakúgun og þöggunSamkvæmt könnuninni kemur Sjálfstæðisflokkurinn næstur með tæp 18 prósent, Framsóknarflokkurinn þá með rúm 12 prósent, Píratar með 10, Flokkur fólksins með tæp sjö, Viðreisn með 6, Samfylkingin er með rúm 3, VG tæp 3 prósent og aðrir minna.Grunnstefna ÍÞ og kennir þar ýmissa grasa.Formaður flokksins, Helgi Helgason, tekur undir með Jóni Val: „Síðustu kannanir á miðlum eins og þessum og Hringbraut gefa mjög sterkar vísbendingar um ágætt fylgi og hljómgrunn við málflutning okkar sem meðal annars er gegn skoðanakúgun og þöggun.“Hert innflytjendalöggjöfÍÞ hefur gefið út grunnstefnu og þar er meðal annars hert innflytjendalöggjöf boðuð, flugvöllurinn skal vera til frambúðar í Vatnsmýrinni, búrkur skulu bannaðar og því hafnað að moskur rísi á Íslandi. Þessi netkönnun Útvarps Sögu er reyndar ekki í nokkur einasta samhengi við aðrar kannanir sem gerðar hafa verið að undanförnu um fylgi stjórnmálaflokkanna, svo sem vikugamla könnun sem MMR – market and media resarch birti fyrir um viku en þá sú könnun tekur til dagana 27. júlí til 4. júlí. Þar kemst Íslenska þjóðfylkingin ekki svo mikið sem á blað. Hins vegar mælist Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi þar með ein tvö prósent. En, það er önnur saga. Sturla horfði að einhverju leyti til kannana Útvarps Sögu í forsetakosningunum, hvar hann fór með himinskautum, en það reyndist ávísun á vonbrigði; niðurstaða kosninga var ekki í nokkru samhengi við fyrirheitin sem þar voru gefin.
Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira