Spieth fer ekki á ÓL og því vantar fjóra bestu kylfinga heims í Ríó Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júlí 2016 17:45 Jordan Spieth var spenntur en virðist nú hræddur við að fara. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth er hættur við að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó en golf snýr aftur sem Ólympíuíþrótt eftir 112 ára fjarveru frá leikunum. Peter Dawson, forseti Alþjóðagolfsambandsins, tilkynnti þetta í dag en Spieth ber við heilsufarsástæðum. Nú er ljóst að fjóra bestu kylfinga heims mun vantar á ÓL; Jason Day (Ástralíu), Dustin Johnson (BNA), Rory McIlroy (Bretland) og Spieth (BNA). Day, Johnson og McIlroy voru allir búnir að draga sig úr keppni vegna Zika-veirunnar sem margir íþróttamenn hafa áhyggjur af. Zika-veiran veldur fósturskaða og sögðu bæði Day og Johnson að þeir ætluðu sér að eignast fleiri börb. McIlroy er trúlofaður og sagðist ætla að fara að huga að því að stækka fjölskylduna. Spieth nefndi Zika-veiruna ekki á nafn en fastlega má reikna með því að hann sé hættur við vegna hennar. Þessi ungi Texas-strákur var mjög spenntur fyrir því að keppa á ÓL þar til fyrir um mánuði síðan þegar hann byrjaði fyrst að tala um Zika-veiruna og öryggismál. Átta af fimmtán bestu kylfingum heims verða á ÓL í Ríó en það er áfall fyrir íþróttina að fjóra bestu kylfinga heims vanti þegar golfið snýr aftur á stærsta íþróttaviðburð heims. Matt Kuchar tekur sæti Spieth í Ríó og verða Bandaríkin áfram með fjóra kylfinga á leikunum. Engin þjóð verður með fleiri kylfinga. Bubba Watson, Rickie Fowler og Patrick Reed eru hinir þrír Bandaríkjamennirnir. Golf Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth er hættur við að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó en golf snýr aftur sem Ólympíuíþrótt eftir 112 ára fjarveru frá leikunum. Peter Dawson, forseti Alþjóðagolfsambandsins, tilkynnti þetta í dag en Spieth ber við heilsufarsástæðum. Nú er ljóst að fjóra bestu kylfinga heims mun vantar á ÓL; Jason Day (Ástralíu), Dustin Johnson (BNA), Rory McIlroy (Bretland) og Spieth (BNA). Day, Johnson og McIlroy voru allir búnir að draga sig úr keppni vegna Zika-veirunnar sem margir íþróttamenn hafa áhyggjur af. Zika-veiran veldur fósturskaða og sögðu bæði Day og Johnson að þeir ætluðu sér að eignast fleiri börb. McIlroy er trúlofaður og sagðist ætla að fara að huga að því að stækka fjölskylduna. Spieth nefndi Zika-veiruna ekki á nafn en fastlega má reikna með því að hann sé hættur við vegna hennar. Þessi ungi Texas-strákur var mjög spenntur fyrir því að keppa á ÓL þar til fyrir um mánuði síðan þegar hann byrjaði fyrst að tala um Zika-veiruna og öryggismál. Átta af fimmtán bestu kylfingum heims verða á ÓL í Ríó en það er áfall fyrir íþróttina að fjóra bestu kylfinga heims vanti þegar golfið snýr aftur á stærsta íþróttaviðburð heims. Matt Kuchar tekur sæti Spieth í Ríó og verða Bandaríkin áfram með fjóra kylfinga á leikunum. Engin þjóð verður með fleiri kylfinga. Bubba Watson, Rickie Fowler og Patrick Reed eru hinir þrír Bandaríkjamennirnir.
Golf Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira