Spieth fer ekki á ÓL og því vantar fjóra bestu kylfinga heims í Ríó Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júlí 2016 17:45 Jordan Spieth var spenntur en virðist nú hræddur við að fara. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth er hættur við að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó en golf snýr aftur sem Ólympíuíþrótt eftir 112 ára fjarveru frá leikunum. Peter Dawson, forseti Alþjóðagolfsambandsins, tilkynnti þetta í dag en Spieth ber við heilsufarsástæðum. Nú er ljóst að fjóra bestu kylfinga heims mun vantar á ÓL; Jason Day (Ástralíu), Dustin Johnson (BNA), Rory McIlroy (Bretland) og Spieth (BNA). Day, Johnson og McIlroy voru allir búnir að draga sig úr keppni vegna Zika-veirunnar sem margir íþróttamenn hafa áhyggjur af. Zika-veiran veldur fósturskaða og sögðu bæði Day og Johnson að þeir ætluðu sér að eignast fleiri börb. McIlroy er trúlofaður og sagðist ætla að fara að huga að því að stækka fjölskylduna. Spieth nefndi Zika-veiruna ekki á nafn en fastlega má reikna með því að hann sé hættur við vegna hennar. Þessi ungi Texas-strákur var mjög spenntur fyrir því að keppa á ÓL þar til fyrir um mánuði síðan þegar hann byrjaði fyrst að tala um Zika-veiruna og öryggismál. Átta af fimmtán bestu kylfingum heims verða á ÓL í Ríó en það er áfall fyrir íþróttina að fjóra bestu kylfinga heims vanti þegar golfið snýr aftur á stærsta íþróttaviðburð heims. Matt Kuchar tekur sæti Spieth í Ríó og verða Bandaríkin áfram með fjóra kylfinga á leikunum. Engin þjóð verður með fleiri kylfinga. Bubba Watson, Rickie Fowler og Patrick Reed eru hinir þrír Bandaríkjamennirnir. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth er hættur við að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó en golf snýr aftur sem Ólympíuíþrótt eftir 112 ára fjarveru frá leikunum. Peter Dawson, forseti Alþjóðagolfsambandsins, tilkynnti þetta í dag en Spieth ber við heilsufarsástæðum. Nú er ljóst að fjóra bestu kylfinga heims mun vantar á ÓL; Jason Day (Ástralíu), Dustin Johnson (BNA), Rory McIlroy (Bretland) og Spieth (BNA). Day, Johnson og McIlroy voru allir búnir að draga sig úr keppni vegna Zika-veirunnar sem margir íþróttamenn hafa áhyggjur af. Zika-veiran veldur fósturskaða og sögðu bæði Day og Johnson að þeir ætluðu sér að eignast fleiri börb. McIlroy er trúlofaður og sagðist ætla að fara að huga að því að stækka fjölskylduna. Spieth nefndi Zika-veiruna ekki á nafn en fastlega má reikna með því að hann sé hættur við vegna hennar. Þessi ungi Texas-strákur var mjög spenntur fyrir því að keppa á ÓL þar til fyrir um mánuði síðan þegar hann byrjaði fyrst að tala um Zika-veiruna og öryggismál. Átta af fimmtán bestu kylfingum heims verða á ÓL í Ríó en það er áfall fyrir íþróttina að fjóra bestu kylfinga heims vanti þegar golfið snýr aftur á stærsta íþróttaviðburð heims. Matt Kuchar tekur sæti Spieth í Ríó og verða Bandaríkin áfram með fjóra kylfinga á leikunum. Engin þjóð verður með fleiri kylfinga. Bubba Watson, Rickie Fowler og Patrick Reed eru hinir þrír Bandaríkjamennirnir.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira