Spieth fer ekki á ÓL og því vantar fjóra bestu kylfinga heims í Ríó Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júlí 2016 17:45 Jordan Spieth var spenntur en virðist nú hræddur við að fara. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth er hættur við að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó en golf snýr aftur sem Ólympíuíþrótt eftir 112 ára fjarveru frá leikunum. Peter Dawson, forseti Alþjóðagolfsambandsins, tilkynnti þetta í dag en Spieth ber við heilsufarsástæðum. Nú er ljóst að fjóra bestu kylfinga heims mun vantar á ÓL; Jason Day (Ástralíu), Dustin Johnson (BNA), Rory McIlroy (Bretland) og Spieth (BNA). Day, Johnson og McIlroy voru allir búnir að draga sig úr keppni vegna Zika-veirunnar sem margir íþróttamenn hafa áhyggjur af. Zika-veiran veldur fósturskaða og sögðu bæði Day og Johnson að þeir ætluðu sér að eignast fleiri börb. McIlroy er trúlofaður og sagðist ætla að fara að huga að því að stækka fjölskylduna. Spieth nefndi Zika-veiruna ekki á nafn en fastlega má reikna með því að hann sé hættur við vegna hennar. Þessi ungi Texas-strákur var mjög spenntur fyrir því að keppa á ÓL þar til fyrir um mánuði síðan þegar hann byrjaði fyrst að tala um Zika-veiruna og öryggismál. Átta af fimmtán bestu kylfingum heims verða á ÓL í Ríó en það er áfall fyrir íþróttina að fjóra bestu kylfinga heims vanti þegar golfið snýr aftur á stærsta íþróttaviðburð heims. Matt Kuchar tekur sæti Spieth í Ríó og verða Bandaríkin áfram með fjóra kylfinga á leikunum. Engin þjóð verður með fleiri kylfinga. Bubba Watson, Rickie Fowler og Patrick Reed eru hinir þrír Bandaríkjamennirnir. Golf Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Körfubolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth er hættur við að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó en golf snýr aftur sem Ólympíuíþrótt eftir 112 ára fjarveru frá leikunum. Peter Dawson, forseti Alþjóðagolfsambandsins, tilkynnti þetta í dag en Spieth ber við heilsufarsástæðum. Nú er ljóst að fjóra bestu kylfinga heims mun vantar á ÓL; Jason Day (Ástralíu), Dustin Johnson (BNA), Rory McIlroy (Bretland) og Spieth (BNA). Day, Johnson og McIlroy voru allir búnir að draga sig úr keppni vegna Zika-veirunnar sem margir íþróttamenn hafa áhyggjur af. Zika-veiran veldur fósturskaða og sögðu bæði Day og Johnson að þeir ætluðu sér að eignast fleiri börb. McIlroy er trúlofaður og sagðist ætla að fara að huga að því að stækka fjölskylduna. Spieth nefndi Zika-veiruna ekki á nafn en fastlega má reikna með því að hann sé hættur við vegna hennar. Þessi ungi Texas-strákur var mjög spenntur fyrir því að keppa á ÓL þar til fyrir um mánuði síðan þegar hann byrjaði fyrst að tala um Zika-veiruna og öryggismál. Átta af fimmtán bestu kylfingum heims verða á ÓL í Ríó en það er áfall fyrir íþróttina að fjóra bestu kylfinga heims vanti þegar golfið snýr aftur á stærsta íþróttaviðburð heims. Matt Kuchar tekur sæti Spieth í Ríó og verða Bandaríkin áfram með fjóra kylfinga á leikunum. Engin þjóð verður með fleiri kylfinga. Bubba Watson, Rickie Fowler og Patrick Reed eru hinir þrír Bandaríkjamennirnir.
Golf Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Körfubolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira