UFC selt fyrir tæplega 500 milljarða Tómas þór Þórðarson skrifar 11. júlí 2016 17:00 Dana White verður áfram forseti. vísir/afp UFC, Ultimate Fighting Championship, var í gær selt fyrir fjóra milljarða dala eða tæplega 500 milljarða íslenskra króna. UFC er bardagasambandið sem Gunnar Nelson berst innan en það er langstærst í heimi blandaðra bardagalista. Það var fjárfestingahópur undir forystu umboðsrisans WME-IMG sem keypti UFC en gengið var endanlega frá sölunni á sunnudaginn og starfsmönnum UFC var tilkynnt um breytt eignarhald með tölvupósti í gær. Engin íþrótt í Bandaríkjunum hefur vaxið jafnhratt og UFC undanfarin ár en bræðurnir Lorenzo og Frank Fertitta keyptu sambandið fyrir tvær milljónir dala eða 250 milljónir króna árið 2001. Hagnaður þeirra á síðustu fimmtán árum er svakalegur. Bræðurnir keyptu UFC ásamt vini sínum úr menntaskóla, Dana White. White var gerður að forseta sambandsins en undir hans forystu hefur UFC vaxið hratt og örugglega. Hann verður áfram forseti UFC en Fertitta-bræðurnir stíga til hliðar. Þeir halda þó tíu prósent hlut í gegnum eignarhaldsfélag sitt. UFC var fyrst stofnað árið 1993 og mætti mikilli andúð. Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain sagði opinberlega á árdögum blandaðra bardagalista að þetta væri ekkert annað en mannlegur hanaslagur. Ekki eru mörg ár síðan hann dró það til baka og sagði að ef hann væri ungur maður í dag myndi hann prófa blandaðar bardagalistir. Til að byrja með máttu UFC-kvöld aðeins fara fram í Las Vegas en þau voru bönnuð í flestum ríkjum. Í fyrra lyfti New York banni sínu á UFC og er það nú leyfilegt í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna. MMA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland | Pressa á Heimi Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Sjá meira
UFC, Ultimate Fighting Championship, var í gær selt fyrir fjóra milljarða dala eða tæplega 500 milljarða íslenskra króna. UFC er bardagasambandið sem Gunnar Nelson berst innan en það er langstærst í heimi blandaðra bardagalista. Það var fjárfestingahópur undir forystu umboðsrisans WME-IMG sem keypti UFC en gengið var endanlega frá sölunni á sunnudaginn og starfsmönnum UFC var tilkynnt um breytt eignarhald með tölvupósti í gær. Engin íþrótt í Bandaríkjunum hefur vaxið jafnhratt og UFC undanfarin ár en bræðurnir Lorenzo og Frank Fertitta keyptu sambandið fyrir tvær milljónir dala eða 250 milljónir króna árið 2001. Hagnaður þeirra á síðustu fimmtán árum er svakalegur. Bræðurnir keyptu UFC ásamt vini sínum úr menntaskóla, Dana White. White var gerður að forseta sambandsins en undir hans forystu hefur UFC vaxið hratt og örugglega. Hann verður áfram forseti UFC en Fertitta-bræðurnir stíga til hliðar. Þeir halda þó tíu prósent hlut í gegnum eignarhaldsfélag sitt. UFC var fyrst stofnað árið 1993 og mætti mikilli andúð. Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain sagði opinberlega á árdögum blandaðra bardagalista að þetta væri ekkert annað en mannlegur hanaslagur. Ekki eru mörg ár síðan hann dró það til baka og sagði að ef hann væri ungur maður í dag myndi hann prófa blandaðar bardagalistir. Til að byrja með máttu UFC-kvöld aðeins fara fram í Las Vegas en þau voru bönnuð í flestum ríkjum. Í fyrra lyfti New York banni sínu á UFC og er það nú leyfilegt í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna.
MMA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland | Pressa á Heimi Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn