UFC selt fyrir tæplega 500 milljarða Tómas þór Þórðarson skrifar 11. júlí 2016 17:00 Dana White verður áfram forseti. vísir/afp UFC, Ultimate Fighting Championship, var í gær selt fyrir fjóra milljarða dala eða tæplega 500 milljarða íslenskra króna. UFC er bardagasambandið sem Gunnar Nelson berst innan en það er langstærst í heimi blandaðra bardagalista. Það var fjárfestingahópur undir forystu umboðsrisans WME-IMG sem keypti UFC en gengið var endanlega frá sölunni á sunnudaginn og starfsmönnum UFC var tilkynnt um breytt eignarhald með tölvupósti í gær. Engin íþrótt í Bandaríkjunum hefur vaxið jafnhratt og UFC undanfarin ár en bræðurnir Lorenzo og Frank Fertitta keyptu sambandið fyrir tvær milljónir dala eða 250 milljónir króna árið 2001. Hagnaður þeirra á síðustu fimmtán árum er svakalegur. Bræðurnir keyptu UFC ásamt vini sínum úr menntaskóla, Dana White. White var gerður að forseta sambandsins en undir hans forystu hefur UFC vaxið hratt og örugglega. Hann verður áfram forseti UFC en Fertitta-bræðurnir stíga til hliðar. Þeir halda þó tíu prósent hlut í gegnum eignarhaldsfélag sitt. UFC var fyrst stofnað árið 1993 og mætti mikilli andúð. Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain sagði opinberlega á árdögum blandaðra bardagalista að þetta væri ekkert annað en mannlegur hanaslagur. Ekki eru mörg ár síðan hann dró það til baka og sagði að ef hann væri ungur maður í dag myndi hann prófa blandaðar bardagalistir. Til að byrja með máttu UFC-kvöld aðeins fara fram í Las Vegas en þau voru bönnuð í flestum ríkjum. Í fyrra lyfti New York banni sínu á UFC og er það nú leyfilegt í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna. MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
UFC, Ultimate Fighting Championship, var í gær selt fyrir fjóra milljarða dala eða tæplega 500 milljarða íslenskra króna. UFC er bardagasambandið sem Gunnar Nelson berst innan en það er langstærst í heimi blandaðra bardagalista. Það var fjárfestingahópur undir forystu umboðsrisans WME-IMG sem keypti UFC en gengið var endanlega frá sölunni á sunnudaginn og starfsmönnum UFC var tilkynnt um breytt eignarhald með tölvupósti í gær. Engin íþrótt í Bandaríkjunum hefur vaxið jafnhratt og UFC undanfarin ár en bræðurnir Lorenzo og Frank Fertitta keyptu sambandið fyrir tvær milljónir dala eða 250 milljónir króna árið 2001. Hagnaður þeirra á síðustu fimmtán árum er svakalegur. Bræðurnir keyptu UFC ásamt vini sínum úr menntaskóla, Dana White. White var gerður að forseta sambandsins en undir hans forystu hefur UFC vaxið hratt og örugglega. Hann verður áfram forseti UFC en Fertitta-bræðurnir stíga til hliðar. Þeir halda þó tíu prósent hlut í gegnum eignarhaldsfélag sitt. UFC var fyrst stofnað árið 1993 og mætti mikilli andúð. Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain sagði opinberlega á árdögum blandaðra bardagalista að þetta væri ekkert annað en mannlegur hanaslagur. Ekki eru mörg ár síðan hann dró það til baka og sagði að ef hann væri ungur maður í dag myndi hann prófa blandaðar bardagalistir. Til að byrja með máttu UFC-kvöld aðeins fara fram í Las Vegas en þau voru bönnuð í flestum ríkjum. Í fyrra lyfti New York banni sínu á UFC og er það nú leyfilegt í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna.
MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira