Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 2-1 | Halldór Orri hetja Garðbæinga Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum í Garðabæ skrifar 11. júlí 2016 22:00 Halldór Orri skoraði bæði mörk Stjörnunnar. vísir/stefán Stjarnan lyfti sér upp í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 2-1 sigri á Fjölni á Samsung-vellinum í 10. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Halldór Orri Björnsson skoraði bæði mörk Stjörnumanna sem þurftu svo sannarlega á sigri að halda eftir tapið fyrir ÍA í síðustu umferð. Fjölnismenn spiluðu fínan leik en Duwayne Kerr í marki Stjörnunnar reyndist þeim erfiður. Halldór Orri kom heimamönnum yfir á 13. mínútu en Martin Lund Pedersen jafnaði metin eftir klukkutíma leik. Halldór Orri skoraði svo sigurmarkið með skalla eftir fyrirgjöf Jóhanns Laxdal þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Fjölnismenn eru enn í 2. sæti deildarinnar en þeir hefðu farið á toppinn með sigri í Garðabænum í kvöld.Af hverju vann Stjarnan? Fyrri hálfleikurinn var frábær skemmtun, opinn og hraður og bæði lið fengu sín færi. Stjörnumenn byrjuðu og enduðu fyrri hálfleikinn vel en í millitíðinni voru Fjölnismenn sterkari aðilinn. Kerr reyndist þeim þó erfiður ljár í þúfu en hann varði oft vel. Garðbæingar voru svo alltaf hættulegir í skyndisóknum og voru ófeimnir við að setja boltann inn fyrir vörn Fjölnis sem var hátt uppi á vellinum. Í seinni hálfleik róaðist leikurinn talsvert. Pedersen jafnaði metin á 60. mínútu en Stjörnumenn héldu sjó og Halldór Orri skoraði öðru sinni þegar korter var eftir. Stjörnumenn spiluðu svo sinn besta varnarleik á lokamínútum leiksins, héldu út og lönduðu stigunum þremur.Þessir stóðu upp úr Eins og áður sagði var fyrri hálfleikurinn mjög opinn og leikmenn á borð við Hilmar Árna Halldórsson og Pedersen nýttu sér það til hins ítrasta. Halldór var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann fann sér ítrekað pláss milli miðju og varnar Fjölnisliðsins og skapaði mikla hættu. Pedersen var síógnandi allan leikinn og er einfaldlega búinn að vera einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. Þórir Guðjónsson var mjög góður í fyrri hálfleik og Birnir Snær Ingason var sprækur. Eins og fyrr sagði var Kerr öflugur í Stjörnumarkinu, Guðjón Baldvinsson var duglegur að vanda og Halldór Orri skoraði mörkin tvö sem tryggðu sigurinn.Hvað gekk illa? Varnarleikur liðanna var ansi vafasamur í fyrri hálfleik. Fjölnismenn spiluðu leikkerfið 4-4-2 sem gerði þeim kleift að setja mikinn þrýsting á vörn Stjörnunnar. Það gerði það einnig að verkum að þeir voru undirmannaðir á miðjunni og fyrir vikið lék Hilmar Árni lausum hala. Bæði lið spiluðu með varnarlínuna sína hátt uppi á vellinum og það var því alltaf pláss til að senda boltann í. Þá var maðurinn með boltann sjaldan settur undir mikla pressu. En Stjörnumenn voru mun þéttari eftir hlé og þeir styrktust eftir því sem leið á leikinn á meðan Fjölnismenn koðnuðu svolítið niður eftir seinna mark Halldórs Orra.Hvað gerist næst? Framundan hjá Stjörnunni eru tveir útileikir gegn Víkingi Ó. og Fylki. Þrátt fyrir allt eru Garðbæingar bara fjórum stigum á eftir toppliði FH en þeir þurfa að vinna þessa tvo leiki til að halda sér í toppbaráttunni. Fjölnismenn verða að vera fljótir að jafna sig á þessu tapi en þeir mæta Breiðabliki og Val á heimavelli í næstu tveimur leikjum sínum.Rúnar Páll: Vorum þéttari í seinni hálfleik „Við erum mjög ánægðir með þessi þrjú stig. Það var mikil barátta í þessum leik og andstæðingurinn var mjög erfiður, þannig að við erum mjög sáttir,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á Fjölni í kvöld. Stjörnumenn lentu í vandræðum í fyrri hálfleik en voru mun þéttari fyrir eftir hlé. „Við vorum svolítið opnir á tíma í fyrri hálfleik. Við reyndum að vera aðeins þéttari og það gekk ágætlega. Kantmennirnir drógu sig inn á völlinn og við færðum Baldur [Sigurðsson] aðeins aftar,“ sagði Rúnar Páll. „Við fengum reyndar mark í andlitið en skorum svo frábært mark eftir góða sókn. Það var mjög ánægjulegt að sjá boltann inni og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá þrjú stig.“ Jamaíkamaðurinn Duwayne Kerr var frábær í marki Stjörnunnar í kvöld og Rúnar Páll var að vonum ánægður með hans frammistöðu. „Það skipti miklu máli að fá góðan leik frá honum. Allt liðið var líka á tánum í þessum leik og ég er ánægður með frammistöðu leikmannanna,“ sagði Rúnar Páll að lokum.Ágúst: Vorum flottir í dag Ágústi Gylfasyni, þjálfara Fjölnis, fannst sínir menn sterkari aðilinn í leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. „Mér fannst við vera betri. Við lögðum okkur 100% fram í leiknum. Þetta var baráttuleikur, sérstaklega í fyrri hálfleik en þetta datt með þeim. Það var mikið af vafaatriðum í þessum leik sem ég þarf að skoða betur,“ sagði Ágúst. Hann segist ekki hafa séð atvikið þegar Ægir Jarl Jónasson skoraði í uppbótartíma en var dæmdur rangstæður vel. „Ef hann dæmir rangstöðu hlýtur það að vera rangstaða. En við breytum ekkert úrslitum leiksins með því að væla yfir því. „Ég var ánægður með strákana, þeir stóðu sig vel og við vorum nokkuð flottir í þessum leik. Stjörnumenn áttu í basli með okkur og það er fúlt að fá ekki neitt út úr leiknum.“ Fyrri hálfleikurinn var mjög opinn og bæði lið voru veik fyrir boltum inn fyrir. Ágúst viðurkennir að það sé meðvituð áhætta sem Fjölnismenn taki. „Við erum með þannig lið að við viljum liggja ofarlega og það er hugsanlega pláss fyrir aftan okkur. Það er okkar leikstíll. Við erum ákveðnir fram á við og sköpuðum okkur fullt af færum í dag,“ sagði Ágúst. Fjölnismenn spiluðu síðast leik 24. júní og Ágúst segir að þetta langa hlé hafi sett strik í reikning þeirra. „Það hafði mikil áhrif í undirbúningum. Við erum búnir að hafa 17 daga á milli leikja og það er erfitt að mótivera menn en við náðum því. Við vorum flottir í dag en úrslitin féllu ekki með okkur,“ sagði Ágúst að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Stjarnan lyfti sér upp í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 2-1 sigri á Fjölni á Samsung-vellinum í 10. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Halldór Orri Björnsson skoraði bæði mörk Stjörnumanna sem þurftu svo sannarlega á sigri að halda eftir tapið fyrir ÍA í síðustu umferð. Fjölnismenn spiluðu fínan leik en Duwayne Kerr í marki Stjörnunnar reyndist þeim erfiður. Halldór Orri kom heimamönnum yfir á 13. mínútu en Martin Lund Pedersen jafnaði metin eftir klukkutíma leik. Halldór Orri skoraði svo sigurmarkið með skalla eftir fyrirgjöf Jóhanns Laxdal þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Fjölnismenn eru enn í 2. sæti deildarinnar en þeir hefðu farið á toppinn með sigri í Garðabænum í kvöld.Af hverju vann Stjarnan? Fyrri hálfleikurinn var frábær skemmtun, opinn og hraður og bæði lið fengu sín færi. Stjörnumenn byrjuðu og enduðu fyrri hálfleikinn vel en í millitíðinni voru Fjölnismenn sterkari aðilinn. Kerr reyndist þeim þó erfiður ljár í þúfu en hann varði oft vel. Garðbæingar voru svo alltaf hættulegir í skyndisóknum og voru ófeimnir við að setja boltann inn fyrir vörn Fjölnis sem var hátt uppi á vellinum. Í seinni hálfleik róaðist leikurinn talsvert. Pedersen jafnaði metin á 60. mínútu en Stjörnumenn héldu sjó og Halldór Orri skoraði öðru sinni þegar korter var eftir. Stjörnumenn spiluðu svo sinn besta varnarleik á lokamínútum leiksins, héldu út og lönduðu stigunum þremur.Þessir stóðu upp úr Eins og áður sagði var fyrri hálfleikurinn mjög opinn og leikmenn á borð við Hilmar Árna Halldórsson og Pedersen nýttu sér það til hins ítrasta. Halldór var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann fann sér ítrekað pláss milli miðju og varnar Fjölnisliðsins og skapaði mikla hættu. Pedersen var síógnandi allan leikinn og er einfaldlega búinn að vera einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. Þórir Guðjónsson var mjög góður í fyrri hálfleik og Birnir Snær Ingason var sprækur. Eins og fyrr sagði var Kerr öflugur í Stjörnumarkinu, Guðjón Baldvinsson var duglegur að vanda og Halldór Orri skoraði mörkin tvö sem tryggðu sigurinn.Hvað gekk illa? Varnarleikur liðanna var ansi vafasamur í fyrri hálfleik. Fjölnismenn spiluðu leikkerfið 4-4-2 sem gerði þeim kleift að setja mikinn þrýsting á vörn Stjörnunnar. Það gerði það einnig að verkum að þeir voru undirmannaðir á miðjunni og fyrir vikið lék Hilmar Árni lausum hala. Bæði lið spiluðu með varnarlínuna sína hátt uppi á vellinum og það var því alltaf pláss til að senda boltann í. Þá var maðurinn með boltann sjaldan settur undir mikla pressu. En Stjörnumenn voru mun þéttari eftir hlé og þeir styrktust eftir því sem leið á leikinn á meðan Fjölnismenn koðnuðu svolítið niður eftir seinna mark Halldórs Orra.Hvað gerist næst? Framundan hjá Stjörnunni eru tveir útileikir gegn Víkingi Ó. og Fylki. Þrátt fyrir allt eru Garðbæingar bara fjórum stigum á eftir toppliði FH en þeir þurfa að vinna þessa tvo leiki til að halda sér í toppbaráttunni. Fjölnismenn verða að vera fljótir að jafna sig á þessu tapi en þeir mæta Breiðabliki og Val á heimavelli í næstu tveimur leikjum sínum.Rúnar Páll: Vorum þéttari í seinni hálfleik „Við erum mjög ánægðir með þessi þrjú stig. Það var mikil barátta í þessum leik og andstæðingurinn var mjög erfiður, þannig að við erum mjög sáttir,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á Fjölni í kvöld. Stjörnumenn lentu í vandræðum í fyrri hálfleik en voru mun þéttari fyrir eftir hlé. „Við vorum svolítið opnir á tíma í fyrri hálfleik. Við reyndum að vera aðeins þéttari og það gekk ágætlega. Kantmennirnir drógu sig inn á völlinn og við færðum Baldur [Sigurðsson] aðeins aftar,“ sagði Rúnar Páll. „Við fengum reyndar mark í andlitið en skorum svo frábært mark eftir góða sókn. Það var mjög ánægjulegt að sjá boltann inni og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá þrjú stig.“ Jamaíkamaðurinn Duwayne Kerr var frábær í marki Stjörnunnar í kvöld og Rúnar Páll var að vonum ánægður með hans frammistöðu. „Það skipti miklu máli að fá góðan leik frá honum. Allt liðið var líka á tánum í þessum leik og ég er ánægður með frammistöðu leikmannanna,“ sagði Rúnar Páll að lokum.Ágúst: Vorum flottir í dag Ágústi Gylfasyni, þjálfara Fjölnis, fannst sínir menn sterkari aðilinn í leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. „Mér fannst við vera betri. Við lögðum okkur 100% fram í leiknum. Þetta var baráttuleikur, sérstaklega í fyrri hálfleik en þetta datt með þeim. Það var mikið af vafaatriðum í þessum leik sem ég þarf að skoða betur,“ sagði Ágúst. Hann segist ekki hafa séð atvikið þegar Ægir Jarl Jónasson skoraði í uppbótartíma en var dæmdur rangstæður vel. „Ef hann dæmir rangstöðu hlýtur það að vera rangstaða. En við breytum ekkert úrslitum leiksins með því að væla yfir því. „Ég var ánægður með strákana, þeir stóðu sig vel og við vorum nokkuð flottir í þessum leik. Stjörnumenn áttu í basli með okkur og það er fúlt að fá ekki neitt út úr leiknum.“ Fyrri hálfleikurinn var mjög opinn og bæði lið voru veik fyrir boltum inn fyrir. Ágúst viðurkennir að það sé meðvituð áhætta sem Fjölnismenn taki. „Við erum með þannig lið að við viljum liggja ofarlega og það er hugsanlega pláss fyrir aftan okkur. Það er okkar leikstíll. Við erum ákveðnir fram á við og sköpuðum okkur fullt af færum í dag,“ sagði Ágúst. Fjölnismenn spiluðu síðast leik 24. júní og Ágúst segir að þetta langa hlé hafi sett strik í reikning þeirra. „Það hafði mikil áhrif í undirbúningum. Við erum búnir að hafa 17 daga á milli leikja og það er erfitt að mótivera menn en við náðum því. Við vorum flottir í dag en úrslitin féllu ekki með okkur,“ sagði Ágúst að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira