Óvænt úrslit á UFC 200 Pétur Marinó Jónsson skrifar 10. júlí 2016 11:30 Amanda Nunes gráti næst eftir sigurinn. Vísir/Getty UFC 200 fór fram í nótt og fengum við enn einu sinni nýjan bantamvigtarmeistara í kvennaflokki. Brock Lesnar sigraði í endurkomu sinni og Daniel Cormier sigraði Anderson Silva örugglega. UFC 200 var eitt stærsta bardagakvöld allra tíma og voru mörg stór nöfn sem kepptu í nótt. Amanda Nunes er nýr bantamvigtarmeistari kvenna eftir sigur á Mieshu Tate. Hún er núna þriðji meistarinn í flokknum en engum virðist takast að verja beltið eftir að Ronda Rousey tapaði. Sigurinn hjá Nunes þótti nokkuð óvæntur og mun hún sennilega mæta Rondu Rousey í sinni fyrstu titilvörn þegar Rousey snýr aftur. Tröllið Brock Lesnar minnti heldur betur á sig með sigri á Mark Hunt. Bardaginn var ekki sá glæsilegasti en Lesnar nýtti sér yfirburðar glímugetu sína til að sigra Mark Hunt á stigum. Þetta var fyrsti bardagi hans í rúm fjögur ár og spurning hvort hinn 38 ára gamli Lesnar haldi áfram í MMA eða ekki. Daniel Cormier átti ekki í miklum vandræðum með Anderson Silva og sigraði eftir dómaraákvörðun. Silva átti sína spretti en Cormier tókst að ná fellunni í hverri lotu og sigraði á stigum. Jose Aldo kom nokkuð sterkur til leiks eftir tapið gegn Conor McGregor og sigraði Frankie Edgar eftir dómaraákvörðun. Margir töldu að dagar Aldo á toppnum væru liðnir en hann sannaði það með þessum sigri að hann á nóg eftir. Fyrrum þungavigtarmeistarinn Cain Velasquez átti eina af bestu frammistöðum kvöldsins þegar hann kláraði Travis Browne í fyrstu lotu. Cain hefur verið mikið frá vegna meiðsla á undanförnum árum en minnti rækilega á sig með þessum sigri. Bardagakvöldið þótti fínasta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. 9. júlí 2016 14:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Stærsti viðburður ársins í UFC í kvöld Það má segja að jólin séu í kvöld fyrir bardagaaðdáendur. UFC 200 er í kvöld og er óhætt að segja að þetta sé eitt stærsta bardagakvöld allra tíma. 9. júlí 2016 11:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
UFC 200 fór fram í nótt og fengum við enn einu sinni nýjan bantamvigtarmeistara í kvennaflokki. Brock Lesnar sigraði í endurkomu sinni og Daniel Cormier sigraði Anderson Silva örugglega. UFC 200 var eitt stærsta bardagakvöld allra tíma og voru mörg stór nöfn sem kepptu í nótt. Amanda Nunes er nýr bantamvigtarmeistari kvenna eftir sigur á Mieshu Tate. Hún er núna þriðji meistarinn í flokknum en engum virðist takast að verja beltið eftir að Ronda Rousey tapaði. Sigurinn hjá Nunes þótti nokkuð óvæntur og mun hún sennilega mæta Rondu Rousey í sinni fyrstu titilvörn þegar Rousey snýr aftur. Tröllið Brock Lesnar minnti heldur betur á sig með sigri á Mark Hunt. Bardaginn var ekki sá glæsilegasti en Lesnar nýtti sér yfirburðar glímugetu sína til að sigra Mark Hunt á stigum. Þetta var fyrsti bardagi hans í rúm fjögur ár og spurning hvort hinn 38 ára gamli Lesnar haldi áfram í MMA eða ekki. Daniel Cormier átti ekki í miklum vandræðum með Anderson Silva og sigraði eftir dómaraákvörðun. Silva átti sína spretti en Cormier tókst að ná fellunni í hverri lotu og sigraði á stigum. Jose Aldo kom nokkuð sterkur til leiks eftir tapið gegn Conor McGregor og sigraði Frankie Edgar eftir dómaraákvörðun. Margir töldu að dagar Aldo á toppnum væru liðnir en hann sannaði það með þessum sigri að hann á nóg eftir. Fyrrum þungavigtarmeistarinn Cain Velasquez átti eina af bestu frammistöðum kvöldsins þegar hann kláraði Travis Browne í fyrstu lotu. Cain hefur verið mikið frá vegna meiðsla á undanförnum árum en minnti rækilega á sig með þessum sigri. Bardagakvöldið þótti fínasta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. 9. júlí 2016 14:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Stærsti viðburður ársins í UFC í kvöld Það má segja að jólin séu í kvöld fyrir bardagaaðdáendur. UFC 200 er í kvöld og er óhætt að segja að þetta sé eitt stærsta bardagakvöld allra tíma. 9. júlí 2016 11:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15
Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30
Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. 9. júlí 2016 14:30
Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45
Stærsti viðburður ársins í UFC í kvöld Það má segja að jólin séu í kvöld fyrir bardagaaðdáendur. UFC 200 er í kvöld og er óhætt að segja að þetta sé eitt stærsta bardagakvöld allra tíma. 9. júlí 2016 11:00