Óvænt úrslit á UFC 200 Pétur Marinó Jónsson skrifar 10. júlí 2016 11:30 Amanda Nunes gráti næst eftir sigurinn. Vísir/Getty UFC 200 fór fram í nótt og fengum við enn einu sinni nýjan bantamvigtarmeistara í kvennaflokki. Brock Lesnar sigraði í endurkomu sinni og Daniel Cormier sigraði Anderson Silva örugglega. UFC 200 var eitt stærsta bardagakvöld allra tíma og voru mörg stór nöfn sem kepptu í nótt. Amanda Nunes er nýr bantamvigtarmeistari kvenna eftir sigur á Mieshu Tate. Hún er núna þriðji meistarinn í flokknum en engum virðist takast að verja beltið eftir að Ronda Rousey tapaði. Sigurinn hjá Nunes þótti nokkuð óvæntur og mun hún sennilega mæta Rondu Rousey í sinni fyrstu titilvörn þegar Rousey snýr aftur. Tröllið Brock Lesnar minnti heldur betur á sig með sigri á Mark Hunt. Bardaginn var ekki sá glæsilegasti en Lesnar nýtti sér yfirburðar glímugetu sína til að sigra Mark Hunt á stigum. Þetta var fyrsti bardagi hans í rúm fjögur ár og spurning hvort hinn 38 ára gamli Lesnar haldi áfram í MMA eða ekki. Daniel Cormier átti ekki í miklum vandræðum með Anderson Silva og sigraði eftir dómaraákvörðun. Silva átti sína spretti en Cormier tókst að ná fellunni í hverri lotu og sigraði á stigum. Jose Aldo kom nokkuð sterkur til leiks eftir tapið gegn Conor McGregor og sigraði Frankie Edgar eftir dómaraákvörðun. Margir töldu að dagar Aldo á toppnum væru liðnir en hann sannaði það með þessum sigri að hann á nóg eftir. Fyrrum þungavigtarmeistarinn Cain Velasquez átti eina af bestu frammistöðum kvöldsins þegar hann kláraði Travis Browne í fyrstu lotu. Cain hefur verið mikið frá vegna meiðsla á undanförnum árum en minnti rækilega á sig með þessum sigri. Bardagakvöldið þótti fínasta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. 9. júlí 2016 14:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Stærsti viðburður ársins í UFC í kvöld Það má segja að jólin séu í kvöld fyrir bardagaaðdáendur. UFC 200 er í kvöld og er óhætt að segja að þetta sé eitt stærsta bardagakvöld allra tíma. 9. júlí 2016 11:00 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Sjá meira
UFC 200 fór fram í nótt og fengum við enn einu sinni nýjan bantamvigtarmeistara í kvennaflokki. Brock Lesnar sigraði í endurkomu sinni og Daniel Cormier sigraði Anderson Silva örugglega. UFC 200 var eitt stærsta bardagakvöld allra tíma og voru mörg stór nöfn sem kepptu í nótt. Amanda Nunes er nýr bantamvigtarmeistari kvenna eftir sigur á Mieshu Tate. Hún er núna þriðji meistarinn í flokknum en engum virðist takast að verja beltið eftir að Ronda Rousey tapaði. Sigurinn hjá Nunes þótti nokkuð óvæntur og mun hún sennilega mæta Rondu Rousey í sinni fyrstu titilvörn þegar Rousey snýr aftur. Tröllið Brock Lesnar minnti heldur betur á sig með sigri á Mark Hunt. Bardaginn var ekki sá glæsilegasti en Lesnar nýtti sér yfirburðar glímugetu sína til að sigra Mark Hunt á stigum. Þetta var fyrsti bardagi hans í rúm fjögur ár og spurning hvort hinn 38 ára gamli Lesnar haldi áfram í MMA eða ekki. Daniel Cormier átti ekki í miklum vandræðum með Anderson Silva og sigraði eftir dómaraákvörðun. Silva átti sína spretti en Cormier tókst að ná fellunni í hverri lotu og sigraði á stigum. Jose Aldo kom nokkuð sterkur til leiks eftir tapið gegn Conor McGregor og sigraði Frankie Edgar eftir dómaraákvörðun. Margir töldu að dagar Aldo á toppnum væru liðnir en hann sannaði það með þessum sigri að hann á nóg eftir. Fyrrum þungavigtarmeistarinn Cain Velasquez átti eina af bestu frammistöðum kvöldsins þegar hann kláraði Travis Browne í fyrstu lotu. Cain hefur verið mikið frá vegna meiðsla á undanförnum árum en minnti rækilega á sig með þessum sigri. Bardagakvöldið þótti fínasta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. 9. júlí 2016 14:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Stærsti viðburður ársins í UFC í kvöld Það má segja að jólin séu í kvöld fyrir bardagaaðdáendur. UFC 200 er í kvöld og er óhætt að segja að þetta sé eitt stærsta bardagakvöld allra tíma. 9. júlí 2016 11:00 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15
Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30
Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. 9. júlí 2016 14:30
Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45
Stærsti viðburður ársins í UFC í kvöld Það má segja að jólin séu í kvöld fyrir bardagaaðdáendur. UFC 200 er í kvöld og er óhætt að segja að þetta sé eitt stærsta bardagakvöld allra tíma. 9. júlí 2016 11:00