Stoltur af þessu Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júlí 2016 06:00 vísir/anton Martin Lund Pedersen, sóknarmaður Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta, er stoðsendingahæstur í deildinni þegar tólf umferðum er lokið. Þessi öflugi Dani er búinn að leggja upp fimm mörk fyrir félaga sína auk þess að skora sjö sjálfur og fiska eitt víti og hefur því komið með beinum hætti að þrettán af 24 mörkum Fjölnisliðsins sem er, þvert á allar spár, í toppbaráttunni. „Þetta kemur mér aðeins á óvart en ég er stoltur af þessu því þetta er eitthvað sem ég er búinn að vera að vinna í. Það hefur verið markmið hjá mér að leggja upp fleiri mörk og því er mjög gaman að heyra þetta,“ segir Martin Lund í samtali við Fréttablaðið.Frjálst hlutverk Martin segist hafa verið hreinræktaður framherji upp yngri flokkana í Danmörku en þegar hann kom upp í meistaraflokk var hann færður á vinstri kantinn. Honum líkar það mjög vel, sérstaklega í kerfi Fjölnis, þar sem hann fær að leika lausum hala í sóknarsinnaðasta liði deildarinnar. „Ég má bæði koma inn á völlinn og halda breidd. Svo framarlega sem ég sinni mínu varnarhlutverki má ég gera eiginlega það sem ég vil,“ segir Daninn sem er upp með sér að vera sá stoðsendingahæsti þegar þetta mikið er búið af sumrinu. „Það er alltaf gaman að skora en stoðsendingar eru alveg jafn mikilvægar,“ segir hann. Martin Lund er með einni stoðsendingu meira en fjórir aðrir leikmenn. Þeir Gary Martin, Víkingi, Pablo Punyed, ÍBV, Kristinn Freyr Sigurðsson, Val, og Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni, eru allir búnir að gefa fjórar stoðsendingar, en þessa tölfræði heldur Fréttablaðið utan um. Sjö leikmenn eru svo búnir að gefa þrjár stoðsendingar. Þar má finna tvo samherja Martins Lund, en þeir Gunnar Már Guðmundsson og Birnir Snær Ingason hafa báðir lagt upp þrjú mörk líkt og KR-ingarnir Óskar Örn Hauksson og Morten Beck og Blikarnir Arnþór Ari Atlason og Árni Vilhjálmsson. Ævar Ingi Jóhannesson úr Stjörnunni er einnig með þrjár stoðsendingar eftir tólf umferðir í Pepsi-deildinni.Kíkir til Eyja og stefnir hærra Martin Lund er 25 ára gamall en hann kom til Fjölnis frá Horsens í Danmörku. Hann þurfti að fá að spila meira og vonaðist til að dvöl hans á Íslandi gæti komið honum lengra í boltanum. Frammistaðan í sumar ætti að vekja athygli. „Ég hef ekki heyrt um neinn áhuga, hvorki hér innanlands né að utan, en draumurinn er að komast hærra og spila í betri deild. Ein ástæða þess að ég kom til Íslands var að fá ný augu til að horfa á mig og vonandi opnar frammistaða mín í sumar einhverjar dyr,“ segir Martin Lund og bætir við: „Sjö mörk og fimm stoðsendingar nú þegar ætti að opna augu einhverra. Ég hef staðið mig ágætlega hingað til en það er mikið verk eftir óunnið.“ Fjölnir mætir næst ÍBV í Pepsi-deildinni og ætlar Martin að kynna sér aðstæður þar á Þjóðhátíð. „Við fáum einn frídag þannig að okkur langar að kíkja til Eyja og upplifa þessa hátíð. Myndböndin sem ég hef séð eru rosaleg. Ég kom líka til Íslands til að upplifa eitthvað nýtt og af hverju ekki að fara á Þjóðhátíð? Svo eigum við ÍBV í næsta leik þannig að þetta er fínn undirbúningur.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Martin Lund Pedersen, sóknarmaður Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta, er stoðsendingahæstur í deildinni þegar tólf umferðum er lokið. Þessi öflugi Dani er búinn að leggja upp fimm mörk fyrir félaga sína auk þess að skora sjö sjálfur og fiska eitt víti og hefur því komið með beinum hætti að þrettán af 24 mörkum Fjölnisliðsins sem er, þvert á allar spár, í toppbaráttunni. „Þetta kemur mér aðeins á óvart en ég er stoltur af þessu því þetta er eitthvað sem ég er búinn að vera að vinna í. Það hefur verið markmið hjá mér að leggja upp fleiri mörk og því er mjög gaman að heyra þetta,“ segir Martin Lund í samtali við Fréttablaðið.Frjálst hlutverk Martin segist hafa verið hreinræktaður framherji upp yngri flokkana í Danmörku en þegar hann kom upp í meistaraflokk var hann færður á vinstri kantinn. Honum líkar það mjög vel, sérstaklega í kerfi Fjölnis, þar sem hann fær að leika lausum hala í sóknarsinnaðasta liði deildarinnar. „Ég má bæði koma inn á völlinn og halda breidd. Svo framarlega sem ég sinni mínu varnarhlutverki má ég gera eiginlega það sem ég vil,“ segir Daninn sem er upp með sér að vera sá stoðsendingahæsti þegar þetta mikið er búið af sumrinu. „Það er alltaf gaman að skora en stoðsendingar eru alveg jafn mikilvægar,“ segir hann. Martin Lund er með einni stoðsendingu meira en fjórir aðrir leikmenn. Þeir Gary Martin, Víkingi, Pablo Punyed, ÍBV, Kristinn Freyr Sigurðsson, Val, og Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni, eru allir búnir að gefa fjórar stoðsendingar, en þessa tölfræði heldur Fréttablaðið utan um. Sjö leikmenn eru svo búnir að gefa þrjár stoðsendingar. Þar má finna tvo samherja Martins Lund, en þeir Gunnar Már Guðmundsson og Birnir Snær Ingason hafa báðir lagt upp þrjú mörk líkt og KR-ingarnir Óskar Örn Hauksson og Morten Beck og Blikarnir Arnþór Ari Atlason og Árni Vilhjálmsson. Ævar Ingi Jóhannesson úr Stjörnunni er einnig með þrjár stoðsendingar eftir tólf umferðir í Pepsi-deildinni.Kíkir til Eyja og stefnir hærra Martin Lund er 25 ára gamall en hann kom til Fjölnis frá Horsens í Danmörku. Hann þurfti að fá að spila meira og vonaðist til að dvöl hans á Íslandi gæti komið honum lengra í boltanum. Frammistaðan í sumar ætti að vekja athygli. „Ég hef ekki heyrt um neinn áhuga, hvorki hér innanlands né að utan, en draumurinn er að komast hærra og spila í betri deild. Ein ástæða þess að ég kom til Íslands var að fá ný augu til að horfa á mig og vonandi opnar frammistaða mín í sumar einhverjar dyr,“ segir Martin Lund og bætir við: „Sjö mörk og fimm stoðsendingar nú þegar ætti að opna augu einhverra. Ég hef staðið mig ágætlega hingað til en það er mikið verk eftir óunnið.“ Fjölnir mætir næst ÍBV í Pepsi-deildinni og ætlar Martin að kynna sér aðstæður þar á Þjóðhátíð. „Við fáum einn frídag þannig að okkur langar að kíkja til Eyja og upplifa þessa hátíð. Myndböndin sem ég hef séð eru rosaleg. Ég kom líka til Íslands til að upplifa eitthvað nýtt og af hverju ekki að fara á Þjóðhátíð? Svo eigum við ÍBV í næsta leik þannig að þetta er fínn undirbúningur.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira