Stoltur af þessu Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júlí 2016 06:00 vísir/anton Martin Lund Pedersen, sóknarmaður Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta, er stoðsendingahæstur í deildinni þegar tólf umferðum er lokið. Þessi öflugi Dani er búinn að leggja upp fimm mörk fyrir félaga sína auk þess að skora sjö sjálfur og fiska eitt víti og hefur því komið með beinum hætti að þrettán af 24 mörkum Fjölnisliðsins sem er, þvert á allar spár, í toppbaráttunni. „Þetta kemur mér aðeins á óvart en ég er stoltur af þessu því þetta er eitthvað sem ég er búinn að vera að vinna í. Það hefur verið markmið hjá mér að leggja upp fleiri mörk og því er mjög gaman að heyra þetta,“ segir Martin Lund í samtali við Fréttablaðið.Frjálst hlutverk Martin segist hafa verið hreinræktaður framherji upp yngri flokkana í Danmörku en þegar hann kom upp í meistaraflokk var hann færður á vinstri kantinn. Honum líkar það mjög vel, sérstaklega í kerfi Fjölnis, þar sem hann fær að leika lausum hala í sóknarsinnaðasta liði deildarinnar. „Ég má bæði koma inn á völlinn og halda breidd. Svo framarlega sem ég sinni mínu varnarhlutverki má ég gera eiginlega það sem ég vil,“ segir Daninn sem er upp með sér að vera sá stoðsendingahæsti þegar þetta mikið er búið af sumrinu. „Það er alltaf gaman að skora en stoðsendingar eru alveg jafn mikilvægar,“ segir hann. Martin Lund er með einni stoðsendingu meira en fjórir aðrir leikmenn. Þeir Gary Martin, Víkingi, Pablo Punyed, ÍBV, Kristinn Freyr Sigurðsson, Val, og Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni, eru allir búnir að gefa fjórar stoðsendingar, en þessa tölfræði heldur Fréttablaðið utan um. Sjö leikmenn eru svo búnir að gefa þrjár stoðsendingar. Þar má finna tvo samherja Martins Lund, en þeir Gunnar Már Guðmundsson og Birnir Snær Ingason hafa báðir lagt upp þrjú mörk líkt og KR-ingarnir Óskar Örn Hauksson og Morten Beck og Blikarnir Arnþór Ari Atlason og Árni Vilhjálmsson. Ævar Ingi Jóhannesson úr Stjörnunni er einnig með þrjár stoðsendingar eftir tólf umferðir í Pepsi-deildinni.Kíkir til Eyja og stefnir hærra Martin Lund er 25 ára gamall en hann kom til Fjölnis frá Horsens í Danmörku. Hann þurfti að fá að spila meira og vonaðist til að dvöl hans á Íslandi gæti komið honum lengra í boltanum. Frammistaðan í sumar ætti að vekja athygli. „Ég hef ekki heyrt um neinn áhuga, hvorki hér innanlands né að utan, en draumurinn er að komast hærra og spila í betri deild. Ein ástæða þess að ég kom til Íslands var að fá ný augu til að horfa á mig og vonandi opnar frammistaða mín í sumar einhverjar dyr,“ segir Martin Lund og bætir við: „Sjö mörk og fimm stoðsendingar nú þegar ætti að opna augu einhverra. Ég hef staðið mig ágætlega hingað til en það er mikið verk eftir óunnið.“ Fjölnir mætir næst ÍBV í Pepsi-deildinni og ætlar Martin að kynna sér aðstæður þar á Þjóðhátíð. „Við fáum einn frídag þannig að okkur langar að kíkja til Eyja og upplifa þessa hátíð. Myndböndin sem ég hef séð eru rosaleg. Ég kom líka til Íslands til að upplifa eitthvað nýtt og af hverju ekki að fara á Þjóðhátíð? Svo eigum við ÍBV í næsta leik þannig að þetta er fínn undirbúningur.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Martin Lund Pedersen, sóknarmaður Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta, er stoðsendingahæstur í deildinni þegar tólf umferðum er lokið. Þessi öflugi Dani er búinn að leggja upp fimm mörk fyrir félaga sína auk þess að skora sjö sjálfur og fiska eitt víti og hefur því komið með beinum hætti að þrettán af 24 mörkum Fjölnisliðsins sem er, þvert á allar spár, í toppbaráttunni. „Þetta kemur mér aðeins á óvart en ég er stoltur af þessu því þetta er eitthvað sem ég er búinn að vera að vinna í. Það hefur verið markmið hjá mér að leggja upp fleiri mörk og því er mjög gaman að heyra þetta,“ segir Martin Lund í samtali við Fréttablaðið.Frjálst hlutverk Martin segist hafa verið hreinræktaður framherji upp yngri flokkana í Danmörku en þegar hann kom upp í meistaraflokk var hann færður á vinstri kantinn. Honum líkar það mjög vel, sérstaklega í kerfi Fjölnis, þar sem hann fær að leika lausum hala í sóknarsinnaðasta liði deildarinnar. „Ég má bæði koma inn á völlinn og halda breidd. Svo framarlega sem ég sinni mínu varnarhlutverki má ég gera eiginlega það sem ég vil,“ segir Daninn sem er upp með sér að vera sá stoðsendingahæsti þegar þetta mikið er búið af sumrinu. „Það er alltaf gaman að skora en stoðsendingar eru alveg jafn mikilvægar,“ segir hann. Martin Lund er með einni stoðsendingu meira en fjórir aðrir leikmenn. Þeir Gary Martin, Víkingi, Pablo Punyed, ÍBV, Kristinn Freyr Sigurðsson, Val, og Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni, eru allir búnir að gefa fjórar stoðsendingar, en þessa tölfræði heldur Fréttablaðið utan um. Sjö leikmenn eru svo búnir að gefa þrjár stoðsendingar. Þar má finna tvo samherja Martins Lund, en þeir Gunnar Már Guðmundsson og Birnir Snær Ingason hafa báðir lagt upp þrjú mörk líkt og KR-ingarnir Óskar Örn Hauksson og Morten Beck og Blikarnir Arnþór Ari Atlason og Árni Vilhjálmsson. Ævar Ingi Jóhannesson úr Stjörnunni er einnig með þrjár stoðsendingar eftir tólf umferðir í Pepsi-deildinni.Kíkir til Eyja og stefnir hærra Martin Lund er 25 ára gamall en hann kom til Fjölnis frá Horsens í Danmörku. Hann þurfti að fá að spila meira og vonaðist til að dvöl hans á Íslandi gæti komið honum lengra í boltanum. Frammistaðan í sumar ætti að vekja athygli. „Ég hef ekki heyrt um neinn áhuga, hvorki hér innanlands né að utan, en draumurinn er að komast hærra og spila í betri deild. Ein ástæða þess að ég kom til Íslands var að fá ný augu til að horfa á mig og vonandi opnar frammistaða mín í sumar einhverjar dyr,“ segir Martin Lund og bætir við: „Sjö mörk og fimm stoðsendingar nú þegar ætti að opna augu einhverra. Ég hef staðið mig ágætlega hingað til en það er mikið verk eftir óunnið.“ Fjölnir mætir næst ÍBV í Pepsi-deildinni og ætlar Martin að kynna sér aðstæður þar á Þjóðhátíð. „Við fáum einn frídag þannig að okkur langar að kíkja til Eyja og upplifa þessa hátíð. Myndböndin sem ég hef séð eru rosaleg. Ég kom líka til Íslands til að upplifa eitthvað nýtt og af hverju ekki að fara á Þjóðhátíð? Svo eigum við ÍBV í næsta leik þannig að þetta er fínn undirbúningur.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira