Verð bara að ganga í verk Guðs almáttugs Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. júlí 2016 10:15 Vala Kristín segir Kára hafa stungið upp á að þau framleiddu þessa sýningu í Frystiklefanum svo allt sé þetta eiginlega honum að kenna! Vísir/Hanna Nú er sköpunarverkið allt að smella saman. Kári á stóran hlut í því en það er samt mitt hugarfóstur,“ segir Vala Kristín Eiríksdóttir um gamanleikinn Genesis sem hún frumsýnir í Frystiklefanum á Rifi á Snæfellsnesi 31. júlí í leikstjórn Kára Viðarssonar. Leikritið er byggt á sjálfri sköpunarsögu Biblíunnar svo þau Vala og Kári eru ekkert að fást við fánýtt efni. Vala Kristín útskrifaðist úr leiklistinni í fyrravor og hefur síðan leikið í Ati, Njálu og Mamma Mia! í Borgarleikhúsinu. Hún er líka meðhöfundur og leikkona sketsaþáttanna Þær tvær hjá Stöð 2. Hún segir hugmyndina að verkinu Genesis hafa kviknað í Leiklistarskóla Íslands eftir að hún lærði þar trúðatækni. „Ég notaði þennan efnivið í tveimur lokaverkefnum og prófaði mig áfram með áhorfendum, til að rannsaka efnið og átta mig á hvert ég gæti farið með það. Þetta er ekki frumleg hugmynd að því leyti að ég var búin að sjá geggjaðar trúðasýningar í Borgarleikhúsinu áður en ég lærði trúðinn, annars vegar Dauðasyndirnar og hins vegar Jesú litla og ég heillaðist af því að trúður gæti sagt svona stórar sögur á svona einfaldan hátt.“ Mikil samvinna var meðal nemenda í trúðasýningum leiklistarskólans að sögn Völu Kristínar en eftir útskrift segir hún ekki hlaupið að því að ná í fólk í sýningar. „Að ég skuli gera þetta ein rímar líka svolítið vel við það að Guð var einn að búa allt til, samkvæmt sköpunarsögunni, og það væri í raun ósanngjarnt ef ég hefði einhvern til að hjálpa mér. Þannig að ég verð bara að ganga í hlutverk Guðs almáttugs og geri það.“ Lærifaðir Völu Kristínar í trúðatækninni er Argentínumaðurinn Rafael Bianciotto sem hefur búið mestalla ævi í Frakklandi. „Rafael var leikstjóri Dauðasyndanna og Sókratesar í Borgarleikhúsinu og er svolítið guðfaðir trúðatækninnar hér á landi. Hann hefur verið mér innan handar í mínum pælingum,“ upplýsir Vala. Kári lærði leiklist við Rose Bruford College í London. Nýútskrifaður þaðan vorið 2009 stofnaði hann leikhúsið Frystiklefann, ásamt hosteli, á Rifi og sýningar hans hafa vakið athygli. Vala Kristín kveðst fyrst hafa komið vestur á Rif með leikhópnum Improw Iceland og fallið fyrir Frystiklefanum og staðnum. „Ég fékk að vera hér í fyrrasumar og þá endurheimsótti ég sköpunarsöguna, sagði Kára frá henni og spann um efnið fyrir framan hann. Það uppátæki vatt upp á sig þannig að hann stakk upp á að við myndum framleiða þessa sýningu í Frystiklefanum, svo allt er þetta eiginlega honum að kenna!“ Auk frumsýningarinnar á sunnudaginn verða fimm sýningar á gamanleiknum Genesis, sú síðasta 21. ágúst. Miðar eru pantaðir á thefreezerhostel.com. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júlí 2016. Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nú er sköpunarverkið allt að smella saman. Kári á stóran hlut í því en það er samt mitt hugarfóstur,“ segir Vala Kristín Eiríksdóttir um gamanleikinn Genesis sem hún frumsýnir í Frystiklefanum á Rifi á Snæfellsnesi 31. júlí í leikstjórn Kára Viðarssonar. Leikritið er byggt á sjálfri sköpunarsögu Biblíunnar svo þau Vala og Kári eru ekkert að fást við fánýtt efni. Vala Kristín útskrifaðist úr leiklistinni í fyrravor og hefur síðan leikið í Ati, Njálu og Mamma Mia! í Borgarleikhúsinu. Hún er líka meðhöfundur og leikkona sketsaþáttanna Þær tvær hjá Stöð 2. Hún segir hugmyndina að verkinu Genesis hafa kviknað í Leiklistarskóla Íslands eftir að hún lærði þar trúðatækni. „Ég notaði þennan efnivið í tveimur lokaverkefnum og prófaði mig áfram með áhorfendum, til að rannsaka efnið og átta mig á hvert ég gæti farið með það. Þetta er ekki frumleg hugmynd að því leyti að ég var búin að sjá geggjaðar trúðasýningar í Borgarleikhúsinu áður en ég lærði trúðinn, annars vegar Dauðasyndirnar og hins vegar Jesú litla og ég heillaðist af því að trúður gæti sagt svona stórar sögur á svona einfaldan hátt.“ Mikil samvinna var meðal nemenda í trúðasýningum leiklistarskólans að sögn Völu Kristínar en eftir útskrift segir hún ekki hlaupið að því að ná í fólk í sýningar. „Að ég skuli gera þetta ein rímar líka svolítið vel við það að Guð var einn að búa allt til, samkvæmt sköpunarsögunni, og það væri í raun ósanngjarnt ef ég hefði einhvern til að hjálpa mér. Þannig að ég verð bara að ganga í hlutverk Guðs almáttugs og geri það.“ Lærifaðir Völu Kristínar í trúðatækninni er Argentínumaðurinn Rafael Bianciotto sem hefur búið mestalla ævi í Frakklandi. „Rafael var leikstjóri Dauðasyndanna og Sókratesar í Borgarleikhúsinu og er svolítið guðfaðir trúðatækninnar hér á landi. Hann hefur verið mér innan handar í mínum pælingum,“ upplýsir Vala. Kári lærði leiklist við Rose Bruford College í London. Nýútskrifaður þaðan vorið 2009 stofnaði hann leikhúsið Frystiklefann, ásamt hosteli, á Rifi og sýningar hans hafa vakið athygli. Vala Kristín kveðst fyrst hafa komið vestur á Rif með leikhópnum Improw Iceland og fallið fyrir Frystiklefanum og staðnum. „Ég fékk að vera hér í fyrrasumar og þá endurheimsótti ég sköpunarsöguna, sagði Kára frá henni og spann um efnið fyrir framan hann. Það uppátæki vatt upp á sig þannig að hann stakk upp á að við myndum framleiða þessa sýningu í Frystiklefanum, svo allt er þetta eiginlega honum að kenna!“ Auk frumsýningarinnar á sunnudaginn verða fimm sýningar á gamanleiknum Genesis, sú síðasta 21. ágúst. Miðar eru pantaðir á thefreezerhostel.com. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júlí 2016.
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira