Róbert Örn og Trausti með tvær af markvörslum ársins | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2016 13:30 Trausti og Róbert Örn. vísir/ernir/vilhelm Róbert Örn Óskarsson, markvörður Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, og Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttar, áttu tvær af markvörslum ársins í deildinni þetta sumarið í síðustu umferð. Róbert Örn stóð vaktina gegn KR og var maður leiksins í sögulegum 1-0 sigri Víkinga í Fossvoginum en Trausti fékk á sig tvö mörk í 2-0 sigri Íslandsmeistaranna gegn nýliðunum. KR-ingar sóttu stíft að marki Víkings en Róbert varði allt sem á markið kom og í fyrri hálfleik bauð hann upp á tvær magnaðar markvörslur. Í bæði skiptin átti danski sóknarmaðurinn Kennie Chopart skot að marki. Fyrst varði hann skot Choparts sem fór í Dofra Snorrason með öxlinni upp í slána og þremur mínútum síðar var komið að einni af vörslum ársins. Chopart smellhitti þá boltann eftir sendingu frá hægri en Róbert spyrnti sér upp í samskeytin og sló boltann yfir. Markvarsla Trausta var ekki síðri þó hún hafi verið frá samherja. Það er bara honum að þakka að Hreinn Ingi Örnólfsson skoraði ekki sjálfsmark þegar miðvörðurinn fékk boltann í sig eftir fyrirgjöf Böðvars Böðvarssonar, bakvarðar FH. Boltinn stefndi í bláhornið þegar Trausti skutlaði sér ótrúlega á eftir honum og varði meistaralega. Hann tók svo frákastið einnig frá Steven Lennon. Þessar frábæru vörslur Róberts Arnar og Trausta má sjá í myndunum hér að neðan sem eru úr Pepsi-mörkunum en umferðin var gerð upp í gærkvöldi.Tvær svakalegar vörslur Róberts fyrir Víking gegn KR: Mögnuð markvarsla Trausta frá samherja: Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni Víkingur tekur á móti KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla en sigur heimamanna yrði sögulegur. 25. júlí 2016 11:00 KR aldrei verið í verri stöðu eftir tólf umferðir í tólf liða deild Vesturbæjarliðið tapaði í fyrsta sinn fyrir Víkingi í Fossvogi og er í tíunda sæti Pepsi-deildarinnar. 26. júlí 2016 13:00 Gary Martin spenntur að vinna aftur með Rúnari: „Ég á Víkingi mikið að þakka“ „Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Víkingur vann frábæran sigur á KR, 1-0, í 12. umferð Pepsi-deildar karla. 25. júlí 2016 22:43 Gary Martin fer til Lilleström á morgun Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström. 25. júlí 2016 22:20 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 1-0 | Sögulegur sigur Víkinga Víkingur bar sigurorð af KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-0, Víkingum í vil. 25. júlí 2016 22:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
Róbert Örn Óskarsson, markvörður Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, og Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttar, áttu tvær af markvörslum ársins í deildinni þetta sumarið í síðustu umferð. Róbert Örn stóð vaktina gegn KR og var maður leiksins í sögulegum 1-0 sigri Víkinga í Fossvoginum en Trausti fékk á sig tvö mörk í 2-0 sigri Íslandsmeistaranna gegn nýliðunum. KR-ingar sóttu stíft að marki Víkings en Róbert varði allt sem á markið kom og í fyrri hálfleik bauð hann upp á tvær magnaðar markvörslur. Í bæði skiptin átti danski sóknarmaðurinn Kennie Chopart skot að marki. Fyrst varði hann skot Choparts sem fór í Dofra Snorrason með öxlinni upp í slána og þremur mínútum síðar var komið að einni af vörslum ársins. Chopart smellhitti þá boltann eftir sendingu frá hægri en Róbert spyrnti sér upp í samskeytin og sló boltann yfir. Markvarsla Trausta var ekki síðri þó hún hafi verið frá samherja. Það er bara honum að þakka að Hreinn Ingi Örnólfsson skoraði ekki sjálfsmark þegar miðvörðurinn fékk boltann í sig eftir fyrirgjöf Böðvars Böðvarssonar, bakvarðar FH. Boltinn stefndi í bláhornið þegar Trausti skutlaði sér ótrúlega á eftir honum og varði meistaralega. Hann tók svo frákastið einnig frá Steven Lennon. Þessar frábæru vörslur Róberts Arnar og Trausta má sjá í myndunum hér að neðan sem eru úr Pepsi-mörkunum en umferðin var gerð upp í gærkvöldi.Tvær svakalegar vörslur Róberts fyrir Víking gegn KR: Mögnuð markvarsla Trausta frá samherja:
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni Víkingur tekur á móti KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla en sigur heimamanna yrði sögulegur. 25. júlí 2016 11:00 KR aldrei verið í verri stöðu eftir tólf umferðir í tólf liða deild Vesturbæjarliðið tapaði í fyrsta sinn fyrir Víkingi í Fossvogi og er í tíunda sæti Pepsi-deildarinnar. 26. júlí 2016 13:00 Gary Martin spenntur að vinna aftur með Rúnari: „Ég á Víkingi mikið að þakka“ „Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Víkingur vann frábæran sigur á KR, 1-0, í 12. umferð Pepsi-deildar karla. 25. júlí 2016 22:43 Gary Martin fer til Lilleström á morgun Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström. 25. júlí 2016 22:20 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 1-0 | Sögulegur sigur Víkinga Víkingur bar sigurorð af KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-0, Víkingum í vil. 25. júlí 2016 22:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni Víkingur tekur á móti KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla en sigur heimamanna yrði sögulegur. 25. júlí 2016 11:00
KR aldrei verið í verri stöðu eftir tólf umferðir í tólf liða deild Vesturbæjarliðið tapaði í fyrsta sinn fyrir Víkingi í Fossvogi og er í tíunda sæti Pepsi-deildarinnar. 26. júlí 2016 13:00
Gary Martin spenntur að vinna aftur með Rúnari: „Ég á Víkingi mikið að þakka“ „Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Víkingur vann frábæran sigur á KR, 1-0, í 12. umferð Pepsi-deildar karla. 25. júlí 2016 22:43
Gary Martin fer til Lilleström á morgun Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström. 25. júlí 2016 22:20
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 1-0 | Sögulegur sigur Víkinga Víkingur bar sigurorð af KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-0, Víkingum í vil. 25. júlí 2016 22:00