Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Birgir Örn Steinarsson skrifar 26. júlí 2016 11:43 Birgitta furðar sig á orðum Sigmundar og spyr hvort hann sé í einhverju sambandi við forsætisráðherra. Vísir Birgitta Jónsdóttir furðar sig á orðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins í gær þar sem hann sagði að hluti Sjálfstæðismanna væri áhugasamur um að flýta alþingiskosningum. „Við höfum ætíð haldið því til haga að ef sú ætti að vera raunin þyrfti fyrst að klára þau verkefni sem fyrirheit hafa verið gefin um að leysa á þessu kjörtímabili. Ríkisstjórnin sem ekki nýtir tímann sem henni er veittur getur ekki gengið út frá því sem vísu að hún fái tækifæri til að klára verkefnin síðar.“ Birgitta vill meina að með þessu sé Framsóknarflokkurinn að halda þjóðinni og þinginu í óvissu sem skapi óstöðugleika og stjórnarkreppu. Loforð Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks í apríl hafi verið skýr. Að kjósa ætti í haust. Hún segir að ekki sé hægt að undirbúa kosningar þegar upplýsingar um tímasetningu þeirra liggur ekki fyrir.Annað hvort sambandsleysi eða svikBirgitta furðar sig á því að miðað við þessi orð sé eins og ekkert samráð hafi verið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Annað hvort er Sigmundur ekki í neinu sambandi við forsætisráðherra eða þá er Framsóknarflokkurinn að leggja til að svíkja tillögu um að hafa kosningar í haust,“ segir Birgitta. „Það er ómögulegt fyrir alla þá sem eru að undirbúa kosningar að vita ekki hvenær þær eiga að verða. Ef það á að fara draga þetta eitthvað þá finnst mér bara langheiðarlegast að það verði bara látið koma fram hvort það verði kosningar í október eða hvort þessir flokkar ætli sér að sitja út tímabilið.“Loforðið var viðbragð við stærstu mótmælum ÍslandssögunnarBirgitta leggur áherslu á að nauðsynlegt sé fyrir þjóðina og þingið að vita hvenær kosningar verði. „Það var þannig að það voru stjórnarflokkarnir sem lögðu til að það yrði kosið í haust og að kjörtímabilið yrði stytt sem viðbrögð við stærstu mótmælum Íslandssögunnar. Ef það á að ganga bak við það fá finnst mér brýnt að þjóðin fái að vita það sem allra fyrst og að þingið fái að vita það líka þannig að það sé hægt að gera ráð fyrir að vera að störfum fram í apríl. Það að ætla að hringla með eitthvað loforð sem búið er að setja fram af þeim sjálfum fram og til baka finnst mér vera svolítið einkennandi fyrir þá stjórnmál sem hér hafa fengið að viðgangast. Það er alltaf gert ráð fyrir því að það sé nóg að lofa fólki nógu miklu og svo svikið strax eftir kosningar.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22 Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir furðar sig á orðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins í gær þar sem hann sagði að hluti Sjálfstæðismanna væri áhugasamur um að flýta alþingiskosningum. „Við höfum ætíð haldið því til haga að ef sú ætti að vera raunin þyrfti fyrst að klára þau verkefni sem fyrirheit hafa verið gefin um að leysa á þessu kjörtímabili. Ríkisstjórnin sem ekki nýtir tímann sem henni er veittur getur ekki gengið út frá því sem vísu að hún fái tækifæri til að klára verkefnin síðar.“ Birgitta vill meina að með þessu sé Framsóknarflokkurinn að halda þjóðinni og þinginu í óvissu sem skapi óstöðugleika og stjórnarkreppu. Loforð Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks í apríl hafi verið skýr. Að kjósa ætti í haust. Hún segir að ekki sé hægt að undirbúa kosningar þegar upplýsingar um tímasetningu þeirra liggur ekki fyrir.Annað hvort sambandsleysi eða svikBirgitta furðar sig á því að miðað við þessi orð sé eins og ekkert samráð hafi verið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Annað hvort er Sigmundur ekki í neinu sambandi við forsætisráðherra eða þá er Framsóknarflokkurinn að leggja til að svíkja tillögu um að hafa kosningar í haust,“ segir Birgitta. „Það er ómögulegt fyrir alla þá sem eru að undirbúa kosningar að vita ekki hvenær þær eiga að verða. Ef það á að fara draga þetta eitthvað þá finnst mér bara langheiðarlegast að það verði bara látið koma fram hvort það verði kosningar í október eða hvort þessir flokkar ætli sér að sitja út tímabilið.“Loforðið var viðbragð við stærstu mótmælum ÍslandssögunnarBirgitta leggur áherslu á að nauðsynlegt sé fyrir þjóðina og þingið að vita hvenær kosningar verði. „Það var þannig að það voru stjórnarflokkarnir sem lögðu til að það yrði kosið í haust og að kjörtímabilið yrði stytt sem viðbrögð við stærstu mótmælum Íslandssögunnar. Ef það á að ganga bak við það fá finnst mér brýnt að þjóðin fái að vita það sem allra fyrst og að þingið fái að vita það líka þannig að það sé hægt að gera ráð fyrir að vera að störfum fram í apríl. Það að ætla að hringla með eitthvað loforð sem búið er að setja fram af þeim sjálfum fram og til baka finnst mér vera svolítið einkennandi fyrir þá stjórnmál sem hér hafa fengið að viðgangast. Það er alltaf gert ráð fyrir því að það sé nóg að lofa fólki nógu miklu og svo svikið strax eftir kosningar.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22 Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22
Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32