Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Jakob Bjarnar skrifar 26. júlí 2016 10:01 Einar Kárason vandar Pírötum ekki kveðjurnar og hann kann að kreista pennann. Einar Kárason rithöfundur vandar Deildu.net og Pírötum ekki kveðjurnar; og hann kann að koma orðum að því. „Þeir hjá deildu.is settu inn merkileg skilaboð í framhaldi af dómi í máli sem STEF og fleiri höfðuðu, því hún minnir á að Píratar eru ekki bara einhverjir góðir krakkar með áhuga á framförum og mannréttindum, heldur samtök um þjófnað og gripdeildir, sem á uppruna sinn hjá illa innrættu fólki t.d. í Þýskalandi og Svíþjóð,“ skrifar Einar á Facebook-vegg sinn. Fjölmargir listamenn hafa tekið í sama streng og Jakob Frímann Magnússon, sem löngum hefur farið fyrir tónlistarmönnum í þessum efnum hefur deilt hinum köldu kveðjum Einars. Þá vekur athygli að Sjálfstæðismennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Óli Björn Kárason gefa merki um að vera Einari hjartanlega sammála.Vísir hefur fjallað um málið en félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. Þá hefur FRÍSK eitt og sér lagt fram kæru á hendur nokkrum af notendum síðunnar sem hafa hlaðið upp á hana íslenskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.Píratar sökka Einar vitnar í orðsendingu sem finna má á Deildu. „Kæru notendur. Mig langar að biðja ykkur um að deila inn öllu íslensku efni sem þið mögulega getið. Allt sem þið finnið/eigið endilega setjið það inn á síðuna. Sýnið að við erum öll Pirates Yarr!“Þessi skilaboð á Deildu finnst Einari Kárasyni, og reyndar fjölmörgum listamönnum öðrum, fyrir neðan allar hellur.Þetta þykir hinum grama rithöfundi fyrir neðan allar hellur, hann heldur áfram og mundar penna: „Í framhaldi hafa stuðningsmenn á facebook og víðar hellt sér yfir STEF og þannig samtök, og skipað þeim að skilja að 21. öldin sé upprunnin. Íslenskt efni hefur verið búið til með vinnu og eigum íslenskra listamanna og útgefenda, og að stela því og dreifa frítt er svipað og að hnupla launaumslögum vinnandi fólks. Píratar sökka!“Ef hægt er að stela er þetta í lagi Bjarni Bernharður Bjarnason rithöfundur bendir hinum grama Einari á að hinir íslensku Píratar hafi ekkert með Deildu að gera. „Reyndu að kynna þér málin áður en þú ferð með svona vitleysu.“ En ekki sljákkar í Einari við þessa ábendingu, nema síður sé: „Píratar kenna sig við þá iðju sem hefur alþjóðlega orðið ýmsum hugsjón, að stela og deila höfundavörðu efni; það athæfi er á ensku kallað "piracy". Af rótum þeirrar hugsjónar spretta líka flokkar í ýmsum löndum sem kenna sig við þessa iðju, og sömuleiðis "deilisíður" eins og "deildu" - það er kallað "piracy webs" á ensku. Réttlætingin er þessi: ef hægt er að stela því sem aðrir eiga, og eigendurnir geta ekki varið sig gegn þjófnaðinum, þá er þetta í lagi. Og hætti menn svo að heimskast með að Pírataflokkurinn íslenski hafi ekkert með þetta að gera.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bíður ákæru fyrir að setja Sönn íslensk sakamál á Deildu Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns um að haldlagningu raftækja hans yrði aflétt. Maðurinn er bíður ákæru fyrir að hafa deilt myndefni ólöglega. 8. júní 2016 19:45 Kæra stjórnanda Deildu Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Einar Kárason rithöfundur vandar Deildu.net og Pírötum ekki kveðjurnar; og hann kann að koma orðum að því. „Þeir hjá deildu.is settu inn merkileg skilaboð í framhaldi af dómi í máli sem STEF og fleiri höfðuðu, því hún minnir á að Píratar eru ekki bara einhverjir góðir krakkar með áhuga á framförum og mannréttindum, heldur samtök um þjófnað og gripdeildir, sem á uppruna sinn hjá illa innrættu fólki t.d. í Þýskalandi og Svíþjóð,“ skrifar Einar á Facebook-vegg sinn. Fjölmargir listamenn hafa tekið í sama streng og Jakob Frímann Magnússon, sem löngum hefur farið fyrir tónlistarmönnum í þessum efnum hefur deilt hinum köldu kveðjum Einars. Þá vekur athygli að Sjálfstæðismennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Óli Björn Kárason gefa merki um að vera Einari hjartanlega sammála.Vísir hefur fjallað um málið en félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. Þá hefur FRÍSK eitt og sér lagt fram kæru á hendur nokkrum af notendum síðunnar sem hafa hlaðið upp á hana íslenskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.Píratar sökka Einar vitnar í orðsendingu sem finna má á Deildu. „Kæru notendur. Mig langar að biðja ykkur um að deila inn öllu íslensku efni sem þið mögulega getið. Allt sem þið finnið/eigið endilega setjið það inn á síðuna. Sýnið að við erum öll Pirates Yarr!“Þessi skilaboð á Deildu finnst Einari Kárasyni, og reyndar fjölmörgum listamönnum öðrum, fyrir neðan allar hellur.Þetta þykir hinum grama rithöfundi fyrir neðan allar hellur, hann heldur áfram og mundar penna: „Í framhaldi hafa stuðningsmenn á facebook og víðar hellt sér yfir STEF og þannig samtök, og skipað þeim að skilja að 21. öldin sé upprunnin. Íslenskt efni hefur verið búið til með vinnu og eigum íslenskra listamanna og útgefenda, og að stela því og dreifa frítt er svipað og að hnupla launaumslögum vinnandi fólks. Píratar sökka!“Ef hægt er að stela er þetta í lagi Bjarni Bernharður Bjarnason rithöfundur bendir hinum grama Einari á að hinir íslensku Píratar hafi ekkert með Deildu að gera. „Reyndu að kynna þér málin áður en þú ferð með svona vitleysu.“ En ekki sljákkar í Einari við þessa ábendingu, nema síður sé: „Píratar kenna sig við þá iðju sem hefur alþjóðlega orðið ýmsum hugsjón, að stela og deila höfundavörðu efni; það athæfi er á ensku kallað "piracy". Af rótum þeirrar hugsjónar spretta líka flokkar í ýmsum löndum sem kenna sig við þessa iðju, og sömuleiðis "deilisíður" eins og "deildu" - það er kallað "piracy webs" á ensku. Réttlætingin er þessi: ef hægt er að stela því sem aðrir eiga, og eigendurnir geta ekki varið sig gegn þjófnaðinum, þá er þetta í lagi. Og hætti menn svo að heimskast með að Pírataflokkurinn íslenski hafi ekkert með þetta að gera.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bíður ákæru fyrir að setja Sönn íslensk sakamál á Deildu Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns um að haldlagningu raftækja hans yrði aflétt. Maðurinn er bíður ákæru fyrir að hafa deilt myndefni ólöglega. 8. júní 2016 19:45 Kæra stjórnanda Deildu Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Bíður ákæru fyrir að setja Sönn íslensk sakamál á Deildu Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns um að haldlagningu raftækja hans yrði aflétt. Maðurinn er bíður ákæru fyrir að hafa deilt myndefni ólöglega. 8. júní 2016 19:45
Kæra stjórnanda Deildu Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. 25. júlí 2016 07:00