Fyrsta tilfellið af fæðingargalla vegna Zika veiru í Evrópu staðfest Birgir Örn Steinarsson skrifar 25. júlí 2016 21:53 Börn með höfuðsmæð fæðast með minni heila en önnur börn og geta aldrei náð fullum þroska á ævinni. Vísir/Getty Spænsk kona sem sýkt var af Zika veirunni hefur nú fætt barn sitt. Barnið er eins og önnur börn með fæðingargalla sem veldur því að höfuð þeirra og heili eru óvenju smá. Talið er að þetta sé fyrsta tilfellið í Evrópu. Foreldrum barnsins var tilkynnt um fæðingargallann á meðan á meðgöngu stóð en þau ákváðu engu að síður að eiga það. Læknar sem tóku á móti barninu segja það við góða heilsu og að lífshorfur þess séu eðlilegar. Barnið var tekið með keisaraskurði eftir að móðir þess hafði gengið með það í 40 vikur. Yfirvöld á sjúkrahúsinu hafa staðfest að barnið sé með höfuðsmæð (e. microcephaly) fæðingargallann sem virðist plaga börn mæðra sem sýktar hafa verið af Zika veirunni. Heili slíkra barna nær aldrei fullum þroska og mörg þeirra ná aldrei þeirri hæfni að tala eða ganga. Einnig er algengt að börn með Zika veirunni eigi stutta ævi. Móðirin er sögð hafa sýkst af veirunni á meðan hún var í ferðalagi erlendis. Um 190 tilfelli hafa komið upp á Spáni og öll þeirra hafa verið eftir utanlandsferðir, iðulega til Suður-Ameríku þar sem veiran hefur náð mikilli útbreiðslu. Helsta smitleiðin er í gegnum moskítóflugur en hún smitast einnig frá móður til barns á meðan á meðgöngu stendur. Einnig er talið að veiran geti smitast með kynferðismökum en það er þá afar sjaldgæft. Talið er að veiran geti lifað lengi í sæði karlmanna. Veiran hefur einnig fundist í munnvatni og þvagi. Ófrísk kona í Slóveníu greindist fyrir stuttu með veiruna og í kjölfarið ákvað hún að fara í fóstureyðingu. Zíka Tengdar fréttir Sá besti í heimi þorir ekki til Ríó út af Zika veirunni Jason Day, sem er efstur á heimslistanum í golfi, hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem ætla ekki að fara á Ólympíuleikana í Ríó vegna ótta við Zika veiruna. 28. júní 2016 13:45 Talið að Zikaveiru faraldurinn hafi náð hámarki Breskir og bandarískir vísindamenn segja að heildarlíftími faraldursins verði þrjú ár. 14. júlí 2016 21:13 Vísindamenn vilja fresta Ólympíuleikunum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að ekki sé ástæða til að færa eða fresta fyrirhuguðum Ólympíuleikum í Brasilíu vegna zika-veirunnar. Hundrað og fimmtíu virtir vísindamenn skoruðu á stofnunina að mælast til þess að leikunum yrði frestað vegna hættu á aukinni útbreiðslu veirunnar um heim allan. 28. maí 2016 19:30 WHO segir enga ástæðu til að færa eða fresta ólympíuleikunum Ólympíuleikarnir í Rio ættu ekki að valda "verulegri“ aukningu í útbreiðslu Zika-veirunnar. 28. maí 2016 11:15 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Spænsk kona sem sýkt var af Zika veirunni hefur nú fætt barn sitt. Barnið er eins og önnur börn með fæðingargalla sem veldur því að höfuð þeirra og heili eru óvenju smá. Talið er að þetta sé fyrsta tilfellið í Evrópu. Foreldrum barnsins var tilkynnt um fæðingargallann á meðan á meðgöngu stóð en þau ákváðu engu að síður að eiga það. Læknar sem tóku á móti barninu segja það við góða heilsu og að lífshorfur þess séu eðlilegar. Barnið var tekið með keisaraskurði eftir að móðir þess hafði gengið með það í 40 vikur. Yfirvöld á sjúkrahúsinu hafa staðfest að barnið sé með höfuðsmæð (e. microcephaly) fæðingargallann sem virðist plaga börn mæðra sem sýktar hafa verið af Zika veirunni. Heili slíkra barna nær aldrei fullum þroska og mörg þeirra ná aldrei þeirri hæfni að tala eða ganga. Einnig er algengt að börn með Zika veirunni eigi stutta ævi. Móðirin er sögð hafa sýkst af veirunni á meðan hún var í ferðalagi erlendis. Um 190 tilfelli hafa komið upp á Spáni og öll þeirra hafa verið eftir utanlandsferðir, iðulega til Suður-Ameríku þar sem veiran hefur náð mikilli útbreiðslu. Helsta smitleiðin er í gegnum moskítóflugur en hún smitast einnig frá móður til barns á meðan á meðgöngu stendur. Einnig er talið að veiran geti smitast með kynferðismökum en það er þá afar sjaldgæft. Talið er að veiran geti lifað lengi í sæði karlmanna. Veiran hefur einnig fundist í munnvatni og þvagi. Ófrísk kona í Slóveníu greindist fyrir stuttu með veiruna og í kjölfarið ákvað hún að fara í fóstureyðingu.
Zíka Tengdar fréttir Sá besti í heimi þorir ekki til Ríó út af Zika veirunni Jason Day, sem er efstur á heimslistanum í golfi, hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem ætla ekki að fara á Ólympíuleikana í Ríó vegna ótta við Zika veiruna. 28. júní 2016 13:45 Talið að Zikaveiru faraldurinn hafi náð hámarki Breskir og bandarískir vísindamenn segja að heildarlíftími faraldursins verði þrjú ár. 14. júlí 2016 21:13 Vísindamenn vilja fresta Ólympíuleikunum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að ekki sé ástæða til að færa eða fresta fyrirhuguðum Ólympíuleikum í Brasilíu vegna zika-veirunnar. Hundrað og fimmtíu virtir vísindamenn skoruðu á stofnunina að mælast til þess að leikunum yrði frestað vegna hættu á aukinni útbreiðslu veirunnar um heim allan. 28. maí 2016 19:30 WHO segir enga ástæðu til að færa eða fresta ólympíuleikunum Ólympíuleikarnir í Rio ættu ekki að valda "verulegri“ aukningu í útbreiðslu Zika-veirunnar. 28. maí 2016 11:15 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Sá besti í heimi þorir ekki til Ríó út af Zika veirunni Jason Day, sem er efstur á heimslistanum í golfi, hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem ætla ekki að fara á Ólympíuleikana í Ríó vegna ótta við Zika veiruna. 28. júní 2016 13:45
Talið að Zikaveiru faraldurinn hafi náð hámarki Breskir og bandarískir vísindamenn segja að heildarlíftími faraldursins verði þrjú ár. 14. júlí 2016 21:13
Vísindamenn vilja fresta Ólympíuleikunum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að ekki sé ástæða til að færa eða fresta fyrirhuguðum Ólympíuleikum í Brasilíu vegna zika-veirunnar. Hundrað og fimmtíu virtir vísindamenn skoruðu á stofnunina að mælast til þess að leikunum yrði frestað vegna hættu á aukinni útbreiðslu veirunnar um heim allan. 28. maí 2016 19:30
WHO segir enga ástæðu til að færa eða fresta ólympíuleikunum Ólympíuleikarnir í Rio ættu ekki að valda "verulegri“ aukningu í útbreiðslu Zika-veirunnar. 28. maí 2016 11:15