Tvöfalt kerfi Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. júlí 2016 07:00 Ef einkasjúkrahúsið sem hollenskt fyrirtæki vill byggja í Mosfellsbæ mun rísa mun það standa til hliðar við heilbrigðiskerfið. Sjúkrahúsið mun þurfa starfs- og rekstrarleyfi frá Landlæknisembættinu og Heilbrigðiseftirlitinu. Faglegar kröfur til rekstrar heilbrigðisþjónustu eru lögbundnar og landlæknir staðfestir hvort þær séu uppfylltar. Það er beinlínis gengið út frá því í lögum um heilbrigðisþjónustu að hér á landi geti risið einkarekin sjúkrahús sem veiti þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins. Ákvæði laganna um gæði heilbrigðisþjónustu gilda um „heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi án tillits til þess hvort hún er veitt af ríkinu eða öðrum aðilum með eða án greiðsluþátttöku ríkisins“, eins og þar segir. Ákvörðun landlæknis um starfsleyfi fyrir heilbrigðisþjónustu þarf að byggjast á lögmætum og málefnalegum sjónarmiðum. Ekki er gott að segja á hvaða grundvelli landlæknir getur synjað einkasjúkrahúsinu um starfsleyfi ef sjúkrahúsið uppfyllir allar lögbundnar kröfur. Heimilt er að skjóta synjun landlæknis til heilbrigðisráðherra. Það er því ráðherra málaflokksins sem hefur endanlegt ákvörðunarvald um það hvort sjúkrahúsið rís. Ráðherra getur hins vegar ekki tekið stjórnvaldsákvörðun sem byggist á ómálefnalegum sjónarmiðum þar sem forsendur sem liggja ákvörðun til grundvallar eru ákveðnar eftir á. Á þessum vettvangi hefur verið tæpt á því að það sé siðferðilegt álitamál hvort það sé verjandi að einkaaðilar hagnist fjárhagslega á því að hjúkra veikum mönnum til heilsu í krafti samnings við ríkisvaldið. Í tilviki sjúkrahússins í Mosfellsbæ snýst umræðan ekki um skattfé enda mun fyrirtækið ekki sinna verkefnum í krafti samninga við ríkið. Spítalinn á að veita útlendingum þjónustu án aðkomu hins opinbera. Varnaðarorð þeirra sem telja einkasjúkrahúsið í Mosfellsbæ ógn við íslenskt heilbrigðiskerfi byggjast einkum á tvenns konar rökum. Í fyrsta lagi sé verið að skapa tvöfalt kerfi sem yrði fyrsti vísirinn að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Jafnvel þótt sjúkrahúsið eigi bara að taka við sjúklingum frá útlöndum. Í öðru lagi muni sjúkrahúsið grafa undan íslenskum heilbrigðisstofnunum því það muni laða til sín lækna og hjúkrunarfræðinga á sama tíma og skortur sé á þeim á Landspítalanum. Það væri hins vegar aldrei hægt að byggja synjun um starfsleyfi á þessum grundvelli. Erfitt er að sjá í fljótu bragði hvers vegna Ísland er hentugur staður fyrir læknisfræðitúrisma af þessu tagi. Skattumhverfið hér er ekki sérstaklega eftirsóknarvert fyrir starfsemina. Ekki stendur til að ráða á spítalann íslenska lækna og hafa raunar yfirlýsingar um hið gagnstæða verið gefnar út. Það hefur hins vegar enginn útskýrt hvernig eigi að meina íslenskum læknum að ráða sig til vinnu á sjúkrahúsinu eftir að það er risið. Það er ekki síst þessi staðreynd sem gefur varnaðarorðum byr undir báða vængi. Þegar þeir sem standa að byggingu sjúkrahússins eiga síðan erfitt með að rökstyðja hvers vegna Ísland sé hentugur staður fyrir starfsemina er full ástæða til að staldra aðeins við og velta fyrir sér hvort hér liggi fiskur undir steini. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Ef einkasjúkrahúsið sem hollenskt fyrirtæki vill byggja í Mosfellsbæ mun rísa mun það standa til hliðar við heilbrigðiskerfið. Sjúkrahúsið mun þurfa starfs- og rekstrarleyfi frá Landlæknisembættinu og Heilbrigðiseftirlitinu. Faglegar kröfur til rekstrar heilbrigðisþjónustu eru lögbundnar og landlæknir staðfestir hvort þær séu uppfylltar. Það er beinlínis gengið út frá því í lögum um heilbrigðisþjónustu að hér á landi geti risið einkarekin sjúkrahús sem veiti þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins. Ákvæði laganna um gæði heilbrigðisþjónustu gilda um „heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi án tillits til þess hvort hún er veitt af ríkinu eða öðrum aðilum með eða án greiðsluþátttöku ríkisins“, eins og þar segir. Ákvörðun landlæknis um starfsleyfi fyrir heilbrigðisþjónustu þarf að byggjast á lögmætum og málefnalegum sjónarmiðum. Ekki er gott að segja á hvaða grundvelli landlæknir getur synjað einkasjúkrahúsinu um starfsleyfi ef sjúkrahúsið uppfyllir allar lögbundnar kröfur. Heimilt er að skjóta synjun landlæknis til heilbrigðisráðherra. Það er því ráðherra málaflokksins sem hefur endanlegt ákvörðunarvald um það hvort sjúkrahúsið rís. Ráðherra getur hins vegar ekki tekið stjórnvaldsákvörðun sem byggist á ómálefnalegum sjónarmiðum þar sem forsendur sem liggja ákvörðun til grundvallar eru ákveðnar eftir á. Á þessum vettvangi hefur verið tæpt á því að það sé siðferðilegt álitamál hvort það sé verjandi að einkaaðilar hagnist fjárhagslega á því að hjúkra veikum mönnum til heilsu í krafti samnings við ríkisvaldið. Í tilviki sjúkrahússins í Mosfellsbæ snýst umræðan ekki um skattfé enda mun fyrirtækið ekki sinna verkefnum í krafti samninga við ríkið. Spítalinn á að veita útlendingum þjónustu án aðkomu hins opinbera. Varnaðarorð þeirra sem telja einkasjúkrahúsið í Mosfellsbæ ógn við íslenskt heilbrigðiskerfi byggjast einkum á tvenns konar rökum. Í fyrsta lagi sé verið að skapa tvöfalt kerfi sem yrði fyrsti vísirinn að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Jafnvel þótt sjúkrahúsið eigi bara að taka við sjúklingum frá útlöndum. Í öðru lagi muni sjúkrahúsið grafa undan íslenskum heilbrigðisstofnunum því það muni laða til sín lækna og hjúkrunarfræðinga á sama tíma og skortur sé á þeim á Landspítalanum. Það væri hins vegar aldrei hægt að byggja synjun um starfsleyfi á þessum grundvelli. Erfitt er að sjá í fljótu bragði hvers vegna Ísland er hentugur staður fyrir læknisfræðitúrisma af þessu tagi. Skattumhverfið hér er ekki sérstaklega eftirsóknarvert fyrir starfsemina. Ekki stendur til að ráða á spítalann íslenska lækna og hafa raunar yfirlýsingar um hið gagnstæða verið gefnar út. Það hefur hins vegar enginn útskýrt hvernig eigi að meina íslenskum læknum að ráða sig til vinnu á sjúkrahúsinu eftir að það er risið. Það er ekki síst þessi staðreynd sem gefur varnaðarorðum byr undir báða vængi. Þegar þeir sem standa að byggingu sjúkrahússins eiga síðan erfitt með að rökstyðja hvers vegna Ísland sé hentugur staður fyrir starfsemina er full ástæða til að staldra aðeins við og velta fyrir sér hvort hér liggi fiskur undir steini.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun