Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2016 10:54 Atriðið úr stiklunni úr nýju Justice League-myndinni sem er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári. Þar má sjá stórstjörnurnar Jason Momoa og Ben Affleck ásamt íslensku leikurunum Ingvari E. Sigurðssyni, Kristbjörgu Kjeld, Ágústu Evu Erlendsdóttur og Salóme Gunnarsdóttur. Íslandstengingin við nýju Justice League-myndin er mikil en auk fyrirhugaðra taka hér á landi í haust bregður þó nokkrum Íslendingum fyrir í henni. Fyrsta stiklan úr myndinni var frumsýnd á afþreyingarráðstefnunni Comic-Con í San Diego í Bandaríkjunum um liðna helgi en Vísir hafði greint frá því að leikarinn Ingvar E. Sigurðsson væri í henni. En hann er ekki eini Íslendingurinn því leikkonurnar Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Salóme Gunnarsdóttir eru þar einnig, og ekki útilokað að fleiri Íslendingar séu í þessu atriði en Vísir hefur ekki fengið það staðfest.Efri röð frá vinstri: Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Salóme Gunnarsdóttir.Tekin upp á Ströndum Justice League er ofurhetjuteymi sem samanstendur af Superman, Batman, WonderWoman, Aquaman, The Flash og Cyborg. Öll eru þau úr ofurhetjuheimi myndasagnaútgáfunnar DC-Comics. Fyrr í ár var Batman v Superman: Dawn of Justice frumsýnd en hún er undanfari Justice League og mátti sjá alla meðlimi teymisins bregða fyrir í þeirri mynd. Justice League verður frumsýnd á næsta ári en tökur hófust fyrr í sumar og er áætlað að taka upp hluta myndarinnar hér á landi í haust, nánar tiltekið á Ströndum.Líkur á að Ingvar fái einhverjar línur Í atriðinu þar sem íslensku leikurunum bregður fyrir er Ben Affleck í hlutverki Bruce Wayne staddur í ótilgreindu þorpi í leit að huldumanni sem færir þorpsbúum fisk yfir vetrartímann þegar lítið er eftir að matarbirgðum. Í þann mund snýr Arthur Curry sér við sem flestir myndasagnaaðdáendur þekkja sem Aquaman en það er Jason Momoa sem leikur hann. Um leið og hann snýr sér við má sjá Ingvar E. Sigurðsson bregða fyrir en talið er að Ingvar fái einhverjar línur í þessu atriði á móti Ben Affleck, þó svo að það sé með engu staðfest.Ingvar E. Sigurðsson í Justice League-stiklunni.Flogið með leikarana til Lundúna Tökur á myndinni hófust í apríl síðastliðnum og hafa að stærstum hluta farið fram í Leavesden-myndverinu í Lundúnum sem er í eigu Warner Bros. Flogið var með Íslendingana þangað út fyrir rúmum mánuði þar sem upptökur á þessu atriði fóru fram. Talið er að tökur muni einnig fara að hluta til fram í Skotlandi og Íslandi.Skemmtiferðaskip hýsir mannskapinn á StröndumNútíminn sagði frá því í síðustu viku tökur á Justice League-muni fara fram á Djúpavík á Ströndum í október næstkomandi. Ásbjörn Þorgilsson, eigandi Hótels Djúpavíkur, sagði við Bændablaðið fyrir skemmstu að von væri á 200 manns til Djúpavíkur til að vinna myndina og að skemmtiferðaskip verði fengið á staðinn til að hýsa starfsliðið.Strandirnar gætu verið framandi heimkynni illmennisUpproxx sagði frá því í febrúar síðastliðnum að landslagið á Ströndum eigi líklega að vera frá framandi plánetu í Justice League og er gert að því skóna að um sé að ræða Apokolips, heimkynni illmennisins Darkseid. Með helstu hlutverk í myndinni fara fyrrnefndi Ben Affleck og Jason Momoa sem Batman og Aquaman, Henry Cavill sem Superman, Gal Gadot sem WonderWoman, Ezra Miller sem The Flash og Ray Fisher sem Cyborg. Þá er kunnugleg andlit þar einnig á borð við Amy Adams sem Lois Lane, J.K. Simmons sem Gordon lögreglustjóri, Jesse Eisenberg sem Lex Luthor, Willem Dafoe sem Nuidis Vulko og Jeremy Irons sem Alfred Pennyworth. Stikluna má sjá hér fyrir neðan: Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23 Justice League tekin upp að hluta á Íslandi Frá þessu greinir Entertainment Weekly í dag. 22. febrúar 2016 20:32 Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Hörð viðbrögð aðdáenda leiddu til breytinga á væntanlegri Justice League-mynd „Þegar Batman v Superman kom út hugsaði ég: Vá, ókei, úff,“ sagði leikstjórinn Zack Snyder við fjölmiðla. 21. júní 2016 21:30 Staðfest að Ben Affleck leikstýrir næstu Batman-mynd Sagðist í síðasta mánuði hafa fengið handrit sem hann væri ekki nógu ánægður með. 23. júlí 2016 19:38 Willem Dafoe ráðinn í Justice League Ekki er vitað hvaða hlutverk leikarinn mun taka að sér. 19. apríl 2016 22:47 J. K. Simmons hefur tekið tryllingslega á því í ræktinni Leikarinn ástsæli er orðinn vöðvastæltur svo um munar. 8. júní 2016 20:23 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Íslandstengingin við nýju Justice League-myndin er mikil en auk fyrirhugaðra taka hér á landi í haust bregður þó nokkrum Íslendingum fyrir í henni. Fyrsta stiklan úr myndinni var frumsýnd á afþreyingarráðstefnunni Comic-Con í San Diego í Bandaríkjunum um liðna helgi en Vísir hafði greint frá því að leikarinn Ingvar E. Sigurðsson væri í henni. En hann er ekki eini Íslendingurinn því leikkonurnar Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Salóme Gunnarsdóttir eru þar einnig, og ekki útilokað að fleiri Íslendingar séu í þessu atriði en Vísir hefur ekki fengið það staðfest.Efri röð frá vinstri: Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Salóme Gunnarsdóttir.Tekin upp á Ströndum Justice League er ofurhetjuteymi sem samanstendur af Superman, Batman, WonderWoman, Aquaman, The Flash og Cyborg. Öll eru þau úr ofurhetjuheimi myndasagnaútgáfunnar DC-Comics. Fyrr í ár var Batman v Superman: Dawn of Justice frumsýnd en hún er undanfari Justice League og mátti sjá alla meðlimi teymisins bregða fyrir í þeirri mynd. Justice League verður frumsýnd á næsta ári en tökur hófust fyrr í sumar og er áætlað að taka upp hluta myndarinnar hér á landi í haust, nánar tiltekið á Ströndum.Líkur á að Ingvar fái einhverjar línur Í atriðinu þar sem íslensku leikurunum bregður fyrir er Ben Affleck í hlutverki Bruce Wayne staddur í ótilgreindu þorpi í leit að huldumanni sem færir þorpsbúum fisk yfir vetrartímann þegar lítið er eftir að matarbirgðum. Í þann mund snýr Arthur Curry sér við sem flestir myndasagnaaðdáendur þekkja sem Aquaman en það er Jason Momoa sem leikur hann. Um leið og hann snýr sér við má sjá Ingvar E. Sigurðsson bregða fyrir en talið er að Ingvar fái einhverjar línur í þessu atriði á móti Ben Affleck, þó svo að það sé með engu staðfest.Ingvar E. Sigurðsson í Justice League-stiklunni.Flogið með leikarana til Lundúna Tökur á myndinni hófust í apríl síðastliðnum og hafa að stærstum hluta farið fram í Leavesden-myndverinu í Lundúnum sem er í eigu Warner Bros. Flogið var með Íslendingana þangað út fyrir rúmum mánuði þar sem upptökur á þessu atriði fóru fram. Talið er að tökur muni einnig fara að hluta til fram í Skotlandi og Íslandi.Skemmtiferðaskip hýsir mannskapinn á StröndumNútíminn sagði frá því í síðustu viku tökur á Justice League-muni fara fram á Djúpavík á Ströndum í október næstkomandi. Ásbjörn Þorgilsson, eigandi Hótels Djúpavíkur, sagði við Bændablaðið fyrir skemmstu að von væri á 200 manns til Djúpavíkur til að vinna myndina og að skemmtiferðaskip verði fengið á staðinn til að hýsa starfsliðið.Strandirnar gætu verið framandi heimkynni illmennisUpproxx sagði frá því í febrúar síðastliðnum að landslagið á Ströndum eigi líklega að vera frá framandi plánetu í Justice League og er gert að því skóna að um sé að ræða Apokolips, heimkynni illmennisins Darkseid. Með helstu hlutverk í myndinni fara fyrrnefndi Ben Affleck og Jason Momoa sem Batman og Aquaman, Henry Cavill sem Superman, Gal Gadot sem WonderWoman, Ezra Miller sem The Flash og Ray Fisher sem Cyborg. Þá er kunnugleg andlit þar einnig á borð við Amy Adams sem Lois Lane, J.K. Simmons sem Gordon lögreglustjóri, Jesse Eisenberg sem Lex Luthor, Willem Dafoe sem Nuidis Vulko og Jeremy Irons sem Alfred Pennyworth. Stikluna má sjá hér fyrir neðan:
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23 Justice League tekin upp að hluta á Íslandi Frá þessu greinir Entertainment Weekly í dag. 22. febrúar 2016 20:32 Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Hörð viðbrögð aðdáenda leiddu til breytinga á væntanlegri Justice League-mynd „Þegar Batman v Superman kom út hugsaði ég: Vá, ókei, úff,“ sagði leikstjórinn Zack Snyder við fjölmiðla. 21. júní 2016 21:30 Staðfest að Ben Affleck leikstýrir næstu Batman-mynd Sagðist í síðasta mánuði hafa fengið handrit sem hann væri ekki nógu ánægður með. 23. júlí 2016 19:38 Willem Dafoe ráðinn í Justice League Ekki er vitað hvaða hlutverk leikarinn mun taka að sér. 19. apríl 2016 22:47 J. K. Simmons hefur tekið tryllingslega á því í ræktinni Leikarinn ástsæli er orðinn vöðvastæltur svo um munar. 8. júní 2016 20:23 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23
Justice League tekin upp að hluta á Íslandi Frá þessu greinir Entertainment Weekly í dag. 22. febrúar 2016 20:32
Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45
Hörð viðbrögð aðdáenda leiddu til breytinga á væntanlegri Justice League-mynd „Þegar Batman v Superman kom út hugsaði ég: Vá, ókei, úff,“ sagði leikstjórinn Zack Snyder við fjölmiðla. 21. júní 2016 21:30
Staðfest að Ben Affleck leikstýrir næstu Batman-mynd Sagðist í síðasta mánuði hafa fengið handrit sem hann væri ekki nógu ánægður með. 23. júlí 2016 19:38
Willem Dafoe ráðinn í Justice League Ekki er vitað hvaða hlutverk leikarinn mun taka að sér. 19. apríl 2016 22:47
J. K. Simmons hefur tekið tryllingslega á því í ræktinni Leikarinn ástsæli er orðinn vöðvastæltur svo um munar. 8. júní 2016 20:23