Lífið

Ingvar E. Sigurðsson í fyrstu stiklunni úr Justice League

Birgir Olgeirsson skrifar
Ingvar E. Sigurðsson í Justice League-stiklunni.
Ingvar E. Sigurðsson í Justice League-stiklunni.
Verið var að frumsýna fyrstu stikluna úr Justice League-myndinni, sem væntanleg er í kvikmyndahús á næsta ári, á Comic-Con-ráðstefnunni í San Diego og þar birtist enginn annar en íslenski leikarinn Ingvar E. Sigurðsson.

Justice League samanstendur af Batman, Superman, Aquaman, Wonder Woman, Flash og Cyborg og er hluti af ofurhetjuheimi DC-Comics. Bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros. vonast til að geta náð sömu vinsældum með þetta ofurhetjuteymi líkt og Marvel hefur náð með Avengers en fyrir hafa komið út myndirnar Man of Steel, sem fjallaði bara um Superman, og Batman v Superman: Dawn of Justice. Í þeirri mynd bættust Batman og WonderWoman í hópinn ásamt því að sýnt var frá Aquaman, Cyborg og The Flash.

Í þessari stiklu sést Ben Affleck í hlutverki Bruce Wayne tala við bæjarbúa um veru sem færir íbúm fisk þegar harðnar í ári. Um leið og Aquaman, sem Jason Mamoa leikur, er að snúa sér við til að líta á Bruce Wayne sést glitta í Ingvar E. Sigurðsson í skamma stund.

Tökur á Justice League munu einmitt fara fram hér á landi á Ströndum í haust.

Þá var einnig stikla úr Wonder Woman-myndinni frumsýnd á Comic-Con. 

Og síðasta stiklan fyrir frumsýningu Suicide Squad í ágúst næstkomandi. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×