Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2016 11:00 Sársvekktur Kári Árnason gengur af velli eftir 2-1 tap Víkinga gegn KR í Víkinni 2004 þar sem Arnar Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið á 90. mínútu. vísir/teitur Tólfta umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta klárast í kvöld með Reykjavíkurslag Víkings og KR í Víkinni. Þessi lið skildu jöfn, markalaus, þegar þau mættust í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Bæði lið þurfa á sigri að halda en þau spiluðu bæði undir væntingum fyrri hluta móts. Víkingar eru með fimmtán stig í sjöunda sæti og geta komist yfir nafna sína frá Ólafsvík í sjötta sætinu með sigri en KR getur stokkið úr tíunda sæti og upp í það sjöunda, yfir Víkinga, vinni það í kvöld. Ef horft er til sögunnar eru líkurnar á sigri KR ansi miklar því Víkingar hafa aldrei unnið KR-inga í Víkinni. Liðin hafa mæst tíu sinnum á heimavelli Víkinga síðan þeir byrjuðu að spila í Traðarlandinu árið 1988 og hafa KR-ingar unnið níu af þeim leikjum en einu sinni skildu liðin jöfn. Ekki einu sinni meistaraárið sitt 1991 undir stjórn Loga Ólafssonar tókst Víkingum að vinna KR í Víkinni. Þvert á móti vann vesturbæjarliðið 4-1 stórsigur með tveimur mörkum frá Ragnari Margeirssyni heitnum og sitthvoru frá Pétri Péturssyni og Gunnari Skúlasyni. Víkingar unnu reyndar einn heimaleik gegn KR í efstu deild árið 1993. Hólmsteinn Jónasson tryggði þá Fossvogsliðinu sigur, 3-2, með marki á 78. mínútu eftir að Tómas Ingi Tómasson jafnaði metin í 2-2 fyrir KR þremur mínútum áður. Málið er að sá leikur var spilaður á Laugardalsvelli en ekki í Víkinni eins og heimaleikur Víkinga árið 1999 þar sem KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Þannig hefur nær fullkominn árangur KR á Víkingsvelli haldist. Markatala KR er ansi hagstæð í þessum ellefu leikjum en það hefur skorað 18 mörk á móti þremur. Egill Atlason, sonur Atla Eðvaldssonar sem gerði KR að tvöföldum meisturum árið 1999, skoraði síðast deildarmark í Víkinni fyrir Víkinga á móti KR árið 2004 í 2-1 tapi. Síðan þá hafa KR-inga ekki fengið á sig mark í fimm heimsóknum í Fossvoginn og unnið alla leikina. Sigur Víkinga í kvöld yrði svo sannarlega sögulegur en hann hefst klukkan 20.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þessi Reykjavíkurslagur verður svo gerður upp í Pepsi-mörkunum ásamt öllum hinum leikjum tólfu umferðar klukkan 22.00 í kvöld.Leikir Víkings og KR í Víkinni:2015: Víkingur - KR 0-32014: Víkingur - KR 0-12011: Víkingur - KR 0-22007: Víkingur - KR 0-12006: Víkingur - KR 0-12004: Víkingur - KR 1-21992: Víkingur - KR 0-21991: Víkingur - KR 1-41990: Víkingur - KR 1-11988: Víkingur - KR 0-1 KR vinnur 9 Jafntefli: 1 Víkingur vinnur 0 Markatala: 3-18 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Tólfta umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta klárast í kvöld með Reykjavíkurslag Víkings og KR í Víkinni. Þessi lið skildu jöfn, markalaus, þegar þau mættust í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Bæði lið þurfa á sigri að halda en þau spiluðu bæði undir væntingum fyrri hluta móts. Víkingar eru með fimmtán stig í sjöunda sæti og geta komist yfir nafna sína frá Ólafsvík í sjötta sætinu með sigri en KR getur stokkið úr tíunda sæti og upp í það sjöunda, yfir Víkinga, vinni það í kvöld. Ef horft er til sögunnar eru líkurnar á sigri KR ansi miklar því Víkingar hafa aldrei unnið KR-inga í Víkinni. Liðin hafa mæst tíu sinnum á heimavelli Víkinga síðan þeir byrjuðu að spila í Traðarlandinu árið 1988 og hafa KR-ingar unnið níu af þeim leikjum en einu sinni skildu liðin jöfn. Ekki einu sinni meistaraárið sitt 1991 undir stjórn Loga Ólafssonar tókst Víkingum að vinna KR í Víkinni. Þvert á móti vann vesturbæjarliðið 4-1 stórsigur með tveimur mörkum frá Ragnari Margeirssyni heitnum og sitthvoru frá Pétri Péturssyni og Gunnari Skúlasyni. Víkingar unnu reyndar einn heimaleik gegn KR í efstu deild árið 1993. Hólmsteinn Jónasson tryggði þá Fossvogsliðinu sigur, 3-2, með marki á 78. mínútu eftir að Tómas Ingi Tómasson jafnaði metin í 2-2 fyrir KR þremur mínútum áður. Málið er að sá leikur var spilaður á Laugardalsvelli en ekki í Víkinni eins og heimaleikur Víkinga árið 1999 þar sem KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Þannig hefur nær fullkominn árangur KR á Víkingsvelli haldist. Markatala KR er ansi hagstæð í þessum ellefu leikjum en það hefur skorað 18 mörk á móti þremur. Egill Atlason, sonur Atla Eðvaldssonar sem gerði KR að tvöföldum meisturum árið 1999, skoraði síðast deildarmark í Víkinni fyrir Víkinga á móti KR árið 2004 í 2-1 tapi. Síðan þá hafa KR-inga ekki fengið á sig mark í fimm heimsóknum í Fossvoginn og unnið alla leikina. Sigur Víkinga í kvöld yrði svo sannarlega sögulegur en hann hefst klukkan 20.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þessi Reykjavíkurslagur verður svo gerður upp í Pepsi-mörkunum ásamt öllum hinum leikjum tólfu umferðar klukkan 22.00 í kvöld.Leikir Víkings og KR í Víkinni:2015: Víkingur - KR 0-32014: Víkingur - KR 0-12011: Víkingur - KR 0-22007: Víkingur - KR 0-12006: Víkingur - KR 0-12004: Víkingur - KR 1-21992: Víkingur - KR 0-21991: Víkingur - KR 1-41990: Víkingur - KR 1-11988: Víkingur - KR 0-1 KR vinnur 9 Jafntefli: 1 Víkingur vinnur 0 Markatala: 3-18
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira