Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2016 11:00 Sársvekktur Kári Árnason gengur af velli eftir 2-1 tap Víkinga gegn KR í Víkinni 2004 þar sem Arnar Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið á 90. mínútu. vísir/teitur Tólfta umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta klárast í kvöld með Reykjavíkurslag Víkings og KR í Víkinni. Þessi lið skildu jöfn, markalaus, þegar þau mættust í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Bæði lið þurfa á sigri að halda en þau spiluðu bæði undir væntingum fyrri hluta móts. Víkingar eru með fimmtán stig í sjöunda sæti og geta komist yfir nafna sína frá Ólafsvík í sjötta sætinu með sigri en KR getur stokkið úr tíunda sæti og upp í það sjöunda, yfir Víkinga, vinni það í kvöld. Ef horft er til sögunnar eru líkurnar á sigri KR ansi miklar því Víkingar hafa aldrei unnið KR-inga í Víkinni. Liðin hafa mæst tíu sinnum á heimavelli Víkinga síðan þeir byrjuðu að spila í Traðarlandinu árið 1988 og hafa KR-ingar unnið níu af þeim leikjum en einu sinni skildu liðin jöfn. Ekki einu sinni meistaraárið sitt 1991 undir stjórn Loga Ólafssonar tókst Víkingum að vinna KR í Víkinni. Þvert á móti vann vesturbæjarliðið 4-1 stórsigur með tveimur mörkum frá Ragnari Margeirssyni heitnum og sitthvoru frá Pétri Péturssyni og Gunnari Skúlasyni. Víkingar unnu reyndar einn heimaleik gegn KR í efstu deild árið 1993. Hólmsteinn Jónasson tryggði þá Fossvogsliðinu sigur, 3-2, með marki á 78. mínútu eftir að Tómas Ingi Tómasson jafnaði metin í 2-2 fyrir KR þremur mínútum áður. Málið er að sá leikur var spilaður á Laugardalsvelli en ekki í Víkinni eins og heimaleikur Víkinga árið 1999 þar sem KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Þannig hefur nær fullkominn árangur KR á Víkingsvelli haldist. Markatala KR er ansi hagstæð í þessum ellefu leikjum en það hefur skorað 18 mörk á móti þremur. Egill Atlason, sonur Atla Eðvaldssonar sem gerði KR að tvöföldum meisturum árið 1999, skoraði síðast deildarmark í Víkinni fyrir Víkinga á móti KR árið 2004 í 2-1 tapi. Síðan þá hafa KR-inga ekki fengið á sig mark í fimm heimsóknum í Fossvoginn og unnið alla leikina. Sigur Víkinga í kvöld yrði svo sannarlega sögulegur en hann hefst klukkan 20.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þessi Reykjavíkurslagur verður svo gerður upp í Pepsi-mörkunum ásamt öllum hinum leikjum tólfu umferðar klukkan 22.00 í kvöld.Leikir Víkings og KR í Víkinni:2015: Víkingur - KR 0-32014: Víkingur - KR 0-12011: Víkingur - KR 0-22007: Víkingur - KR 0-12006: Víkingur - KR 0-12004: Víkingur - KR 1-21992: Víkingur - KR 0-21991: Víkingur - KR 1-41990: Víkingur - KR 1-11988: Víkingur - KR 0-1 KR vinnur 9 Jafntefli: 1 Víkingur vinnur 0 Markatala: 3-18 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Tólfta umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta klárast í kvöld með Reykjavíkurslag Víkings og KR í Víkinni. Þessi lið skildu jöfn, markalaus, þegar þau mættust í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Bæði lið þurfa á sigri að halda en þau spiluðu bæði undir væntingum fyrri hluta móts. Víkingar eru með fimmtán stig í sjöunda sæti og geta komist yfir nafna sína frá Ólafsvík í sjötta sætinu með sigri en KR getur stokkið úr tíunda sæti og upp í það sjöunda, yfir Víkinga, vinni það í kvöld. Ef horft er til sögunnar eru líkurnar á sigri KR ansi miklar því Víkingar hafa aldrei unnið KR-inga í Víkinni. Liðin hafa mæst tíu sinnum á heimavelli Víkinga síðan þeir byrjuðu að spila í Traðarlandinu árið 1988 og hafa KR-ingar unnið níu af þeim leikjum en einu sinni skildu liðin jöfn. Ekki einu sinni meistaraárið sitt 1991 undir stjórn Loga Ólafssonar tókst Víkingum að vinna KR í Víkinni. Þvert á móti vann vesturbæjarliðið 4-1 stórsigur með tveimur mörkum frá Ragnari Margeirssyni heitnum og sitthvoru frá Pétri Péturssyni og Gunnari Skúlasyni. Víkingar unnu reyndar einn heimaleik gegn KR í efstu deild árið 1993. Hólmsteinn Jónasson tryggði þá Fossvogsliðinu sigur, 3-2, með marki á 78. mínútu eftir að Tómas Ingi Tómasson jafnaði metin í 2-2 fyrir KR þremur mínútum áður. Málið er að sá leikur var spilaður á Laugardalsvelli en ekki í Víkinni eins og heimaleikur Víkinga árið 1999 þar sem KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Þannig hefur nær fullkominn árangur KR á Víkingsvelli haldist. Markatala KR er ansi hagstæð í þessum ellefu leikjum en það hefur skorað 18 mörk á móti þremur. Egill Atlason, sonur Atla Eðvaldssonar sem gerði KR að tvöföldum meisturum árið 1999, skoraði síðast deildarmark í Víkinni fyrir Víkinga á móti KR árið 2004 í 2-1 tapi. Síðan þá hafa KR-inga ekki fengið á sig mark í fimm heimsóknum í Fossvoginn og unnið alla leikina. Sigur Víkinga í kvöld yrði svo sannarlega sögulegur en hann hefst klukkan 20.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þessi Reykjavíkurslagur verður svo gerður upp í Pepsi-mörkunum ásamt öllum hinum leikjum tólfu umferðar klukkan 22.00 í kvöld.Leikir Víkings og KR í Víkinni:2015: Víkingur - KR 0-32014: Víkingur - KR 0-12011: Víkingur - KR 0-22007: Víkingur - KR 0-12006: Víkingur - KR 0-12004: Víkingur - KR 1-21992: Víkingur - KR 0-21991: Víkingur - KR 1-41990: Víkingur - KR 1-11988: Víkingur - KR 0-1 KR vinnur 9 Jafntefli: 1 Víkingur vinnur 0 Markatala: 3-18
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira