Athyglissjúk erkitýpa Logi Bergmann skrifar 23. júlí 2016 12:30 Ég skrifaði pistil um daginn um hálftóm glös – um hvernig okkur hættir til að búast alltaf við hinu versta og láta algjör smáatriði pirra okkur. Hann fékk fín viðbrögð og ég viðurkenni að ég var mjög glaður. Margir vinir mínir deildu honum og líka fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt og lét falleg orð fylgja með. Það gladdi mitt litla hjarta. Kallið mig plebba en mér finnst alltaf gaman þegar fólki líkar við mig og finnst ég geggjað skemmtilegur. Það er bara svo miklu notalegra. Enda reyni ég að vera ekki mjög leiðinlegur við fólk og finnst að það sé almennt miklu betra að vera bara léttur. En svo voru aðrir sem voru fúlir og notuðu ekki alveg jafn falleg orð. Og þá kemur maður að þessari stöðu: Hvað á ég að gera í því? Á ég í alvöru að fara að rífast við fólk á netinu? Er gáfulegt að segja: „Nei, þú skilur ekki. Ég var ekki að meina að fólk sem ætti ekki fyrir mat mætti ekki hafa áhyggjur.“ Sennilega ekki. En mig langar til að fara yfir nokkur ummæli sem birtust. Af hverju? Af því að ég get það og ég er í sumarfríi og valið stendur á milli þessa og pistils: steríótýpur á sólarströnd. Og af því að ég er í raun viðkvæmt blóm.Ef Logi Bergmann Eiðsson er meðal okkar fremstu vísdómsbrekkna er fokið í flest skjól?…?narsissisti frá hexxxxxi. Þetta er sennilega allt rétt. Skil samt ekki af hverju það er hægt að segja að ég sé vitleysingur og narsissisti en ekki skrifa helvíti. Var ekki orðið aðeins of seint í þessari setningu að verða kurteis?Bla, bla. Um hvað er þessi pistill herra Bakari? Ég held að þú þurfir að ath. stafsetningu hjá þér. Þú getur bullað með Gísla vini þínum, mér að meinalausu. Slepptu athyglissýkinni á öðrum vettvangi. Hér held ég að sé verið að vísa í útvarpsþáttinn Bakaríið sem ég er með á laugardagsmorgnum á Bylgjunni með Rúnari Frey (sem er vissulega Gíslason). Og já, ég er pottþétt athyglissjúkur. Haldið þið að ég sé í sjónvarpinu út af vinnutímanum? En ég er eiginlega alveg viss um að það er engin stafsetningarvilla í pistlinum hjá mér (las hann þrisvar yfir).Já, já, ekkert mál, lokum bara augunum höldum fyrir eyrun, þá verður nauðgunin miklu þægilegri. Hér er ég ekki alveg viss um hvað ég eigi að segja. En ég er nokkuð viss að þessi hefur lagt aðeins of mikla merkingu í þetta. Já, eiginlega bara alltof mikla. Eða verið að lesa annan pistil.Þetta,hljómar, eins,og,hann,sé, að,gera,grín, af,veikindum,annara,Engin,veit,hver,er,næstur, Það var sko alls ekki meiningin. Það var bara notað sem dæmi um það hvernig við getum miklað hluti fyrir okkur. Og þó að það hafi verið gerð athugasemd við stafsetningu hjá mér (og ég ætti því ekki að gefa ráð um slíkt) þá er ég alveg viss um að þetta er ekki eðlileg kommusetning. Og uppáhaldið mitt.Logi Bergmann er ekki góður penni sem er merkilegt enda á hann langan feril að baki og er nú hampað talsvert?…Maður lifir ekki með fólki með því að fundastýra því. Maður bara sættir sig við að sumir leggja mikla rækt við neikvæðni sína. Alveg eins og ég lifi með því að Logi leggur mikla rækt við eigið rassgat og að tala niður þá sem ekki hafa verið jafn heppnir í lífinu – og átt jafn góða vini – og hann sjálfur?…Logi er einmitt erkitýpan fyrir andverðleika sem pirrar fólk svolítið. Ég verð að viðurkenna að ég á í smá vandræðum með þetta. Sérstaklega þetta með að vera erkitýpa fyrir andverðleika. Ég er ekki alveg viss um að ég skilji þetta orðasamband en það getur varla þýtt neitt gott. En hér – svo ég haldi áfram á sömu nótum og um daginn – á ég val. Ég get grátið í koddann yfir fólkinu og hugsað um fólkið sem finnst ég vera illa skrifandi ógeð sem gerir grín að veikindum annarra, hugsandi um mitt eigið rassgat dagana langa í minni óþolandi, stafsetningarafneitandi athyglissýki. Eða ég get lesið aftur allt það fallega sem hitt fólkið sagði um mig. Þið megið giska á hvort ég ætla að velja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Ég skrifaði pistil um daginn um hálftóm glös – um hvernig okkur hættir til að búast alltaf við hinu versta og láta algjör smáatriði pirra okkur. Hann fékk fín viðbrögð og ég viðurkenni að ég var mjög glaður. Margir vinir mínir deildu honum og líka fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt og lét falleg orð fylgja með. Það gladdi mitt litla hjarta. Kallið mig plebba en mér finnst alltaf gaman þegar fólki líkar við mig og finnst ég geggjað skemmtilegur. Það er bara svo miklu notalegra. Enda reyni ég að vera ekki mjög leiðinlegur við fólk og finnst að það sé almennt miklu betra að vera bara léttur. En svo voru aðrir sem voru fúlir og notuðu ekki alveg jafn falleg orð. Og þá kemur maður að þessari stöðu: Hvað á ég að gera í því? Á ég í alvöru að fara að rífast við fólk á netinu? Er gáfulegt að segja: „Nei, þú skilur ekki. Ég var ekki að meina að fólk sem ætti ekki fyrir mat mætti ekki hafa áhyggjur.“ Sennilega ekki. En mig langar til að fara yfir nokkur ummæli sem birtust. Af hverju? Af því að ég get það og ég er í sumarfríi og valið stendur á milli þessa og pistils: steríótýpur á sólarströnd. Og af því að ég er í raun viðkvæmt blóm.Ef Logi Bergmann Eiðsson er meðal okkar fremstu vísdómsbrekkna er fokið í flest skjól?…?narsissisti frá hexxxxxi. Þetta er sennilega allt rétt. Skil samt ekki af hverju það er hægt að segja að ég sé vitleysingur og narsissisti en ekki skrifa helvíti. Var ekki orðið aðeins of seint í þessari setningu að verða kurteis?Bla, bla. Um hvað er þessi pistill herra Bakari? Ég held að þú þurfir að ath. stafsetningu hjá þér. Þú getur bullað með Gísla vini þínum, mér að meinalausu. Slepptu athyglissýkinni á öðrum vettvangi. Hér held ég að sé verið að vísa í útvarpsþáttinn Bakaríið sem ég er með á laugardagsmorgnum á Bylgjunni með Rúnari Frey (sem er vissulega Gíslason). Og já, ég er pottþétt athyglissjúkur. Haldið þið að ég sé í sjónvarpinu út af vinnutímanum? En ég er eiginlega alveg viss um að það er engin stafsetningarvilla í pistlinum hjá mér (las hann þrisvar yfir).Já, já, ekkert mál, lokum bara augunum höldum fyrir eyrun, þá verður nauðgunin miklu þægilegri. Hér er ég ekki alveg viss um hvað ég eigi að segja. En ég er nokkuð viss að þessi hefur lagt aðeins of mikla merkingu í þetta. Já, eiginlega bara alltof mikla. Eða verið að lesa annan pistil.Þetta,hljómar, eins,og,hann,sé, að,gera,grín, af,veikindum,annara,Engin,veit,hver,er,næstur, Það var sko alls ekki meiningin. Það var bara notað sem dæmi um það hvernig við getum miklað hluti fyrir okkur. Og þó að það hafi verið gerð athugasemd við stafsetningu hjá mér (og ég ætti því ekki að gefa ráð um slíkt) þá er ég alveg viss um að þetta er ekki eðlileg kommusetning. Og uppáhaldið mitt.Logi Bergmann er ekki góður penni sem er merkilegt enda á hann langan feril að baki og er nú hampað talsvert?…Maður lifir ekki með fólki með því að fundastýra því. Maður bara sættir sig við að sumir leggja mikla rækt við neikvæðni sína. Alveg eins og ég lifi með því að Logi leggur mikla rækt við eigið rassgat og að tala niður þá sem ekki hafa verið jafn heppnir í lífinu – og átt jafn góða vini – og hann sjálfur?…Logi er einmitt erkitýpan fyrir andverðleika sem pirrar fólk svolítið. Ég verð að viðurkenna að ég á í smá vandræðum með þetta. Sérstaklega þetta með að vera erkitýpa fyrir andverðleika. Ég er ekki alveg viss um að ég skilji þetta orðasamband en það getur varla þýtt neitt gott. En hér – svo ég haldi áfram á sömu nótum og um daginn – á ég val. Ég get grátið í koddann yfir fólkinu og hugsað um fólkið sem finnst ég vera illa skrifandi ógeð sem gerir grín að veikindum annarra, hugsandi um mitt eigið rassgat dagana langa í minni óþolandi, stafsetningarafneitandi athyglissýki. Eða ég get lesið aftur allt það fallega sem hitt fólkið sagði um mig. Þið megið giska á hvort ég ætla að velja.