99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Karl Lúðvíksson skrifar 23. júlí 2016 14:00 Það veiðist víða vel þessa dagana og þrátt fyrir ansi rólega veiði í sumum ánum eru aðrar að eiga gott sumar. Miðfjarðará hefur sannarlega verið ein af bestu veiðiám landsins síðustu ár og í fyrra var til að mynda frábær veiði í ánni þegar 6.028 löxum var landað sem er bæði nýtt met í ánni og besta veiði í laxveiðiá á Íslandi sem ekki er haldið uppi með sleppingum. Áin fór geysilega vel af stað í sumar og hefur veiðin í henni haldist í góðum gangi síðan og þrátt fyrir að hafa fallið í vatni hægði ekki mikið á veiðinni. Þegar loksins fór að rigna tók veiðin aftur góðan kipp og sem dæmi um það veiddust 99 laxar í ánni í gær á 10 stangir sem toppar dagsveiðina í Ytri Rangá þar sem 91 lax hefur verið að veiðast á 16 stangir á dag. Á miðvikudaginn var Miðfjarðará komin í 1.459 laxa og það er langt yfir meðaltali þessa dags í ánni síðustu 25 ár og þeir sem hafa verið við ánna nýlega segja að það sé ekkert ólíklegt að áin fari í 4-5.000 laxa í sumar. Mest lesið Ekki henda girnisafgöngum við veiðistaðinn þinn Veiði Strippið og dauðarekið Veiði Góð byrjun á sjóbirtingsveiðinni Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Yfirfall í Jöklu í september Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Hraunsfjörður farinn að gefa flottar bleikjur Veiði
Það veiðist víða vel þessa dagana og þrátt fyrir ansi rólega veiði í sumum ánum eru aðrar að eiga gott sumar. Miðfjarðará hefur sannarlega verið ein af bestu veiðiám landsins síðustu ár og í fyrra var til að mynda frábær veiði í ánni þegar 6.028 löxum var landað sem er bæði nýtt met í ánni og besta veiði í laxveiðiá á Íslandi sem ekki er haldið uppi með sleppingum. Áin fór geysilega vel af stað í sumar og hefur veiðin í henni haldist í góðum gangi síðan og þrátt fyrir að hafa fallið í vatni hægði ekki mikið á veiðinni. Þegar loksins fór að rigna tók veiðin aftur góðan kipp og sem dæmi um það veiddust 99 laxar í ánni í gær á 10 stangir sem toppar dagsveiðina í Ytri Rangá þar sem 91 lax hefur verið að veiðast á 16 stangir á dag. Á miðvikudaginn var Miðfjarðará komin í 1.459 laxa og það er langt yfir meðaltali þessa dags í ánni síðustu 25 ár og þeir sem hafa verið við ánna nýlega segja að það sé ekkert ólíklegt að áin fari í 4-5.000 laxa í sumar.
Mest lesið Ekki henda girnisafgöngum við veiðistaðinn þinn Veiði Strippið og dauðarekið Veiði Góð byrjun á sjóbirtingsveiðinni Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Yfirfall í Jöklu í september Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Hraunsfjörður farinn að gefa flottar bleikjur Veiði