Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - ÍBV 0-1 | Eyjakonur áfram eftir framlengingu Stefán Árni Pálsson skrifar 23. júlí 2016 16:00 Eyjakonur eru komnar í úrslit. vísir/vilhelm Þór/KA mætti ÍBV í undanúrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna í dag og höfðu Eyjakonur betur eftir framlengdan leik, 1-0. Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og var leikurinn heldur betur bragðdaufur. Liðin vildi greinilega ekki taka miklar áhættur og því opnuðust varnirnar ekki ýkja mikið. Þór/KA var kannski ívið betri aðilinn í venjulegum leiktíma en í framlengingunni tók Cloe Lacasse, leikmaður ÍBV, yfir. Hún var algjörlega stórkostleg í framlengingunni og átti greinilega mikla meira bensín eftir á tankinum en aðrir leikmenn. Hún fór hvað eftir annað upp kantinn og stak hvern Akureyringinn af á eftir öðrum. Það endaði með því að fyrirliðinn Rebekah Bass skoraði eina mark leiksins þegar Lacasse renndi boltanum út í teig á Bass sem setti hann þægilega í fjærhornið. Eyjakonur áttu einfaldlega skilið að fara áfram í úrslit, því þær börðust mun meira í framlengingunni. Þór/KA fékk gott færi undir lok leiksins en Bryndís í markið Eyjamanna varði vel. Það verður því ÍBV sem mætir Breiðablik í úrslitaleik Borgunarbikarsins sem fram fer 12. ágúst. Þau lið eru því komin í stærsta leik ársins. Ian Jeffs: Markmiðið hefur alltaf verið að berjast um titlaIan Jeffs í leik með karlaliði ÍBV.vísir/valli„Það er bara geggjað að komast í úrslit,“segir Ian David Jeffs, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Við erum eðlilega mjög ánægð með þetta en þetta var algjör baráttuleikur og bara 50/50 hver myndi fara alla leið.“ Jeffs segir að ÍBV hafi verið betri aðilinn í framlengingunni og það hafi skipt sköpum. Cloe Laccase var mögnuð í liði ÍBV í dag og lagði upp sigurmarkið. „Sem þjálfari þarftu stundum að taka ákvarðanir og standa og falla með þeim. Í síðasta leik lét ég Cloe bara spila einn hálfleik og hvíldi hana. Það borgaði sig heldu betur í dag og hún átti frábæran leik.“ Hann segir að völlurinn hafi verið blautur og mjög erfitt að spila góðan fótbolta á Akureyri í dag. „Það er frábært fyrir okkur að vera komnar í þennan leik. Þetta er stærsti leikurinn á hverju ári í karla og kvennaboltanum og það var markmiðið okkar í sumar að berjast um einhvern titil.“ Jóhann: Cloe er svindlkall eins og Harpa ÞorsteinsJóhann Kristinn Gunnarsson, Þjálfari Þórs/KA.Mynd/Daníel„Liðið sem tapar í undanúrslitum er sársvekkt, það er auðvitað alltaf þannig,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir leikinn. „Það munaði mjög litlu á liðunum í dag en það sem verður okkur að falli er bara einn leikmaður, hún Cloe Lacasse. Það eru ekki margir svona leikmenn í þessari deild, eiginlega bara örfáir ef það er einhver.“ Hann segir að Cloe sé svona svindlkall eins og Harpa Þorsteinsdóttir hjá Stjörnunni. „Þvílíkur gæðaleikmaður. Mér fannst við vera á pari við þær í baráttunni og slíku en við náðum ekki að skora og þá getur leikmaður eins og Cloe dúkkað upp og nýtt sér okkar mistök og refsað.“ Jóhann segir að þegar svona leikur er kominn í framlengingu skiptir bara máli hvaða lið gerir mistök. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Þór/KA mætti ÍBV í undanúrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna í dag og höfðu Eyjakonur betur eftir framlengdan leik, 1-0. Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og var leikurinn heldur betur bragðdaufur. Liðin vildi greinilega ekki taka miklar áhættur og því opnuðust varnirnar ekki ýkja mikið. Þór/KA var kannski ívið betri aðilinn í venjulegum leiktíma en í framlengingunni tók Cloe Lacasse, leikmaður ÍBV, yfir. Hún var algjörlega stórkostleg í framlengingunni og átti greinilega mikla meira bensín eftir á tankinum en aðrir leikmenn. Hún fór hvað eftir annað upp kantinn og stak hvern Akureyringinn af á eftir öðrum. Það endaði með því að fyrirliðinn Rebekah Bass skoraði eina mark leiksins þegar Lacasse renndi boltanum út í teig á Bass sem setti hann þægilega í fjærhornið. Eyjakonur áttu einfaldlega skilið að fara áfram í úrslit, því þær börðust mun meira í framlengingunni. Þór/KA fékk gott færi undir lok leiksins en Bryndís í markið Eyjamanna varði vel. Það verður því ÍBV sem mætir Breiðablik í úrslitaleik Borgunarbikarsins sem fram fer 12. ágúst. Þau lið eru því komin í stærsta leik ársins. Ian Jeffs: Markmiðið hefur alltaf verið að berjast um titlaIan Jeffs í leik með karlaliði ÍBV.vísir/valli„Það er bara geggjað að komast í úrslit,“segir Ian David Jeffs, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Við erum eðlilega mjög ánægð með þetta en þetta var algjör baráttuleikur og bara 50/50 hver myndi fara alla leið.“ Jeffs segir að ÍBV hafi verið betri aðilinn í framlengingunni og það hafi skipt sköpum. Cloe Laccase var mögnuð í liði ÍBV í dag og lagði upp sigurmarkið. „Sem þjálfari þarftu stundum að taka ákvarðanir og standa og falla með þeim. Í síðasta leik lét ég Cloe bara spila einn hálfleik og hvíldi hana. Það borgaði sig heldu betur í dag og hún átti frábæran leik.“ Hann segir að völlurinn hafi verið blautur og mjög erfitt að spila góðan fótbolta á Akureyri í dag. „Það er frábært fyrir okkur að vera komnar í þennan leik. Þetta er stærsti leikurinn á hverju ári í karla og kvennaboltanum og það var markmiðið okkar í sumar að berjast um einhvern titil.“ Jóhann: Cloe er svindlkall eins og Harpa ÞorsteinsJóhann Kristinn Gunnarsson, Þjálfari Þórs/KA.Mynd/Daníel„Liðið sem tapar í undanúrslitum er sársvekkt, það er auðvitað alltaf þannig,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir leikinn. „Það munaði mjög litlu á liðunum í dag en það sem verður okkur að falli er bara einn leikmaður, hún Cloe Lacasse. Það eru ekki margir svona leikmenn í þessari deild, eiginlega bara örfáir ef það er einhver.“ Hann segir að Cloe sé svona svindlkall eins og Harpa Þorsteinsdóttir hjá Stjörnunni. „Þvílíkur gæðaleikmaður. Mér fannst við vera á pari við þær í baráttunni og slíku en við náðum ekki að skora og þá getur leikmaður eins og Cloe dúkkað upp og nýtt sér okkar mistök og refsað.“ Jóhann segir að þegar svona leikur er kominn í framlengingu skiptir bara máli hvaða lið gerir mistök.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira