Systkinin jöfnuðu bæði vallarmet á sama deginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2016 20:42 Signý Arnórsdóttir og Rúnar Arnórsson. Vísir/Stefán Systkinin Signý Arnórsdóttir og Rúnar Arnórsson áttu bæði mjög flottan dag á Íslandsmótinu í golfi en þá fór fram annar dagur mótsins af fjórum en spilað er á Jaðarsvelli á Akureyri í ár. Signý Arnórsdóttir og Rúnar Arnórsson náðu bæði að jafna vallarmetið á Jaðarsvellinum í dag. Signý og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir jöfnuðu báðar metið hjá konunum en Rúnar var einn af fimm kylfingum sem jöfnuðu sólarhringsgamalt met Arons Snæs Júlíussonar frá því í gær. Auk Rúnars jöfnuðu þeir Axel Bóasson, Gísli Sveinbergsson, Arnór Ingi Finnbjörnsson og Andri Már Óskarsson einnig vallarmetið. Signý Arnórsdóttir lék holurnar átján á 68 höggum eða þremur höggum undir pari. Hún þurfti níu færri högg í dag en á fyrsta hringnum í gær. Signý var með fjóra fugla og einn skolla á hringnum. Hún lék fyrri níu holurnar á -1 og þær níu seinni á -2. Rúnar Arnórsson lék holurnar átján á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. Hann þurfti fimm færri högg í dag en á fyrsta hringnum í gær. Rúnar var með fjóra fugla, einn örn og tvo skolla á hringnum. Hann lék fyrri níu holurnar á -1 og þær níu seinni á -3. Signý Arnórsdóttir er í 4. sæti hjá konunum þegar keppni er hálfnuð en hún er sjö höggum á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem er efst alveg eins og eftir fyrsta daginn. Rúnar Arnórsson er einn af þremur kylfingum í öðru sæti hjá körlunum en hann er aðeins einu höggi á eftir Keilismanninum Axel Bóassyni sem er í efsta sæti eftir 36 holur. Golf Tengdar fréttir Ólafía jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli og er með tveggja högga forskot Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með tveggja högg forskot þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í golfi á Jaðarsvelli á Akureyri. 22. júlí 2016 14:59 Ólafía Þórunn: Ég er alltaf að læra betur á völlinn Það stefnir í æsispennandi keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag á Jaðarsvelli á Akureyri en það munar aðeins tveimur höggum á efstu þremur konunum eftir fyrstu átján holurnar. 21. júlí 2016 19:15 Ólafía Þórunn er efst hjá konunum en á þó bara eitt högg Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer þessa dagana á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 19:01 Fimm jöfnuðu sólarhringsgamalt vallarmet og Axel er í forystu Axel Bóasson úr Keili er með eins höggs forskot eftir annan daginn á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram þessa dagana á á Jaðarsvelli á Akureyri. 22. júlí 2016 17:51 Frábært vallarmet hjá Aroni Snæ og tveggja högga forysta eftir fyrsta dag Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæ er með tveggja högga forystu í karlaflokki eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 21:27 Aron Snær: Þessi hringur kemur mér ekkert á óvart Aron Snær Júlíusson úr GKG er með tveggja högga forskot að loknum fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni en hann setti nýtt glæsilegt vallarmet í kvöld. 21. júlí 2016 21:39 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Systkinin Signý Arnórsdóttir og Rúnar Arnórsson áttu bæði mjög flottan dag á Íslandsmótinu í golfi en þá fór fram annar dagur mótsins af fjórum en spilað er á Jaðarsvelli á Akureyri í ár. Signý Arnórsdóttir og Rúnar Arnórsson náðu bæði að jafna vallarmetið á Jaðarsvellinum í dag. Signý og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir jöfnuðu báðar metið hjá konunum en Rúnar var einn af fimm kylfingum sem jöfnuðu sólarhringsgamalt met Arons Snæs Júlíussonar frá því í gær. Auk Rúnars jöfnuðu þeir Axel Bóasson, Gísli Sveinbergsson, Arnór Ingi Finnbjörnsson og Andri Már Óskarsson einnig vallarmetið. Signý Arnórsdóttir lék holurnar átján á 68 höggum eða þremur höggum undir pari. Hún þurfti níu færri högg í dag en á fyrsta hringnum í gær. Signý var með fjóra fugla og einn skolla á hringnum. Hún lék fyrri níu holurnar á -1 og þær níu seinni á -2. Rúnar Arnórsson lék holurnar átján á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. Hann þurfti fimm færri högg í dag en á fyrsta hringnum í gær. Rúnar var með fjóra fugla, einn örn og tvo skolla á hringnum. Hann lék fyrri níu holurnar á -1 og þær níu seinni á -3. Signý Arnórsdóttir er í 4. sæti hjá konunum þegar keppni er hálfnuð en hún er sjö höggum á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem er efst alveg eins og eftir fyrsta daginn. Rúnar Arnórsson er einn af þremur kylfingum í öðru sæti hjá körlunum en hann er aðeins einu höggi á eftir Keilismanninum Axel Bóassyni sem er í efsta sæti eftir 36 holur.
Golf Tengdar fréttir Ólafía jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli og er með tveggja högga forskot Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með tveggja högg forskot þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í golfi á Jaðarsvelli á Akureyri. 22. júlí 2016 14:59 Ólafía Þórunn: Ég er alltaf að læra betur á völlinn Það stefnir í æsispennandi keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag á Jaðarsvelli á Akureyri en það munar aðeins tveimur höggum á efstu þremur konunum eftir fyrstu átján holurnar. 21. júlí 2016 19:15 Ólafía Þórunn er efst hjá konunum en á þó bara eitt högg Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer þessa dagana á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 19:01 Fimm jöfnuðu sólarhringsgamalt vallarmet og Axel er í forystu Axel Bóasson úr Keili er með eins höggs forskot eftir annan daginn á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram þessa dagana á á Jaðarsvelli á Akureyri. 22. júlí 2016 17:51 Frábært vallarmet hjá Aroni Snæ og tveggja högga forysta eftir fyrsta dag Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæ er með tveggja högga forystu í karlaflokki eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 21:27 Aron Snær: Þessi hringur kemur mér ekkert á óvart Aron Snær Júlíusson úr GKG er með tveggja högga forskot að loknum fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni en hann setti nýtt glæsilegt vallarmet í kvöld. 21. júlí 2016 21:39 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli og er með tveggja högga forskot Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með tveggja högg forskot þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í golfi á Jaðarsvelli á Akureyri. 22. júlí 2016 14:59
Ólafía Þórunn: Ég er alltaf að læra betur á völlinn Það stefnir í æsispennandi keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag á Jaðarsvelli á Akureyri en það munar aðeins tveimur höggum á efstu þremur konunum eftir fyrstu átján holurnar. 21. júlí 2016 19:15
Ólafía Þórunn er efst hjá konunum en á þó bara eitt högg Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer þessa dagana á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 19:01
Fimm jöfnuðu sólarhringsgamalt vallarmet og Axel er í forystu Axel Bóasson úr Keili er með eins höggs forskot eftir annan daginn á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram þessa dagana á á Jaðarsvelli á Akureyri. 22. júlí 2016 17:51
Frábært vallarmet hjá Aroni Snæ og tveggja högga forysta eftir fyrsta dag Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæ er með tveggja högga forystu í karlaflokki eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 21:27
Aron Snær: Þessi hringur kemur mér ekkert á óvart Aron Snær Júlíusson úr GKG er með tveggja högga forskot að loknum fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni en hann setti nýtt glæsilegt vallarmet í kvöld. 21. júlí 2016 21:39