Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Breiðablik 0-2 | Seiglusigur Blika Tómas Þór Þórðarson í Ólafsvík skrifar 24. júlí 2016 22:15 Vísir/Vilhelm Breiðablik vann torsóttan 2-0 seiglusigur á Ólafsvíkingum í tólftu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Blikar tvö í þeim síðari og nældu sér í tvö dýrmæt stig. Þegar þessi lið mættust í fyrstu umferðinni unnu Ólsarar nokkuð óvæntan sigur en Blikar komu fram hefndum í kvöld og unnu sanngjarnan sigur en gestirnir úr Kópavoginum voru töluvert betri. Árni Vilhjálmsson, sem lagði upp þrjú mörk í síðasta leik, braut ísinn í kvöld með góðu marki af stuttu færi á 65. mínútu og Arnþór Ari Atlason innsiglaði sigurinn á 73. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Atla Sigurjónssonar úr dauðafæri sem var varið. Vel afgreitt hjá Arnþóri. Breiðablik er með 22 stig og heldur sér í toppbaráttunni með sigrinum en Ólsarar eru áfram með 18 stig og eru nú búnir að tapa tveimur heimaleikjum í röð.Af hverju vann Breiðablik? Gestirnir úr Kópavoginum voru einfaldlega betra liðið í leiknum. Þeir sóttu án afláts strax í byrjun leiks án þess þó að skapa sér nein dauðafæri en spilið hjá liðinu var hratt og gott en miklu munar um að fá Árna Vilhjálmsson inn í Blikaliðið. Ólsarar, sem skoruðu 16 mörk í fyrri umferðinni, sköpuðu sér ekki alvöru færi gegn sterkri Blikavörninni. Þrátt fyrir að vera án fyrirliðans Olivers Sigurjónssonar höfðu miðverðir Blikanna; Elfar Freyr og Damir Muminovic, lítið fyrir því að stoppa máttlausar sóknarlotur Ólsara. Það vantaði miklu meiri gæði í lið Ólafsvíkinga þegar þeir loksins fengu boltann og reyndu að byggja upp sóknir en á löngum köflum í leiknum tókst liðinu varla að tengja saman nokkrar sendingar. Ólsarar hefðu mögulega geta hangið á 0-0 og stolið góðu stigi en þegar þú ert með ref eins og Árna Vilhjálmsson í teignum eru alltaf líkur á að hann skori og brjóti ísinn eins og hann gerði í dag.Þessir stóðu upp úr Það er allt annað að sjá Blikaliðið með Árna fremstan. Ekki bara er hann búinn að leggja upp þrjú og skora eitt í fyrstu tveimur leikjunum þá gerir hann svo rosalega mikið fyrir sóknarleik liðsins. Hreyfingin á fremstu mönnum er meiri út af honum og hann gefur liðinu greinilega mikið bara með nærveru sinni á vellinum. Allar snertingar á bolta eru eins og hjá alvöru atvinnumanni en himinn og haf er að sjá hraðann á spili Blika með hans og án. Svo fiskaði hann gult spjald á báða miðverði Ólsara. Miðverðirnir tveir; Damir og Elfar Freyr, voru einnig góðir en Blikar héldu hreinu í sjötta sinn og eru aðeins búnir að fá á sig átta mörk í tólf leikjum.Hvað gekk illa? Miðjan hjá Ólsurum var nær dauða en lífi. Björn Pálsson sinnti sínu hlutverki sem varnarsinnaður miðjumaður mjög vel í 4-4-2 uppstillingu Ejubs í leiknum. Aftur á móti voru hann og Egill Jónsson lítið að gera fyrir sóknarleikinn en það bar afskaplega lítið á Agli og kom hann aldrei ró á spil Ólsarara eins og hann gerir svo vel. Það var þó ekkert bara við þá tvo að sakast. Bakverðir liðsins; Alfreð Már og Pontus, hleyptu öllm sem vildu aftur fyrir sig en til allrar hamingju voru miðverirnir Egea og Tomasz Luba oftast velvakandi og Martinez varði mjög vel nokkrum sinnum. Jonathan Glenn kom inn á sem varamaður og fékk tvö dauðafæri einn á móti markverði fyrir Breiðablik en lét verja frá sér í tvígang. Honum virðist ekki ætlað að skora í sumar og óvíst hvort hann lifi þennan glugga af í Breiðabliki.Hvað gerist næst? Blikar eru bara komnir í bullandi toppbaráttu en þeir eru áfram þremur stigum á eftir FH og eru búnir að vinna tvo leiki í röð. Blikar eru nú í þriðja sæti deildarinnar. Ólsarar eru nú búnir að tapa tveimur heimaleikjum í röð eftir að tapa ekki á heimavelli í um tvö ár. Þeir eru án sigurs í þremur síðustu leikjum og fallnir niður í sjötta sæti deildarinnar. Ólsarar eru ekkert að fara að falla í þessari deild en nú verða þeir að passa sig að taka ekki töpum sem sjálfsögðum hlut. Það getur verið hættulegt fyrir hausinn á nýliðum að byrja að tapa og tapa. Það er hola sem erfitt er að klifra upp úr.Árni: Sexí að koma heim og berjast um titilinn Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, braut ísinn fyrir sína menn í kvöld og skoraði mikilvægt makr á 65. mínútu þegar Blikar unnu Ólsara, 2-0, á útivelli í Pepsi-deild karla í fótbolta. Blikar voru betri aðilinn í leiknum en gekk erfiðlega að skora framan af gegn mátulega sterkri vörn heimamanna. „Ég myndi segja að þetta hafi verið sanngjarnt. Við spiluðum fínan fótbolta. Við höfum spilað betur en við kláruðum okkar færi og náðum í stigin þrjú,“ sagði Árni við Vísi eftir leikinn í kvöld en hann lá mikið í grasinu eftir brot heimamanna. „Víkingsliðið er þannig að það spilar fast og ég fékk alveg að finna fyrir því sjálfur. Þannig er þeirra bolti. Þeir vilja ekkert endilega halda boltanum en vita að við erum góðir í því." „Þeir leyfðu okkur að halda boltanum en við þurftum að drusla þessu marki inn og það gerðum við á 65. mínútu eða hvað það nú var. Það var mjög þægilegt að skora fyrsta markið og tilfinningin var enn þá betri þegar Arnþór kláraði þetta með sínu marki,“ sagði Árni. Blikar eru í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn í kvöld, aðeins þremur stigum á eftir FH. Kópavogsliðið er búið að vinna tvo leiki í röð eftir að Árni kom til þess en hann skilaði þremur stoðsendingum í fyrsta leik og marki í dag. „Við eigum mikinn séns á að vinna þessa dollu. Við erum ekkert langt frá toppnum. Ég er að koma heim í topp standi og önnur ástæða er hversu nálægt liðið er að vinna þetta. Það er sexí að koma heim og reyna að berjast um titilinn. Svo er auðvitað gaman að fá að spila aftur þannig ég er þakklátur Blikum fyrir að kalla á mig og bjóða mér upp á það,“ sagði Árni. Aðstæðurnar í Ólafsvík í dag eru töluvert öðruvísi en hann átti að venjast á stórum leikvöngum norsku úrvalsdeildarinnar. Hann fékk heldur betur að heyra það úr stúkunni frá stuðningsmönnum Ólsara og fagnaði því hressilega þegar hann skoraði. „Ég er að elska þetta. Þetta er ekkert persónulegt hjá þeim. Svona á þetta að vera. Þetta er það sem drífur mann áfram. Þeir hefðu reyndar átt að sleppa þessu því eina sem ég hugsaði um var að þegar ég skora fá þeir þetta í bakið,“ sagði Árni Vilhjálmsson brosandi að lokum.vísir/vilhelmEjub: Vissum að við myndum lenda í vandræðum Ejub Purisevic, þjálfari Ólsara, var svekktur eftir tapið í kvöld eins og ber að skilja en honum fannst sínir menn aldrei komast í gang. „Mér fannst við halda boltanum mjög illa. Við vorum alltaf að elta og settum aldrei almennilega boltapressu. Þetta var stundum eins og á æfingu - bara 50 prósent kraftur. Það voru lítið gæði hjá okkur þegar við héldum boltanum og því var erfitt að spila,“ sagði Ejub við Vísi eftir leikinn. Ólsarar töpuðu ekki á heimavelli í 18 leikjum í röð en eru nú búnir að tapa tveimur í röð í Pepsi-deildinni. Er þetta eitthvað sem Ejub hefur áhyggjur af? „Við vissum alveg að við myndum lenda í vandræðum því að öll liðin í þessari deild eru góð. Ég verð að hrósa Blikunum samt því þeir voru mjög góðir í dag. Í fljótu bragði fyrir mig er erfitt að finna skýringar á þessu nema að Breiðablik spilaði betur og sýndi meiri gæði. Ég vona að við getum sýnt betri frammistöðu í framtíðinni,“ sagði Ejub. Ejub veit alveg að nýliðar eiga það til að tapa mörgum leikjum í röð og það getur verið hættulegt fyrir nýliða að fara á þannig slæmt skrið. „Ég er oft búinn að vara við þessu. Ég veit við erum með 18 stig en það verður kraftaverk ef við höldum okkur uppi. Ég veit líka mjög vel hversu mikinn mannskap ég hef yfir að ráða og hversu mikil gæði eru í liðinu,“ sagði Ejub. „Við þurfum að einbeita okkur að því að ná í þau stig sem eftir eru. Það er alveg rétt að við verðum að passa okkur á að stoppa blæðinguna sem fyrst og ég fer í það núna,“ sagði Ejub Purisevic.vísir/antonArnar: Árni gefur öllum hópnum auka kraft Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sína menn í kvöld eftir 2-0 sigurinn í Ólafsvík en Blikarnir voru betra liðið og áttu sigurinn fyllilega skilinn. „Við réðum ferðinni allan tímann en til að byrja með vorum við ekki nógu klókir á síðasta þriðjungi vallarins að koma okkur í færi. Mér fannst við eiginlega vera liðið sem réði ferðinni frá upphafi til enda,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. „Um leið og við skoruðum markið opnaðist leikurinn og við gátum auðveldlega bætt við fleiri mörkum. Mér fannst þetta því sanngjarn sigur.“ Ólsararnir unnu Blikana í fyrstu umferð, 2-1, og vissi Arnar því alveg að hér væri erfitt að sækja þrjú stig. „Þetta er erfiður völlur að koma á. Ólafsvíkurliðið er skipulagt en hefur góða menn fram á við sem geta skorað. Það var okkar lukka að einn besti framherji landsins var í banni hjá þeim. En gott hjá okkur að skora tvö og halda hreinu hérna,“ sagði Arnar. Árni Vilhjálmsson hefur komið sterkur inn í lið Blika og lagt upp þrjú mörk og skoraði svo eitt í dag. „Árni hefur komið með mikið líf inn þetta hjá okkur og það var líka mikilvægt fyrir hann að pota inn fyrsta markinu. Vonandi höldum við bara áfram. Það gefur líka öðrum leikmönnum byr undir báða vængi að fá Árna. Hann gefur öllum hópnum auka kraft,“ sagði Arnar. „Við þurfum að halda okkur á jörðinni núna. Menn eru fljótir að fara upp töfluna og fljótir að fara niður. Það er geta í þessu liði til að gera góða hluti en ég hef sagt það að ef við erum ekki með tærnar á jörðinni og erum vinnusamir getum við tapað fyrir hverjum sem er,“ sagði Arnar Grétarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Breiðablik vann torsóttan 2-0 seiglusigur á Ólafsvíkingum í tólftu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Blikar tvö í þeim síðari og nældu sér í tvö dýrmæt stig. Þegar þessi lið mættust í fyrstu umferðinni unnu Ólsarar nokkuð óvæntan sigur en Blikar komu fram hefndum í kvöld og unnu sanngjarnan sigur en gestirnir úr Kópavoginum voru töluvert betri. Árni Vilhjálmsson, sem lagði upp þrjú mörk í síðasta leik, braut ísinn í kvöld með góðu marki af stuttu færi á 65. mínútu og Arnþór Ari Atlason innsiglaði sigurinn á 73. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Atla Sigurjónssonar úr dauðafæri sem var varið. Vel afgreitt hjá Arnþóri. Breiðablik er með 22 stig og heldur sér í toppbaráttunni með sigrinum en Ólsarar eru áfram með 18 stig og eru nú búnir að tapa tveimur heimaleikjum í röð.Af hverju vann Breiðablik? Gestirnir úr Kópavoginum voru einfaldlega betra liðið í leiknum. Þeir sóttu án afláts strax í byrjun leiks án þess þó að skapa sér nein dauðafæri en spilið hjá liðinu var hratt og gott en miklu munar um að fá Árna Vilhjálmsson inn í Blikaliðið. Ólsarar, sem skoruðu 16 mörk í fyrri umferðinni, sköpuðu sér ekki alvöru færi gegn sterkri Blikavörninni. Þrátt fyrir að vera án fyrirliðans Olivers Sigurjónssonar höfðu miðverðir Blikanna; Elfar Freyr og Damir Muminovic, lítið fyrir því að stoppa máttlausar sóknarlotur Ólsara. Það vantaði miklu meiri gæði í lið Ólafsvíkinga þegar þeir loksins fengu boltann og reyndu að byggja upp sóknir en á löngum köflum í leiknum tókst liðinu varla að tengja saman nokkrar sendingar. Ólsarar hefðu mögulega geta hangið á 0-0 og stolið góðu stigi en þegar þú ert með ref eins og Árna Vilhjálmsson í teignum eru alltaf líkur á að hann skori og brjóti ísinn eins og hann gerði í dag.Þessir stóðu upp úr Það er allt annað að sjá Blikaliðið með Árna fremstan. Ekki bara er hann búinn að leggja upp þrjú og skora eitt í fyrstu tveimur leikjunum þá gerir hann svo rosalega mikið fyrir sóknarleik liðsins. Hreyfingin á fremstu mönnum er meiri út af honum og hann gefur liðinu greinilega mikið bara með nærveru sinni á vellinum. Allar snertingar á bolta eru eins og hjá alvöru atvinnumanni en himinn og haf er að sjá hraðann á spili Blika með hans og án. Svo fiskaði hann gult spjald á báða miðverði Ólsara. Miðverðirnir tveir; Damir og Elfar Freyr, voru einnig góðir en Blikar héldu hreinu í sjötta sinn og eru aðeins búnir að fá á sig átta mörk í tólf leikjum.Hvað gekk illa? Miðjan hjá Ólsurum var nær dauða en lífi. Björn Pálsson sinnti sínu hlutverki sem varnarsinnaður miðjumaður mjög vel í 4-4-2 uppstillingu Ejubs í leiknum. Aftur á móti voru hann og Egill Jónsson lítið að gera fyrir sóknarleikinn en það bar afskaplega lítið á Agli og kom hann aldrei ró á spil Ólsarara eins og hann gerir svo vel. Það var þó ekkert bara við þá tvo að sakast. Bakverðir liðsins; Alfreð Már og Pontus, hleyptu öllm sem vildu aftur fyrir sig en til allrar hamingju voru miðverirnir Egea og Tomasz Luba oftast velvakandi og Martinez varði mjög vel nokkrum sinnum. Jonathan Glenn kom inn á sem varamaður og fékk tvö dauðafæri einn á móti markverði fyrir Breiðablik en lét verja frá sér í tvígang. Honum virðist ekki ætlað að skora í sumar og óvíst hvort hann lifi þennan glugga af í Breiðabliki.Hvað gerist næst? Blikar eru bara komnir í bullandi toppbaráttu en þeir eru áfram þremur stigum á eftir FH og eru búnir að vinna tvo leiki í röð. Blikar eru nú í þriðja sæti deildarinnar. Ólsarar eru nú búnir að tapa tveimur heimaleikjum í röð eftir að tapa ekki á heimavelli í um tvö ár. Þeir eru án sigurs í þremur síðustu leikjum og fallnir niður í sjötta sæti deildarinnar. Ólsarar eru ekkert að fara að falla í þessari deild en nú verða þeir að passa sig að taka ekki töpum sem sjálfsögðum hlut. Það getur verið hættulegt fyrir hausinn á nýliðum að byrja að tapa og tapa. Það er hola sem erfitt er að klifra upp úr.Árni: Sexí að koma heim og berjast um titilinn Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, braut ísinn fyrir sína menn í kvöld og skoraði mikilvægt makr á 65. mínútu þegar Blikar unnu Ólsara, 2-0, á útivelli í Pepsi-deild karla í fótbolta. Blikar voru betri aðilinn í leiknum en gekk erfiðlega að skora framan af gegn mátulega sterkri vörn heimamanna. „Ég myndi segja að þetta hafi verið sanngjarnt. Við spiluðum fínan fótbolta. Við höfum spilað betur en við kláruðum okkar færi og náðum í stigin þrjú,“ sagði Árni við Vísi eftir leikinn í kvöld en hann lá mikið í grasinu eftir brot heimamanna. „Víkingsliðið er þannig að það spilar fast og ég fékk alveg að finna fyrir því sjálfur. Þannig er þeirra bolti. Þeir vilja ekkert endilega halda boltanum en vita að við erum góðir í því." „Þeir leyfðu okkur að halda boltanum en við þurftum að drusla þessu marki inn og það gerðum við á 65. mínútu eða hvað það nú var. Það var mjög þægilegt að skora fyrsta markið og tilfinningin var enn þá betri þegar Arnþór kláraði þetta með sínu marki,“ sagði Árni. Blikar eru í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn í kvöld, aðeins þremur stigum á eftir FH. Kópavogsliðið er búið að vinna tvo leiki í röð eftir að Árni kom til þess en hann skilaði þremur stoðsendingum í fyrsta leik og marki í dag. „Við eigum mikinn séns á að vinna þessa dollu. Við erum ekkert langt frá toppnum. Ég er að koma heim í topp standi og önnur ástæða er hversu nálægt liðið er að vinna þetta. Það er sexí að koma heim og reyna að berjast um titilinn. Svo er auðvitað gaman að fá að spila aftur þannig ég er þakklátur Blikum fyrir að kalla á mig og bjóða mér upp á það,“ sagði Árni. Aðstæðurnar í Ólafsvík í dag eru töluvert öðruvísi en hann átti að venjast á stórum leikvöngum norsku úrvalsdeildarinnar. Hann fékk heldur betur að heyra það úr stúkunni frá stuðningsmönnum Ólsara og fagnaði því hressilega þegar hann skoraði. „Ég er að elska þetta. Þetta er ekkert persónulegt hjá þeim. Svona á þetta að vera. Þetta er það sem drífur mann áfram. Þeir hefðu reyndar átt að sleppa þessu því eina sem ég hugsaði um var að þegar ég skora fá þeir þetta í bakið,“ sagði Árni Vilhjálmsson brosandi að lokum.vísir/vilhelmEjub: Vissum að við myndum lenda í vandræðum Ejub Purisevic, þjálfari Ólsara, var svekktur eftir tapið í kvöld eins og ber að skilja en honum fannst sínir menn aldrei komast í gang. „Mér fannst við halda boltanum mjög illa. Við vorum alltaf að elta og settum aldrei almennilega boltapressu. Þetta var stundum eins og á æfingu - bara 50 prósent kraftur. Það voru lítið gæði hjá okkur þegar við héldum boltanum og því var erfitt að spila,“ sagði Ejub við Vísi eftir leikinn. Ólsarar töpuðu ekki á heimavelli í 18 leikjum í röð en eru nú búnir að tapa tveimur í röð í Pepsi-deildinni. Er þetta eitthvað sem Ejub hefur áhyggjur af? „Við vissum alveg að við myndum lenda í vandræðum því að öll liðin í þessari deild eru góð. Ég verð að hrósa Blikunum samt því þeir voru mjög góðir í dag. Í fljótu bragði fyrir mig er erfitt að finna skýringar á þessu nema að Breiðablik spilaði betur og sýndi meiri gæði. Ég vona að við getum sýnt betri frammistöðu í framtíðinni,“ sagði Ejub. Ejub veit alveg að nýliðar eiga það til að tapa mörgum leikjum í röð og það getur verið hættulegt fyrir nýliða að fara á þannig slæmt skrið. „Ég er oft búinn að vara við þessu. Ég veit við erum með 18 stig en það verður kraftaverk ef við höldum okkur uppi. Ég veit líka mjög vel hversu mikinn mannskap ég hef yfir að ráða og hversu mikil gæði eru í liðinu,“ sagði Ejub. „Við þurfum að einbeita okkur að því að ná í þau stig sem eftir eru. Það er alveg rétt að við verðum að passa okkur á að stoppa blæðinguna sem fyrst og ég fer í það núna,“ sagði Ejub Purisevic.vísir/antonArnar: Árni gefur öllum hópnum auka kraft Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sína menn í kvöld eftir 2-0 sigurinn í Ólafsvík en Blikarnir voru betra liðið og áttu sigurinn fyllilega skilinn. „Við réðum ferðinni allan tímann en til að byrja með vorum við ekki nógu klókir á síðasta þriðjungi vallarins að koma okkur í færi. Mér fannst við eiginlega vera liðið sem réði ferðinni frá upphafi til enda,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. „Um leið og við skoruðum markið opnaðist leikurinn og við gátum auðveldlega bætt við fleiri mörkum. Mér fannst þetta því sanngjarn sigur.“ Ólsararnir unnu Blikana í fyrstu umferð, 2-1, og vissi Arnar því alveg að hér væri erfitt að sækja þrjú stig. „Þetta er erfiður völlur að koma á. Ólafsvíkurliðið er skipulagt en hefur góða menn fram á við sem geta skorað. Það var okkar lukka að einn besti framherji landsins var í banni hjá þeim. En gott hjá okkur að skora tvö og halda hreinu hérna,“ sagði Arnar. Árni Vilhjálmsson hefur komið sterkur inn í lið Blika og lagt upp þrjú mörk og skoraði svo eitt í dag. „Árni hefur komið með mikið líf inn þetta hjá okkur og það var líka mikilvægt fyrir hann að pota inn fyrsta markinu. Vonandi höldum við bara áfram. Það gefur líka öðrum leikmönnum byr undir báða vængi að fá Árna. Hann gefur öllum hópnum auka kraft,“ sagði Arnar. „Við þurfum að halda okkur á jörðinni núna. Menn eru fljótir að fara upp töfluna og fljótir að fara niður. Það er geta í þessu liði til að gera góða hluti en ég hef sagt það að ef við erum ekki með tærnar á jörðinni og erum vinnusamir getum við tapað fyrir hverjum sem er,“ sagði Arnar Grétarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira