Frábært vallarmet hjá Aroni Snæ og tveggja högga forysta eftir fyrsta dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2016 21:27 Aron Snær Júlíusson. Vísir/Andri Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæ er með tveggja högga forystu í karlaflokki eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Hinn nítján ári gamli Aron Snær Júlíusson lék á 67 höggum í dag eða fjórum höggum undir pari. Þetta er nýtt vallarmet á Jaðarsvellinum. Aron Snær er tveimur höggum á undan þeim Vikari Jónssyni og Birgi Leif Hafþórssyni. Aron Snær fékk einn örn og fjóra fugla á hringnum. Hann var á parinu eftir ellefu fyrstu holurnar en lék síðan sjö síðustu holurnar á fjórum höggum undir pari. Aron fékk örn á fimmtándu holu sem hann lék á þremur höggum. Frábær spilamennska hjá þessum efnilega kylfingi. Vikar Jónasson úr Keili lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Vikar var með þrja fugla og einn örn. Hann átti frábæran endakafla eins og Aron Snær en Vikar lék þrjár síðustu holurnar á þremur höggum undir pari. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék einnig á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Birgir Leifur lék fyrstu fjórtán holurnar á þremur höggum undir pari en fékk svo skolla á fimmtándu. Birgir Leifur paraði síðan síðustu þrjár holurnar.Staðan í meistaraflokki karla eftir fyrsta dag: 1. Aron Snær Júlíusson, GKG -4 2. Vikar Jónasson, GK -2 2. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 4. Andri Páll Ásgeirsson, GK -1 4. Aron Bjarki Bergsson, GKG -1 6. Eyþór Hrafnar Ketilsson, GA Par 6. Kristján Benedikt Sveinsson, GA Par 6. Henning Darri Þórðarson, GK Par 6. Alfreð Brynjar Kristinsson, GR Par 6. Þórður Rafn Gissurarson, GR Par 6. Axel Bóasson, GK Par 6. Haraldur Franklín Magnús, GR Par Golf Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæ er með tveggja högga forystu í karlaflokki eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Hinn nítján ári gamli Aron Snær Júlíusson lék á 67 höggum í dag eða fjórum höggum undir pari. Þetta er nýtt vallarmet á Jaðarsvellinum. Aron Snær er tveimur höggum á undan þeim Vikari Jónssyni og Birgi Leif Hafþórssyni. Aron Snær fékk einn örn og fjóra fugla á hringnum. Hann var á parinu eftir ellefu fyrstu holurnar en lék síðan sjö síðustu holurnar á fjórum höggum undir pari. Aron fékk örn á fimmtándu holu sem hann lék á þremur höggum. Frábær spilamennska hjá þessum efnilega kylfingi. Vikar Jónasson úr Keili lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Vikar var með þrja fugla og einn örn. Hann átti frábæran endakafla eins og Aron Snær en Vikar lék þrjár síðustu holurnar á þremur höggum undir pari. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék einnig á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Birgir Leifur lék fyrstu fjórtán holurnar á þremur höggum undir pari en fékk svo skolla á fimmtándu. Birgir Leifur paraði síðan síðustu þrjár holurnar.Staðan í meistaraflokki karla eftir fyrsta dag: 1. Aron Snær Júlíusson, GKG -4 2. Vikar Jónasson, GK -2 2. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 4. Andri Páll Ásgeirsson, GK -1 4. Aron Bjarki Bergsson, GKG -1 6. Eyþór Hrafnar Ketilsson, GA Par 6. Kristján Benedikt Sveinsson, GA Par 6. Henning Darri Þórðarson, GK Par 6. Alfreð Brynjar Kristinsson, GR Par 6. Þórður Rafn Gissurarson, GR Par 6. Axel Bóasson, GK Par 6. Haraldur Franklín Magnús, GR Par
Golf Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira