Frábært vallarmet hjá Aroni Snæ og tveggja högga forysta eftir fyrsta dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2016 21:27 Aron Snær Júlíusson. Vísir/Andri Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæ er með tveggja högga forystu í karlaflokki eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Hinn nítján ári gamli Aron Snær Júlíusson lék á 67 höggum í dag eða fjórum höggum undir pari. Þetta er nýtt vallarmet á Jaðarsvellinum. Aron Snær er tveimur höggum á undan þeim Vikari Jónssyni og Birgi Leif Hafþórssyni. Aron Snær fékk einn örn og fjóra fugla á hringnum. Hann var á parinu eftir ellefu fyrstu holurnar en lék síðan sjö síðustu holurnar á fjórum höggum undir pari. Aron fékk örn á fimmtándu holu sem hann lék á þremur höggum. Frábær spilamennska hjá þessum efnilega kylfingi. Vikar Jónasson úr Keili lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Vikar var með þrja fugla og einn örn. Hann átti frábæran endakafla eins og Aron Snær en Vikar lék þrjár síðustu holurnar á þremur höggum undir pari. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék einnig á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Birgir Leifur lék fyrstu fjórtán holurnar á þremur höggum undir pari en fékk svo skolla á fimmtándu. Birgir Leifur paraði síðan síðustu þrjár holurnar.Staðan í meistaraflokki karla eftir fyrsta dag: 1. Aron Snær Júlíusson, GKG -4 2. Vikar Jónasson, GK -2 2. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 4. Andri Páll Ásgeirsson, GK -1 4. Aron Bjarki Bergsson, GKG -1 6. Eyþór Hrafnar Ketilsson, GA Par 6. Kristján Benedikt Sveinsson, GA Par 6. Henning Darri Þórðarson, GK Par 6. Alfreð Brynjar Kristinsson, GR Par 6. Þórður Rafn Gissurarson, GR Par 6. Axel Bóasson, GK Par 6. Haraldur Franklín Magnús, GR Par Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæ er með tveggja högga forystu í karlaflokki eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Hinn nítján ári gamli Aron Snær Júlíusson lék á 67 höggum í dag eða fjórum höggum undir pari. Þetta er nýtt vallarmet á Jaðarsvellinum. Aron Snær er tveimur höggum á undan þeim Vikari Jónssyni og Birgi Leif Hafþórssyni. Aron Snær fékk einn örn og fjóra fugla á hringnum. Hann var á parinu eftir ellefu fyrstu holurnar en lék síðan sjö síðustu holurnar á fjórum höggum undir pari. Aron fékk örn á fimmtándu holu sem hann lék á þremur höggum. Frábær spilamennska hjá þessum efnilega kylfingi. Vikar Jónasson úr Keili lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Vikar var með þrja fugla og einn örn. Hann átti frábæran endakafla eins og Aron Snær en Vikar lék þrjár síðustu holurnar á þremur höggum undir pari. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék einnig á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Birgir Leifur lék fyrstu fjórtán holurnar á þremur höggum undir pari en fékk svo skolla á fimmtándu. Birgir Leifur paraði síðan síðustu þrjár holurnar.Staðan í meistaraflokki karla eftir fyrsta dag: 1. Aron Snær Júlíusson, GKG -4 2. Vikar Jónasson, GK -2 2. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 4. Andri Páll Ásgeirsson, GK -1 4. Aron Bjarki Bergsson, GKG -1 6. Eyþór Hrafnar Ketilsson, GA Par 6. Kristján Benedikt Sveinsson, GA Par 6. Henning Darri Þórðarson, GK Par 6. Alfreð Brynjar Kristinsson, GR Par 6. Þórður Rafn Gissurarson, GR Par 6. Axel Bóasson, GK Par 6. Haraldur Franklín Magnús, GR Par
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira