Ólafía Þórunn: Ég er alltaf að læra betur á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2016 19:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær hér á 10. teig. Mynd/seth@golf.is Það stefnir í æsispennandi keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag á Jaðarsvelli á Akureyri en það munar aðeins tveimur höggum á efstu þremur konunum eftir fyrstu átján holurnar. Það rigndi hressilega í morgun og fram eftir degi en keppendur létu það ekki hafa mikil áhrif á sig. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forskot á Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK er tveimur höggum á eftir Ólafíu. Ólafía og Valdís hafa báðar fagnað Íslandsmeistaratitlinum í tvígang en Guðrún Brá á eftir að fagna þessum stóra titli en keppt er um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki í 50. skipti í ár. Golfsamband Íslands var með viðtal við þær þrjár efstu á heimsíðu sinni en þau má sjá hér fyrir neðan.Ólafía Þórunn: Ég stefni á að þarf að halda mér í kringum parið „Þetta var allt í lagi. Ég var að spila ágætlega en það var erfitt að koma á flatirnar á seinni 9 holunum þær eru hægari. Ég var of stutt í nokkrum púttum, var í nokkrum fuglafærum, en í heildina var ég að pútta mjög vel. Ég var með 26 pútt en missti nokkrar flatir og var því að bjarga mér ágætlega. Ég stefni á að þarf að halda mér í kringum parið og þá er ég í ágætum málum. Ég hef ekki oft spilað hérna, held ég hafi leikið á einu unglingamóti og í fyrra á Íslandsmótinu í holukeppni. Ég er því alltaf að læra betur á völlinn,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við golf.is. Valdís: Þessi völlur hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér „Veðrið var ekki erfitt, það var smá rigning sem var ekkert að trufla mig. Ég sló illa á fyrri 9 holunum og var ekki sátt við fyrstu holurnar en ég náði að laga þetta á seinni hlutanum. Þar fékk ég þrjá fugla á seinni níu. Það var ekki gott að fá skolla á 2., og 3. og 15. Ég var ekki að nýta mér par 5 holurnar sem ég geri nú oftast. Það var gaman að spila í dag og mér finnst nýju brautirnar á Jaðarsvelli skemmtilegar og þessi völlur hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir við golf.is. Guðrún Brá: Var að missa fuglana þegar þeir voru í færi „Þetta var allt saman frekar einfalt og jafnvel leiðinlegt golf hjá mér. Ég er samt sátt, ég byrjaði mjög vel og hefði léttilega getað verið þrjá undir eftir fyrstu þrjár holurnar. Púttin voru ekki að detta, var að bjarga pari með góðum vippum og missa fuglana þegar þeir voru í færi. Það var ekkert að gerast í raun og veru. Aðstæðurnar voru ekki erfiðar, það var blautt og maður hefur spilað í slíku veðri. Það er góð stemmning að koma til Akureyrar, sérstaklega að spila á Íslandsmótinu. Þeir eru búnir að gera þetta mjög vel og það er gott að vera hérna,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir við golf.is. Golf Tengdar fréttir Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni. 21. júlí 2016 06:00 Ólafía Þórunn er efst hjá konunum en á þó bara eitt högg Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer þessa dagana á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 19:01 Í beinni: Íslandsmótið í höggleik | Fyrsti keppnisdagur Fylgstu með öllu því sem gerist á Íslandsmótinu í höggleik á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 12:53 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Það stefnir í æsispennandi keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag á Jaðarsvelli á Akureyri en það munar aðeins tveimur höggum á efstu þremur konunum eftir fyrstu átján holurnar. Það rigndi hressilega í morgun og fram eftir degi en keppendur létu það ekki hafa mikil áhrif á sig. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forskot á Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK er tveimur höggum á eftir Ólafíu. Ólafía og Valdís hafa báðar fagnað Íslandsmeistaratitlinum í tvígang en Guðrún Brá á eftir að fagna þessum stóra titli en keppt er um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki í 50. skipti í ár. Golfsamband Íslands var með viðtal við þær þrjár efstu á heimsíðu sinni en þau má sjá hér fyrir neðan.Ólafía Þórunn: Ég stefni á að þarf að halda mér í kringum parið „Þetta var allt í lagi. Ég var að spila ágætlega en það var erfitt að koma á flatirnar á seinni 9 holunum þær eru hægari. Ég var of stutt í nokkrum púttum, var í nokkrum fuglafærum, en í heildina var ég að pútta mjög vel. Ég var með 26 pútt en missti nokkrar flatir og var því að bjarga mér ágætlega. Ég stefni á að þarf að halda mér í kringum parið og þá er ég í ágætum málum. Ég hef ekki oft spilað hérna, held ég hafi leikið á einu unglingamóti og í fyrra á Íslandsmótinu í holukeppni. Ég er því alltaf að læra betur á völlinn,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við golf.is. Valdís: Þessi völlur hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér „Veðrið var ekki erfitt, það var smá rigning sem var ekkert að trufla mig. Ég sló illa á fyrri 9 holunum og var ekki sátt við fyrstu holurnar en ég náði að laga þetta á seinni hlutanum. Þar fékk ég þrjá fugla á seinni níu. Það var ekki gott að fá skolla á 2., og 3. og 15. Ég var ekki að nýta mér par 5 holurnar sem ég geri nú oftast. Það var gaman að spila í dag og mér finnst nýju brautirnar á Jaðarsvelli skemmtilegar og þessi völlur hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir við golf.is. Guðrún Brá: Var að missa fuglana þegar þeir voru í færi „Þetta var allt saman frekar einfalt og jafnvel leiðinlegt golf hjá mér. Ég er samt sátt, ég byrjaði mjög vel og hefði léttilega getað verið þrjá undir eftir fyrstu þrjár holurnar. Púttin voru ekki að detta, var að bjarga pari með góðum vippum og missa fuglana þegar þeir voru í færi. Það var ekkert að gerast í raun og veru. Aðstæðurnar voru ekki erfiðar, það var blautt og maður hefur spilað í slíku veðri. Það er góð stemmning að koma til Akureyrar, sérstaklega að spila á Íslandsmótinu. Þeir eru búnir að gera þetta mjög vel og það er gott að vera hérna,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir við golf.is.
Golf Tengdar fréttir Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni. 21. júlí 2016 06:00 Ólafía Þórunn er efst hjá konunum en á þó bara eitt högg Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer þessa dagana á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 19:01 Í beinni: Íslandsmótið í höggleik | Fyrsti keppnisdagur Fylgstu með öllu því sem gerist á Íslandsmótinu í höggleik á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 12:53 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni. 21. júlí 2016 06:00
Ólafía Þórunn er efst hjá konunum en á þó bara eitt högg Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer þessa dagana á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 19:01
Í beinni: Íslandsmótið í höggleik | Fyrsti keppnisdagur Fylgstu með öllu því sem gerist á Íslandsmótinu í höggleik á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 12:53