Ólafía Þórunn er efst hjá konunum en á þó bara eitt högg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2016 19:01 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR. Vísir/Daníel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer þessa dagana á Jaðarsvelli á Akureyri. Ólafía Þórunn lék á 70 höggum í dag eða einu höggi undir pari. Hún er einu höggi á undan Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni sem lék fyrstu átján holurnar á pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er síðan í þriðja sætinu á einu höggi yfir pari og þar með tveimur höggum á eftir Ólafíu Þórunni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk þrjá fugla á hringnum eða á 2., 5. og 16. holur. Hún fékk síðan skolla á bæði 10. og 15. holu en paraði þrettán holur. Valdís Þóra Jónsdóttir átti skrautlegan hring en hún fékk fjóra fugla og fjóra skolla. Valdís tapaði tveimur höggum á fyrstu þremur holunum en vann sig til baka. Hún átti síðan mjög góðan endasprett og náði tveimur fuglum á síðustu þremur holunum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir fékk fugl á fyrstu holu en síðan ekki annan fyrr en á sautjándu holu. Hún fékk þrjá skolla í millitíðinni en náði að para þrettán holur.Efstu konur eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR -1 2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL Par 3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir,+1 4. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK +3 5. Anna Sólveig Snorradóttir, GK +4 5. Berglind Björnsdóttir, GR +4 7. Helga Kristín Einarsdóttir, GK +5 7. Heiða Guðnadóttir, GM +5 9. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK +6 9. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +6 Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer þessa dagana á Jaðarsvelli á Akureyri. Ólafía Þórunn lék á 70 höggum í dag eða einu höggi undir pari. Hún er einu höggi á undan Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni sem lék fyrstu átján holurnar á pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er síðan í þriðja sætinu á einu höggi yfir pari og þar með tveimur höggum á eftir Ólafíu Þórunni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk þrjá fugla á hringnum eða á 2., 5. og 16. holur. Hún fékk síðan skolla á bæði 10. og 15. holu en paraði þrettán holur. Valdís Þóra Jónsdóttir átti skrautlegan hring en hún fékk fjóra fugla og fjóra skolla. Valdís tapaði tveimur höggum á fyrstu þremur holunum en vann sig til baka. Hún átti síðan mjög góðan endasprett og náði tveimur fuglum á síðustu þremur holunum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir fékk fugl á fyrstu holu en síðan ekki annan fyrr en á sautjándu holu. Hún fékk þrjá skolla í millitíðinni en náði að para þrettán holur.Efstu konur eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR -1 2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL Par 3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir,+1 4. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK +3 5. Anna Sólveig Snorradóttir, GK +4 5. Berglind Björnsdóttir, GR +4 7. Helga Kristín Einarsdóttir, GK +5 7. Heiða Guðnadóttir, GM +5 9. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK +6 9. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +6
Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira