Haraldur Nelson segir einni stærstu stjörnu UFC til syndanna fyrir steranotkun Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júlí 2016 12:00 Brock Lesnar fær að heyra það frá Haraldi Nelson. vísir/getty UFC staðfesti í gær að bardagakappinn Brock Lesnar féll á öðru lyfjaprófi, en hann sneri aftur í búrið eftir fimm ára fjarveru í byrjun júlí og vann Mark Hunt í þungavigtarbardaga á UFC 200 bardagakvöldinu. Ónefnt lyf, sem flestir UFC-spekingar eru sammála um að séu einfaldlega sterar, fannst í lyfsýni Lesnars sem tekið var sama kvöld og hann lagði Hunt í Las Vegas. Sama efni fannst í lyfsýni sem var tekið fyrir bardagann 28. júní. UFC segir í yfirlýsingu sinni að bandaríska lyfjaeftirlitið mun sjá um málið og ákveða refsingu Lesnars. Brock Lesnar er 39 ára gamall bardagakappi sem er einn sá allra stærsti og vinsælasti í Bandaríkjunum en hann er fyrrverandi háskólameistari í glímu, hefur um langa hríð verið stjarna í WWE fjölbragðaglímunni auk þess sem hann hefur barist níu sinnum í UFC og unnið sex sinnum. Hann hefur lengi verið grunaður um steranotkun en nú er stóra spurningin hvað verður gert við verðlaunafé Lesnars. Hann fékk 2,5 milljónir dala eða 300 milljónir króna fyrir sigurinn, en aldrei áður hefur UFC-bardagamaður fengið svo mikið fyrir einn bardaga. Ekki einu sinni Conor McGregor. Það segir sitt um vinsældir Lesnars og hversu mikið áfall þetta er fyrir UFC.Brock Lesnar er ekkert eðlilega hrikalegur.vísir/gettyHa? Er hann á sterum? Mark Hunt, maðurinn sem Lesnar vann í umræddum bardaga 9. júlí, heimtaði að fá helming verðlaunafés Lesnars þegar ljóst var að hann svindlaði. Hann sagði UFC að leysa sig undan samningi ef hann fengi ekki helminginn. Hunt skipti síðan um skoðun og heimtar nú allar 300 milljónirnar sem UFC ætlar að borga Lesnar. Haraldur Dean Nelson, faðir og annar umboðsmanna Gunnars Nelson, fremsta bardagakappa Íslendinga, hefur látið heyra í sér á samfélagsmiðlum um þetta mál. Haraldur hefur um langa hríð, líkt og sonur sinn, talað gegn árangursbætandi efnum sem og of miklum niðurskurði á líkamsþyngd fyrir bardaga en hann getur stundum verið nær ómannlegur. „Í alvöru? Er hann á sterum (e. juice)? Í öðrum sláandi fréttum þá er vatn blautt, eldur er heitur og himininn er blár,“ skrifaði Haraldur á Twitter-síðu sína en honum komu þessar fréttir augljóslega ekkert á óvart. Haraldur heimtar líka að menn fái ekki lengur einhver fjögurra mánaða bönn fyrir „augljósa steranotkun“ og líkir því við að mæta vopnaður í búrið. „Myndi Lesnar fá borgað ef hann smyglaði hníf inn í búrið?“ spyr Haraldur Dean Nelson.Reeeeaallly? He's on the juice? In other shocking news, water is wet, fire is hot and the sky is blue.https://t.co/YKrO0woWAu— Haraldur Dean Nelson (@HalliNelson) July 16, 2016 Would Lesnar get paid if he had smuggled a knife into the cage?— Haraldur Dean Nelson (@HalliNelson) July 19, 2016 So fails both in and out of competition tests. No more 4 month waivers for obvious steroid users please. https://t.co/ginlqp43gN— Haraldur Dean Nelson (@HalliNelson) July 19, 2016 MMA Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
UFC staðfesti í gær að bardagakappinn Brock Lesnar féll á öðru lyfjaprófi, en hann sneri aftur í búrið eftir fimm ára fjarveru í byrjun júlí og vann Mark Hunt í þungavigtarbardaga á UFC 200 bardagakvöldinu. Ónefnt lyf, sem flestir UFC-spekingar eru sammála um að séu einfaldlega sterar, fannst í lyfsýni Lesnars sem tekið var sama kvöld og hann lagði Hunt í Las Vegas. Sama efni fannst í lyfsýni sem var tekið fyrir bardagann 28. júní. UFC segir í yfirlýsingu sinni að bandaríska lyfjaeftirlitið mun sjá um málið og ákveða refsingu Lesnars. Brock Lesnar er 39 ára gamall bardagakappi sem er einn sá allra stærsti og vinsælasti í Bandaríkjunum en hann er fyrrverandi háskólameistari í glímu, hefur um langa hríð verið stjarna í WWE fjölbragðaglímunni auk þess sem hann hefur barist níu sinnum í UFC og unnið sex sinnum. Hann hefur lengi verið grunaður um steranotkun en nú er stóra spurningin hvað verður gert við verðlaunafé Lesnars. Hann fékk 2,5 milljónir dala eða 300 milljónir króna fyrir sigurinn, en aldrei áður hefur UFC-bardagamaður fengið svo mikið fyrir einn bardaga. Ekki einu sinni Conor McGregor. Það segir sitt um vinsældir Lesnars og hversu mikið áfall þetta er fyrir UFC.Brock Lesnar er ekkert eðlilega hrikalegur.vísir/gettyHa? Er hann á sterum? Mark Hunt, maðurinn sem Lesnar vann í umræddum bardaga 9. júlí, heimtaði að fá helming verðlaunafés Lesnars þegar ljóst var að hann svindlaði. Hann sagði UFC að leysa sig undan samningi ef hann fengi ekki helminginn. Hunt skipti síðan um skoðun og heimtar nú allar 300 milljónirnar sem UFC ætlar að borga Lesnar. Haraldur Dean Nelson, faðir og annar umboðsmanna Gunnars Nelson, fremsta bardagakappa Íslendinga, hefur látið heyra í sér á samfélagsmiðlum um þetta mál. Haraldur hefur um langa hríð, líkt og sonur sinn, talað gegn árangursbætandi efnum sem og of miklum niðurskurði á líkamsþyngd fyrir bardaga en hann getur stundum verið nær ómannlegur. „Í alvöru? Er hann á sterum (e. juice)? Í öðrum sláandi fréttum þá er vatn blautt, eldur er heitur og himininn er blár,“ skrifaði Haraldur á Twitter-síðu sína en honum komu þessar fréttir augljóslega ekkert á óvart. Haraldur heimtar líka að menn fái ekki lengur einhver fjögurra mánaða bönn fyrir „augljósa steranotkun“ og líkir því við að mæta vopnaður í búrið. „Myndi Lesnar fá borgað ef hann smyglaði hníf inn í búrið?“ spyr Haraldur Dean Nelson.Reeeeaallly? He's on the juice? In other shocking news, water is wet, fire is hot and the sky is blue.https://t.co/YKrO0woWAu— Haraldur Dean Nelson (@HalliNelson) July 16, 2016 Would Lesnar get paid if he had smuggled a knife into the cage?— Haraldur Dean Nelson (@HalliNelson) July 19, 2016 So fails both in and out of competition tests. No more 4 month waivers for obvious steroid users please. https://t.co/ginlqp43gN— Haraldur Dean Nelson (@HalliNelson) July 19, 2016
MMA Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira