Nýja bókin um Harry Potter kemur út á íslensku í október Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. júlí 2016 19:30 Fjölmargir nældu sér í eintök af nýjustu bókinni um galdrastrákinn Harry Potter sem kom út seint í gærkvöldi. Rúmlega 200 óþolinmóðir Harry Potter-aðdáendur biðu spenntir í röð utan við verslunina Nexus í Nótatúni sem opnaði sérstaklega í gærkvöldi til þess að svala forvitni þeirra um afdrif galdrastráksins. Nýtt leikrit um Harry Potter, Harry Potter og bannfærða barnið, var frumsýnt í Lundúnum við frábærar undirtektir í gærkvöldi en leikritið markar endalok á ferli Potters að sögn J.K. Rowling höfundar bókanna um galdrastrákinn. Að lokinni leiksýningunni hófst sala á bók sem skrifuð var eftir leikritinu á miðnætti og biðu aðdáendur Harry Potter klukkustundum saman fyrir utan bókaverslanir víða um heim. Hér á Íslandi biðu æstir aðdáendur eftir útgáfu bókarinnar og í gærkvöldi mæti fjöldi fólks í verslunina Nexus í Nótatúni sem opnaði sérstaklega til þess að aðdáendur gætu komist að örlögum Harry Potter. „Ég hugsa að það hafi verið svona á milli 150-200 sem mættu hingað klukkan 11. En það voru svona um 150 sem komu og sóttu bókina sína. Fólk finnur sig í karekterunum, þótt hann sé töframaður og allt það þá er hann svo mannlegur,“ segir Dagbjört Kjartansdóttir, yfirmaður bókadeildar Nexus. Bókin er áttunda um galdrastrákinn og von er á því að bókin komi út í íslenskri þýðingu í haust. „Við þurfum að vinna hratt en við stefnum að því að hún komi út núna í október. Ég er aðeins byrjaður að lesa og þetta er býsna spennandi og ég sé að leikritið er að fá frábæra dóma eins og í New York Times og Guardian og örðum miðlum þannig að þetta er afar spennandi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti og Veröld.Það hefur komið fram að þetta sé síðasta bókin, hvað tekur við? „Ég veit það ekki. Ég er svo oft búinn að heyra að það sé síðasta bókin af einhverju en svo gerist eitthvað en það kemur bara í ljós. Miðað við viðtökurnar í gærkvöldi hér á landi og reyndar út um allan heim þá sýnist mér að þessi fari á svipað flug og fyrri bækur. Við höfum verið að prenta tíu þúsund eintök af hverri bók,“ segir Pétur Már.Miðað við vinsældir bókanna, er þetta ekki það sem kemst næst því að prenta peninga? „Ég veit það ekki, þetta eru auðvitað stórar og miklar bækur, dýrar í þýðingu og allt það,“ segir Pétur Már Menning Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Fjölmargir nældu sér í eintök af nýjustu bókinni um galdrastrákinn Harry Potter sem kom út seint í gærkvöldi. Rúmlega 200 óþolinmóðir Harry Potter-aðdáendur biðu spenntir í röð utan við verslunina Nexus í Nótatúni sem opnaði sérstaklega í gærkvöldi til þess að svala forvitni þeirra um afdrif galdrastráksins. Nýtt leikrit um Harry Potter, Harry Potter og bannfærða barnið, var frumsýnt í Lundúnum við frábærar undirtektir í gærkvöldi en leikritið markar endalok á ferli Potters að sögn J.K. Rowling höfundar bókanna um galdrastrákinn. Að lokinni leiksýningunni hófst sala á bók sem skrifuð var eftir leikritinu á miðnætti og biðu aðdáendur Harry Potter klukkustundum saman fyrir utan bókaverslanir víða um heim. Hér á Íslandi biðu æstir aðdáendur eftir útgáfu bókarinnar og í gærkvöldi mæti fjöldi fólks í verslunina Nexus í Nótatúni sem opnaði sérstaklega til þess að aðdáendur gætu komist að örlögum Harry Potter. „Ég hugsa að það hafi verið svona á milli 150-200 sem mættu hingað klukkan 11. En það voru svona um 150 sem komu og sóttu bókina sína. Fólk finnur sig í karekterunum, þótt hann sé töframaður og allt það þá er hann svo mannlegur,“ segir Dagbjört Kjartansdóttir, yfirmaður bókadeildar Nexus. Bókin er áttunda um galdrastrákinn og von er á því að bókin komi út í íslenskri þýðingu í haust. „Við þurfum að vinna hratt en við stefnum að því að hún komi út núna í október. Ég er aðeins byrjaður að lesa og þetta er býsna spennandi og ég sé að leikritið er að fá frábæra dóma eins og í New York Times og Guardian og örðum miðlum þannig að þetta er afar spennandi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti og Veröld.Það hefur komið fram að þetta sé síðasta bókin, hvað tekur við? „Ég veit það ekki. Ég er svo oft búinn að heyra að það sé síðasta bókin af einhverju en svo gerist eitthvað en það kemur bara í ljós. Miðað við viðtökurnar í gærkvöldi hér á landi og reyndar út um allan heim þá sýnist mér að þessi fari á svipað flug og fyrri bækur. Við höfum verið að prenta tíu þúsund eintök af hverri bók,“ segir Pétur Már.Miðað við vinsældir bókanna, er þetta ekki það sem kemst næst því að prenta peninga? „Ég veit það ekki, þetta eru auðvitað stórar og miklar bækur, dýrar í þýðingu og allt það,“ segir Pétur Már
Menning Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira