Falleg hátíð fyrir fallegt fólk Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2016 09:00 Nóg var um að vera þegar ljósmyndara bar að garði. Innipúkatorgið var allt að smella saman í gær og nóg verður um dýrðir þar í dag og kvöld. Vísir/Eyþór „Þetta er að mínu mati eina tónlistarhátíðin um helgina. Hér erum við ekkert að djóka og hingað er fólk komið til þess að hafa það náðugt, vera saman, ræða við gamla vini og hitta nýja. Uppgötva nýja tónlist og hlusta á það sem það hefur verið að hlusta á mörg ár og fílar í botn. Vera saman, njóta þess og bera virðingu hvert fyrir öðru því það er engin þolinmæði hjá skipuleggjendum Innipúkans eða gestum hátíðarinnar fyrir ofbeldi af einhverri sort. Þetta er falleg hátíð, á hana kemur bara fallegt fólk að innan sem og utan og ég vonast til þess að helgin verði eftir því falleg,“ segir Ásgeir Guðmundsson, einn af skipuleggjendum tónlistar- og götuhátíðarinnar Innipúkans sem fer fram venju samkvæmt í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði á hátíðinni og auk ýmiss konar tónlistaratriða er skemmtileg dagskrá á Innipúkatorginu sem er fyrir utan skemmtistaðina Húrra og Gaukinn. „Á torginu verða plötusnúðar, í dag er fatamarkaður og á morgun myndlistarmarkaður, svo verður pub-quiz og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Ásgeir eldhress og mælir sterklega með því að þeir sem ætla að halda sig í bænum kíki á hátíðina en torgið hefur verið tyrft og hægt verður að kaupa ýmsar veitingar og veigar þar um helgina og ættu öll skilningarvitin því að vera vel nærð á Innipúkanum. Dagskráin á torginu hefst klukkan 14.00 í dag og tónleikadagskrá kvöldsins hefst klukkan 20.00. Meðal þeirra tónlistaratriða sem fram koma í kvöld eru Helgi Björnsson & Boogie Trouble, Kött Grá Pje, Hildur og Friðrik Dór. Annað kvöld koma meðal annars fram Aron Can, Emmsjé Gauti, Grísalappalísa og Karó. Miða á hátíðina má nálgast á staðnum þótt aðstandendur hennar mæli með því að fjárfesta í miða á vefsíðunni Tix.is. Dagspassar kosta 3.990 og miði á alla daga hátíðarinnar kostar 7.990 krónur. Dagskráin fer fram á skemmtistöðunum Húrra og Gauknum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tónlist Tengdar fréttir Svona verður dagskráin á Innipúkanum Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. 27. júlí 2016 14:23 Diskó útgáfur af smellum Helga Björns Helgi Björns og diskóboltarnir í Boogie Trouble munu sameinast í eina kvöldstund á Innipúkanum og ætla að taka diskó-rokk bræðingsútgáfur af nokkrum af þeim ótal smellum sem er að finna í smiðju Helga Björns 14. júlí 2016 08:00 Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
„Þetta er að mínu mati eina tónlistarhátíðin um helgina. Hér erum við ekkert að djóka og hingað er fólk komið til þess að hafa það náðugt, vera saman, ræða við gamla vini og hitta nýja. Uppgötva nýja tónlist og hlusta á það sem það hefur verið að hlusta á mörg ár og fílar í botn. Vera saman, njóta þess og bera virðingu hvert fyrir öðru því það er engin þolinmæði hjá skipuleggjendum Innipúkans eða gestum hátíðarinnar fyrir ofbeldi af einhverri sort. Þetta er falleg hátíð, á hana kemur bara fallegt fólk að innan sem og utan og ég vonast til þess að helgin verði eftir því falleg,“ segir Ásgeir Guðmundsson, einn af skipuleggjendum tónlistar- og götuhátíðarinnar Innipúkans sem fer fram venju samkvæmt í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði á hátíðinni og auk ýmiss konar tónlistaratriða er skemmtileg dagskrá á Innipúkatorginu sem er fyrir utan skemmtistaðina Húrra og Gaukinn. „Á torginu verða plötusnúðar, í dag er fatamarkaður og á morgun myndlistarmarkaður, svo verður pub-quiz og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Ásgeir eldhress og mælir sterklega með því að þeir sem ætla að halda sig í bænum kíki á hátíðina en torgið hefur verið tyrft og hægt verður að kaupa ýmsar veitingar og veigar þar um helgina og ættu öll skilningarvitin því að vera vel nærð á Innipúkanum. Dagskráin á torginu hefst klukkan 14.00 í dag og tónleikadagskrá kvöldsins hefst klukkan 20.00. Meðal þeirra tónlistaratriða sem fram koma í kvöld eru Helgi Björnsson & Boogie Trouble, Kött Grá Pje, Hildur og Friðrik Dór. Annað kvöld koma meðal annars fram Aron Can, Emmsjé Gauti, Grísalappalísa og Karó. Miða á hátíðina má nálgast á staðnum þótt aðstandendur hennar mæli með því að fjárfesta í miða á vefsíðunni Tix.is. Dagspassar kosta 3.990 og miði á alla daga hátíðarinnar kostar 7.990 krónur. Dagskráin fer fram á skemmtistöðunum Húrra og Gauknum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tónlist Tengdar fréttir Svona verður dagskráin á Innipúkanum Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. 27. júlí 2016 14:23 Diskó útgáfur af smellum Helga Björns Helgi Björns og diskóboltarnir í Boogie Trouble munu sameinast í eina kvöldstund á Innipúkanum og ætla að taka diskó-rokk bræðingsútgáfur af nokkrum af þeim ótal smellum sem er að finna í smiðju Helga Björns 14. júlí 2016 08:00 Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Svona verður dagskráin á Innipúkanum Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. 27. júlí 2016 14:23
Diskó útgáfur af smellum Helga Björns Helgi Björns og diskóboltarnir í Boogie Trouble munu sameinast í eina kvöldstund á Innipúkanum og ætla að taka diskó-rokk bræðingsútgáfur af nokkrum af þeim ótal smellum sem er að finna í smiðju Helga Björns 14. júlí 2016 08:00