Lífið samstarf

Ótal kostir við að læra erlendis

Það gerir flestum afar gott að stunda nám erlendis.
Það gerir flestum afar gott að stunda nám erlendis.
Árlega heldur KILROY kynningu á námi erlendis. Að þessu sinni verður hún haldin í Bíó Paradís þriðjudaginn 30. ágúst en að sögn forsvarsmanna KILROY eru ótal kostir við að læra erlendis. Það veitir ógleymanlega reynslu, stækkar tengslanetið og gefur nemandanum kost á að kynnast nýrri menningu.

Á hverju ári stendur KILROY fyrir háskólakynningu þar sem gestum gefst tækifæri til að hitta fulltrúa frá fjölda erlendra háskóla og kynna sér það fjölbreytta nám sem skólarnir bjóða upp á. Í ár mæta fulltrúar frá ellefu háskólum.

Þeir koma frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Englandi og Kanada ásamt því að Trade & Investment Queensland verður með kynningu á því hvernig það er að vera námsmaður í Ástralíu. Þar að auki verður ráðgjafi frá KILROY á staðnum til þess að svara spurningum um allt sem viðkemur námi erlendis og starfsnámi í USA og Kína.

Hinrik Örn Hinriksson veitir áhugasömum ráðgjöf um nám erlendis.
„Þetta er einstakt tækifæri til þess að kynna sér framboðið og afla sér upplýsinga um umsóknarferlið beint frá sérfræðingum og starfsfólki háskólanna,“ segir Hinrik Örn Hinriksson ráðgjafi um nám erlendis hjá KILROY en hann hefur stundað háskólanám á Íslandi, í Frakklandi og í Japan.

Í Japan var hann við nám í Ritsumeikan Asia Pacific University en það er einmitt einn þeirra háskóla sem KILROY starfar með.

Hákon segir þá sem hafa nýtt sér þjónustu KILROY síðustu ár helst hafa valið Ástralíu, Bandaríkin og England en viðskiptafræði, upplýsinga- og tölvunarfræði og leiklist eru vinsæl fög.

„Þá höfum við sent fólk í afbrotafræði, dýralækningar, söngleikjanám, fjölmiðlafræði og margt fleira.“ Hinrik býður alla velkomna á kynninguna í Bíó Paradís milli 17 og 20, 30. ágúst.

Skráning fer fram á kilroy.is

Hvernig getur KILROY aðstoðað þig við að komast í nám erlendis?

• Við veitum persónulega og fría ráðgjöf um allt sem tengist umsóknarferlinu og vali á skóla

• Aðstoðum þig við að fylla út og senda umsókn á viðkomandi skóla

• Hjálpum við staðfestingu skjala

• Setjum þig í samband við nemendur sem eru að fara eða eru nú þegar í sama háskóla

• Bókum fyrir þig hagstætt flug til viðkomandi lands á sérstökum námsmannamiðum

• Aðstoðum þig við umsókn námsmannaleyfis (vegabréfsáritun/visa)

KILROY er í samstarfi við háskóla í Englandi, Ástralíu, Bandaríkjunum, Dubai, Nýja Sjálandi, Kanada, Singapore, Víetnam, Japan, Indónesíu og Kína.

KILROY getur aðstoðað þig við að komast í grunnnám, framhaldsnám, diplómu eða skiptinám. Við störfum einnig með háskólum í Bandaríkjunum sem bjóða upp á eins árs háskólabrú fyrir þá sem hafa ekki lokið stúdentsprófi en vilja komast út í háskólanám.

Í Bíó Paradís verða fulltrúar frá eftirfarandi háskólum:

Ástralíu

• Griffith University

• Monash University

• University of the Sunshine Coast

• University of New South Wales

• TAFE Queensland

Bandaríkjunum

• California State University San Marcos

• California State University Monterey Bay

• Michigan State University

• Foothill & De Anza Colleges

Kanada

• Thompson Rivers University

England

• Bournemouth University

5 góðar ástæður fyrir að læra erlendis:

1. Lítur vel út á ferliskránni

2. Þú öðlast ógleymanlega reynslu

3. Stækkar tengslanetið og eignast vini víðsvegar að úr heiminum

4. Þú þroskast, þróar samskiptahæfileikana og bætir tungumálakunnáttuna

5. Einstakt tækifæri til að kynnast nýrri menningu frá eigin hendi

Það er ekki amalegt að gera verkefnin á ströndinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×