Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2016 14:00 Laxateljarar gefa góðar uplýsingar um stærð laxagöngunnar. Þessi er í Langá á Mýrum. Mynd: www.vaki.is Riverwatcher er eitt þekktasta vörumerkið í heiminum í laxateljurum og hefur þróun og framleiðsla vakið mikla athygli. Nú þegar eru laxateljarar í mörgum ám á Íslandi sem gefa bæði landeigendum og leigutökum góðar upplýsingar um stöðuna á laxgengd. Teljararnir eru til í nokkrum útfærslum en sá einfaldasti gefur þér tölu á fjölda fiska sem gengur í ánna og svo er hægt að fá búnað sem tekur skuggamynd af hverjum laxi. Fullkomnasti búnaðurinn er svo að taka ljósmyndir og hreyfðar myndir af laxinum í teljaranum og er það nokkuð mögnuð sjón. Í Búðarfossi í Þjórsá er laxateljarni með netmyndavél og það er hægt að fylgjast með því í rauntíma þegar laxinn er að fara í gegn. Þú getur skoðað myndbandið hér ásamt því að sjá upplýsingar úr laxateljurum úr fleiri ám. Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Hraunsfjörður farinn að gefa flottar bleikjur Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði 15 laxar við opnun Stóru Laxár I-II Veiði Veiðimenn lauma maðki í ár sem eingöngu eru veiddar á flugu Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Veiddi "skrímsli" í Minnivallalæk Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði
Riverwatcher er eitt þekktasta vörumerkið í heiminum í laxateljurum og hefur þróun og framleiðsla vakið mikla athygli. Nú þegar eru laxateljarar í mörgum ám á Íslandi sem gefa bæði landeigendum og leigutökum góðar upplýsingar um stöðuna á laxgengd. Teljararnir eru til í nokkrum útfærslum en sá einfaldasti gefur þér tölu á fjölda fiska sem gengur í ánna og svo er hægt að fá búnað sem tekur skuggamynd af hverjum laxi. Fullkomnasti búnaðurinn er svo að taka ljósmyndir og hreyfðar myndir af laxinum í teljaranum og er það nokkuð mögnuð sjón. Í Búðarfossi í Þjórsá er laxateljarni með netmyndavél og það er hægt að fylgjast með því í rauntíma þegar laxinn er að fara í gegn. Þú getur skoðað myndbandið hér ásamt því að sjá upplýsingar úr laxateljurum úr fleiri ám.
Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Hraunsfjörður farinn að gefa flottar bleikjur Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði 15 laxar við opnun Stóru Laxár I-II Veiði Veiðimenn lauma maðki í ár sem eingöngu eru veiddar á flugu Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Veiddi "skrímsli" í Minnivallalæk Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði