Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2016 14:00 Laxateljarar gefa góðar uplýsingar um stærð laxagöngunnar. Þessi er í Langá á Mýrum. Mynd: www.vaki.is Riverwatcher er eitt þekktasta vörumerkið í heiminum í laxateljurum og hefur þróun og framleiðsla vakið mikla athygli. Nú þegar eru laxateljarar í mörgum ám á Íslandi sem gefa bæði landeigendum og leigutökum góðar upplýsingar um stöðuna á laxgengd. Teljararnir eru til í nokkrum útfærslum en sá einfaldasti gefur þér tölu á fjölda fiska sem gengur í ánna og svo er hægt að fá búnað sem tekur skuggamynd af hverjum laxi. Fullkomnasti búnaðurinn er svo að taka ljósmyndir og hreyfðar myndir af laxinum í teljaranum og er það nokkuð mögnuð sjón. Í Búðarfossi í Þjórsá er laxateljarni með netmyndavél og það er hægt að fylgjast með því í rauntíma þegar laxinn er að fara í gegn. Þú getur skoðað myndbandið hér ásamt því að sjá upplýsingar úr laxateljurum úr fleiri ám. Mest lesið Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði
Riverwatcher er eitt þekktasta vörumerkið í heiminum í laxateljurum og hefur þróun og framleiðsla vakið mikla athygli. Nú þegar eru laxateljarar í mörgum ám á Íslandi sem gefa bæði landeigendum og leigutökum góðar upplýsingar um stöðuna á laxgengd. Teljararnir eru til í nokkrum útfærslum en sá einfaldasti gefur þér tölu á fjölda fiska sem gengur í ánna og svo er hægt að fá búnað sem tekur skuggamynd af hverjum laxi. Fullkomnasti búnaðurinn er svo að taka ljósmyndir og hreyfðar myndir af laxinum í teljaranum og er það nokkuð mögnuð sjón. Í Búðarfossi í Þjórsá er laxateljarni með netmyndavél og það er hægt að fylgjast með því í rauntíma þegar laxinn er að fara í gegn. Þú getur skoðað myndbandið hér ásamt því að sjá upplýsingar úr laxateljurum úr fleiri ám.
Mest lesið Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði