Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fór fram um helgina og þótti hátíðin heppnast nokkuð vel. Sólin skein á gesti Þjóðhátíðar alla helgina og mikið stuð í dalnum um öll kvöld. Vísir og Stöð 2 var á svæðinu og fylgdist vel með.
„Ég er nú kvæntur konu úr Eyjum og það er ástæðan fyrir því að ég er hér í dag,“ segir Brynjar en eiginkona hans hefur pressað mikið á hann síðustu ár og alltaf sagði Sjálfstæðismaðurinn nei.
„Þetta er bara mjög skemmtilegt og glæsilegt og ekki skemmir veðrið fyrir. Ég er spenntur fyrir helgina og ætla ekki að fara fyrr en á mánudagskvöldið,“ sagði Brynjar að lokum.
Hápunktur Þjóðhátíðar var brekkusöngurinn með Ingólfi Þórarinssyni á sunnudagskvöldinu og er talið að yfir fimmtán þúsund manns hafi verið í Herjólfsdal það kvöld.