Ég þekki hvert strá á vellinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2016 06:00 Umhyggja fékk eina milljón króna í ár. mynd/haukur óskarsson Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í gær. Þetta var í 20. sinn sem mótið er haldið. Líkt og á fyrsta mótinu 1997 var leikið í þágu Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna. Að mótinu loknu afhenti Atli Einarsson, framkvæmdastjóri DHL á Íslandi, Hákoni Hákonarsyni frá Umhyggju ávísun upp á eina milljón króna. Tíu af bestu kylfingum landsins var boðið að taka þátt. Eins og venjulega var byrjað á níu holu höggleik um morguninn. Eftir hádegið hófst svo Einvígið sjálft þar sem einn keppandi datt út á hverri holu þar til tveir stóðu eftir. Að þessu sinni stóðu þeir Aron Snær Júlíusson, sigurvegarinn frá því í fyrra, og heimamaðurinn Oddur Óli Jónasson síðastir eftir. Það fór svo að lokum að Oddur hafði betur eftir bráðabana og fagnaði því sigri í frumraun sinni á mótinu en hann öðlaðist þátttökurétt með því að vera klúbbmeistari Nesklúbbsins 2016. „Þetta gekk mjög vel. Ég spilaði höggleikinn um morguninn mjög vel og svo hélt ég áfram að gera það sama eftir hádegi. Þetta gekk vonum framar. Ég bjóst kannski ekki við því sigra, ég ætlaði bara taka eina holu fyrir í einu,“ sagði Oddur í samtali við Fréttablaðið í gær. Þessi 29 ára kylfingur þekkir Nesvöllinn betur en flestir og hann segir það hafa hjálpað til. „Ég þekki þennan völl eins og handarbakið á mér. Ég er búinn að vera í Nesklúbbnum síðan 1999 og var vallarstarfsmaður í átta ár. Það má því segja að ég þekki hvert strá á vellinum. Það hjálpaði til að þekkja völlinn betur en þeir sem ég spilaði á móti,“ sagði Oddur sem hefur verið lengi að þótt hann sé ekki þekktasta nafnið í bransanum. „Ég er búinn að spila golf síðan ég var krakki. Ég spilaði á unglingamótaröðinni og á Eimskipsmótaröðinni í mörg ár en hef lítið spilað undanfarin tvö ár vegna vinnu og annarra anna,“ sagði Oddur sem starfar sem flugþjónn auk þess sem hann leggur stund á flugnám. Oddur hrósaði hinum efnilega Aroni Snæ en þeir áttust við á lokaholunni eins og áður sagði. „Hann spilaði frábærlega í dag [í gær]. Hann gerði það sama í fyrra og ég gerði í ár, að vinna í fyrsta sinn sem hann tók þátt. Það virðist sem maður þurfi að passa sig á þeim sem taka þátt í fyrsta sinn á næsta ári. Það er ljóst,“ sagði Oddur í léttum dúr að lokum. Golf Tengdar fréttir Oddur Óli vann Einvígið á Nesinu Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í dag. Að venju var tíu af okkar bestu kylfingum var boðið til leiks. 1. ágúst 2016 18:02 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í gær. Þetta var í 20. sinn sem mótið er haldið. Líkt og á fyrsta mótinu 1997 var leikið í þágu Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna. Að mótinu loknu afhenti Atli Einarsson, framkvæmdastjóri DHL á Íslandi, Hákoni Hákonarsyni frá Umhyggju ávísun upp á eina milljón króna. Tíu af bestu kylfingum landsins var boðið að taka þátt. Eins og venjulega var byrjað á níu holu höggleik um morguninn. Eftir hádegið hófst svo Einvígið sjálft þar sem einn keppandi datt út á hverri holu þar til tveir stóðu eftir. Að þessu sinni stóðu þeir Aron Snær Júlíusson, sigurvegarinn frá því í fyrra, og heimamaðurinn Oddur Óli Jónasson síðastir eftir. Það fór svo að lokum að Oddur hafði betur eftir bráðabana og fagnaði því sigri í frumraun sinni á mótinu en hann öðlaðist þátttökurétt með því að vera klúbbmeistari Nesklúbbsins 2016. „Þetta gekk mjög vel. Ég spilaði höggleikinn um morguninn mjög vel og svo hélt ég áfram að gera það sama eftir hádegi. Þetta gekk vonum framar. Ég bjóst kannski ekki við því sigra, ég ætlaði bara taka eina holu fyrir í einu,“ sagði Oddur í samtali við Fréttablaðið í gær. Þessi 29 ára kylfingur þekkir Nesvöllinn betur en flestir og hann segir það hafa hjálpað til. „Ég þekki þennan völl eins og handarbakið á mér. Ég er búinn að vera í Nesklúbbnum síðan 1999 og var vallarstarfsmaður í átta ár. Það má því segja að ég þekki hvert strá á vellinum. Það hjálpaði til að þekkja völlinn betur en þeir sem ég spilaði á móti,“ sagði Oddur sem hefur verið lengi að þótt hann sé ekki þekktasta nafnið í bransanum. „Ég er búinn að spila golf síðan ég var krakki. Ég spilaði á unglingamótaröðinni og á Eimskipsmótaröðinni í mörg ár en hef lítið spilað undanfarin tvö ár vegna vinnu og annarra anna,“ sagði Oddur sem starfar sem flugþjónn auk þess sem hann leggur stund á flugnám. Oddur hrósaði hinum efnilega Aroni Snæ en þeir áttust við á lokaholunni eins og áður sagði. „Hann spilaði frábærlega í dag [í gær]. Hann gerði það sama í fyrra og ég gerði í ár, að vinna í fyrsta sinn sem hann tók þátt. Það virðist sem maður þurfi að passa sig á þeim sem taka þátt í fyrsta sinn á næsta ári. Það er ljóst,“ sagði Oddur í léttum dúr að lokum.
Golf Tengdar fréttir Oddur Óli vann Einvígið á Nesinu Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í dag. Að venju var tíu af okkar bestu kylfingum var boðið til leiks. 1. ágúst 2016 18:02 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Oddur Óli vann Einvígið á Nesinu Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í dag. Að venju var tíu af okkar bestu kylfingum var boðið til leiks. 1. ágúst 2016 18:02
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti