Fótbolti

Þjóðverjar Ólympíumeistarar í fyrsta sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þýsku stelpurnar fagna í leikslok.
Þýsku stelpurnar fagna í leikslok. vísir/getty
Þýska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér nú rétt í þessu sín fyrstu gullverðlaun á Ólympíuleikum eftir 2-1 sigur á Svíþjóð í úrslitaleik á Maracana-vellinum í Ríó.

Eftir misjafna leiki í riðlakeppninni vann þýska liðið alla þrjá leiki sína í útsláttarkeppninni og fékk aðeins á sig eitt mark.

Staðan var markalaus í hálfleik en Dzsenifer Marozsan kom þýska liðinu yfir eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik.

Á 62. mínútu varð Linda Sembrant svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Þýskaland komið í 2-0.

Stina Blackstenius minnkaði muninn í 2-1 fimm mínútum síðar en nær komust Svíar ekki, þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×