Heimsmethafinn kúkaði á sig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2016 16:06 Diniz var algjörlega að þrotum kominn er hann komst í mark. Hetjulegt eftir það sem á undan hafði gengið. Eitt undarlegasta atvik Ólympíuleikanna í Ríó kom í 50 kílómetra göngu karla í dag. Þar var meðal keppenda heimsmethafinn frá Frakklandi, Yohann Diniz. Það er óhætt að segja að þetta hafi ekki verið hans dagur. Eftir 49 mínútur af göngunni þá lenti Diniz í því óhappi að honum varð brátt í brók. Þrátt fyrir að hafa lent í þessu neyðarlega atviki þá hélt Diniz ótrauður áfram og kláraði gönguna á 3 tímum og 46 mínútum. Hann labbaði því með kúkinn í buxunum í tæpa þrjá klukkutíma. Það ber að hrósa Frakkanum á margan hátt. Fyrir að yfirstíga þessa hindrun og halda áfram. Líka fyrir það að hafa örmagnast eftir 22 kílómetra. Það leið yfir hann í brautinni og allir héldu að hann færi ekki lengra. Hann náði að safna vopnum sínum, standa upp og klára gönguna og endaði í sjöunda sæti eftir öll áföllin. Diniz var í raun aðeins sex mínútum á eftir Ólympíumeistaranum. Hann var aftur á móti algjörlega búinn á því er hann kom í mark og fór beint undir læknishendur. Diniz er þrefaldur Evrópumeistari og heimsmethafi eins og áður segir. Ólympíuleikarnir hafa þó verið honum erfiðir. Árið 2008 í Peking þá fékk hann í magann og gat ekki klárað gönguna. Fjórum árum síðan var honum vísað úr keppni og svo nú þetta í ár.Diniz verður lengi að jafna sig eftir þetta hlaup. Sjaldan maður sést eins örmagna og hann var í dag en þvílík frammistaða þrátt fyrir áföllin.vísir/getty Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Eitt undarlegasta atvik Ólympíuleikanna í Ríó kom í 50 kílómetra göngu karla í dag. Þar var meðal keppenda heimsmethafinn frá Frakklandi, Yohann Diniz. Það er óhætt að segja að þetta hafi ekki verið hans dagur. Eftir 49 mínútur af göngunni þá lenti Diniz í því óhappi að honum varð brátt í brók. Þrátt fyrir að hafa lent í þessu neyðarlega atviki þá hélt Diniz ótrauður áfram og kláraði gönguna á 3 tímum og 46 mínútum. Hann labbaði því með kúkinn í buxunum í tæpa þrjá klukkutíma. Það ber að hrósa Frakkanum á margan hátt. Fyrir að yfirstíga þessa hindrun og halda áfram. Líka fyrir það að hafa örmagnast eftir 22 kílómetra. Það leið yfir hann í brautinni og allir héldu að hann færi ekki lengra. Hann náði að safna vopnum sínum, standa upp og klára gönguna og endaði í sjöunda sæti eftir öll áföllin. Diniz var í raun aðeins sex mínútum á eftir Ólympíumeistaranum. Hann var aftur á móti algjörlega búinn á því er hann kom í mark og fór beint undir læknishendur. Diniz er þrefaldur Evrópumeistari og heimsmethafi eins og áður segir. Ólympíuleikarnir hafa þó verið honum erfiðir. Árið 2008 í Peking þá fékk hann í magann og gat ekki klárað gönguna. Fjórum árum síðan var honum vísað úr keppni og svo nú þetta í ár.Diniz verður lengi að jafna sig eftir þetta hlaup. Sjaldan maður sést eins örmagna og hann var í dag en þvílík frammistaða þrátt fyrir áföllin.vísir/getty
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira