Menning

Ljósmyndasýning frá tökum á kvikmyndinni Eiðurinn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Mynd/Lilja Jónsdóttir
Lilja Jónsdóttir opnar kl 17 í dag ljósmyndasýningu í Gym & tonic sal KEX Hostels. Lilja eyddi tveim mánuðum að tjaldbaki við gerð Eiðsins, nýjustu myndar Baltasars Kormáks.

Lilja tók um 17 þúsund myndir á tímabilinu og verður rjóminn af þeim sýndur á sýningunni. Um er að ræða skemmtilegan glugga inn í heim kvikmyndagerðar. Sýningin stendur yfir í skamman tíma, eða til miðvikudagsins 24. ágúst.

Lilja hefur verið viðloðandi ýmis störf í íslenskum kvikmyndaiðnaði í rúm 15 ár. Í fyrra var hún ljósmyndari á tökustað sjónvarpsseríunnar Ófærðar og í kjölfarið gegndi hún sama hlutverki við gerð Eiðsins. Hún vinnur nú í nýrri þáttaröð, Föngum. Þetta er fyrsta sýning Lilju á Íslandi.

Brot af myndunum má sjá á instagram síðu Rvk Studios.

Mynd/Lilja Jónsdóttir
Mynd/Lilja Jónsdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×