Frank Ocean gefur út sjónræna plötu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. ágúst 2016 10:47 Biðin langa virðist loks vera á enda. Vísir/Getty R&B aðdáendur úti um allan heim geta tekið gleði sína á ný, því söngvarinn Frank Ocean hefur gefið út nýtt efni. Sjónræna platan Endless var frumsýnd á heimasíðu Ocean í nótt. Ekki er vitað hvort þetta sé platan sem aðdáendur hafa beðið eftir, en von er á fleiru frá honum um helgina. Endless er 45 mínútna vídeó listaverk sem er leikstýrt af Francisco Soriano. Ekki er vitað hvort þetta sé platan sem Ocean hefur verið að ýja að í rúmt ár. Þegar Ocean tilkynnti að hann gæfi út nýja plötu sagðist hann vera með tvær útgáfur af henni í farteskinu. Sú plata var með vinnutitilinn Boys Don‘t Cry og var sagt að hún ætti að koma út fyrir tveim vikum síðan. Rolling Stone greinir frá því að Endless sé aðskilið verkefni og að von sé á nýju plötunni um helgina. Hægt er að horfa á plötuna á Apple Music en þar er hlustendum sagt að hafa augun opin fyrir meiru frá Frank um helgina.“ENDLESS”A film by Frank Ocean.Now on Apple Music. #ENDLESShttps://t.co/IKMm2PNsUH pic.twitter.com/nlLxXoQ296— Apple Music (@AppleMusic) August 19, 2016 Tónlist Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
R&B aðdáendur úti um allan heim geta tekið gleði sína á ný, því söngvarinn Frank Ocean hefur gefið út nýtt efni. Sjónræna platan Endless var frumsýnd á heimasíðu Ocean í nótt. Ekki er vitað hvort þetta sé platan sem aðdáendur hafa beðið eftir, en von er á fleiru frá honum um helgina. Endless er 45 mínútna vídeó listaverk sem er leikstýrt af Francisco Soriano. Ekki er vitað hvort þetta sé platan sem Ocean hefur verið að ýja að í rúmt ár. Þegar Ocean tilkynnti að hann gæfi út nýja plötu sagðist hann vera með tvær útgáfur af henni í farteskinu. Sú plata var með vinnutitilinn Boys Don‘t Cry og var sagt að hún ætti að koma út fyrir tveim vikum síðan. Rolling Stone greinir frá því að Endless sé aðskilið verkefni og að von sé á nýju plötunni um helgina. Hægt er að horfa á plötuna á Apple Music en þar er hlustendum sagt að hafa augun opin fyrir meiru frá Frank um helgina.“ENDLESS”A film by Frank Ocean.Now on Apple Music. #ENDLESShttps://t.co/IKMm2PNsUH pic.twitter.com/nlLxXoQ296— Apple Music (@AppleMusic) August 19, 2016
Tónlist Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira