Lífið

Amber Heard gefur skilnaðarbætur til góðgerðarmála

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Heard og Depp giftu sig snemma árs 2015.
Heard og Depp giftu sig snemma árs 2015. Vísir/Getty

Leikkonan Amber Heard ætlar að gefa skilnaðarbætur sínar til tveggja góðgerðarmála. Upphæðin sem Heard fékk í skilnaði sínum við leikarann Johnny Depp er 7 milljónir bandaríkjadala, eða rúmar 800 milljónir íslenskra króna. Öll upphæðin mun renna til góðgerðarmála.

Samtökin sem fá að njóta góðs af eru American Civil Liberties Union (ACLU) og barnaspítali Los Angeles borgar. Í tilkynningu frá Heard kemur fram að peningurinn sem rennur til ACLU eigi sérstaklega að nýtast til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi. Leikkonan segist vonast til að „hjálpa þeim sem geta síður varið sjálfa sig.“

„Ég veit að þessi samtök munu nota sjóðinn til góðs og ég hlakka til að halda áfram að styðja þau í framtíðinni. Vonandi mun þessi lífsreynsla leiða af sér jákvæðar breytingar í lífi fólks sem þarf á þeim að halda.“

Heard sótti um skilnað frá Depp í maí síðastliðnum og sagði að hann hefði lagt hendur á hana. Sátt náðist í skilnaðardeilu þeirra á þriðjudag og mun Heard meðal annars draga ásakanirnar um heimilisofbeldi til baka.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×