Shakur Stephenson þykir mikið efni í hnefaleikum en þessi nítján ára kappi er kominn í undanúrslit í 56kg flokki á Ólympíuleikunum í Ríó.
Stephenson hafði betur gegn Tsendbaatar Erdenebat frá Mongólíu og gerði það með hetjuna sína, Floyd Mayweather, í salnum.
Mayweather er einn sigursælasti hnefaleikakappi allra tíma og hélt auðvitað með sínum manni í hringnum. Og Stephenson heyrði í honum.
„Ég átti ekki von á því að hann myndi koma en svo sá ég hann tala við þjálfarann okkar. Ég varð spenntur en um leið taugaóstyrkur,“ sagði Stevenson.
„Hann sagði mér að nota stungu [e. jab] en þjálfararnir sögðu mér að fara í líkamann. En hann [Mayweather] er einn sá besti í sögunni og ég verð því að hlusta á hann.“
Stevenson mun mæta Rússanum Vladimir Nikitin í undanúrslitunum klukkan 17.30 í dag og verður bardaginn í beinni útsendingu á Ólympíurás Vísis.
Hlustaði fremur á Mayweather en þjálfarann
Tengdar fréttir

Bein útsending: Ólympíuleikarnir í Ríó
Vísir er með beina sjónvarpsútsendingu frá völdum keppnisgreinum á Ólympíuleikunum í Ríó.